Skipulagsnefnd

20. fundur 09. mars 2023 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Sigríður Magnúsdóttir formaður
  • Jón Daníel Jónsson varaform.
  • Eyþór Fannar Sveinsson aðalm.
  • Álfhildur Leifsdóttir áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Arnar Freyr Ólafsson ráðgjafi í skipulagsmálum sat fundinn í gegnum fjarfundarbúnað.

1.Deiliskipulag frístundabyggðar við Reykjarhól - Varmahlíð

2105119

Lögð fram tillaga að greinargerð og uppdrætti fyrir deiliskipulag frístundabyggðar við Varmahlíð dags. 01.03.2023.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins og ræða við hagsmunaaðila á svæðinu.

2.Hofsós - Sorpmóttaka og gámasvæði - Deiliskipulag.

2302209

Steinn Leó Sveinsson fyrir hönd umhverfis- og samgöngunefndar sækir um heimild til að láta vinna tillögu að deiliskipulagi á sinn kostnað, skv. 2. mrg 38. gr. skipulagslaga nr. 123/2010, fyrir sorpmóttöku- og gámasvæði á Hofsósi. Skipulagssvæðið er við gatnamót Norðurbrautar og Bæjarbrautar, 11.414 m² að stærð. Meðfylgjandi er skipulagslýsing, útg. 1.0, dags. 08.02.2023, unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu. Jafnframt er þess óskað að skipulagslýsingin verði auglýst skv. 5.2.4. gr. skipulagsreglugerðar nr. 90/2013.

Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn Skagafjarðar að samþykkja skipulagslýsinguna og heimila umsækjanda að vinna deiliskipulagstillögu á eigin kostnað og að Skipulagsstofnun verði send lýsingin til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og að lýsingin verði kynnt almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

3.Aðalskipulag Skagafjarðar - Endurskoðun - Aðalskipulagsbreytingar

2211029

Álfhildur Leifsdóttir fulltrúi Vinstri grænna og óháðra leggur fram eftirfarandi fyrirspurn:
“Hver eru framtíðarplön hvað varðar skipulag íbúðabyggðar á Sauðárkróki. Er ætlunin að þétta byggð frekar þegar framkvæmdum á Sveinstúni líkur, færa sig upp á Nafir eða kanna með kaup á landi?“
Skipulagsnefnd leggur til við sveitarstjórn að skoða mögulega valkosti til framtíðaruppbyggingar Sauðárkróks.

4.Sauðárkrókskirkjugarður - Deiliskipulag

2204124

Bréf frá sóknarnefnd Sauðárkrókssóknar dags. 27.02.2023 lagt fram þar sem m.a. kemur fram athugasemd við vinnslutillögu deiliskipulags fyrir Sauðárkrókskirkjugarð.

Skipulagsfulltrúa falið að funda með Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju vegna málsins.

5.Kirkjutorg (143549) Sauðárkrókskirkja - Lóðarmál

2108244

Bréf frá sóknarnefnd Sauðárkrókssóknar dags. 27.02.2023 lagt fram þar sem m.a. koma fram athugasemd við framvindu vinnslu deiliskipulags og vísar sóknarnefnd þar til 1014. fundar byggðarráðs þar sem m.a kemur fram:
“Byggðarráð óskar eftir því að skipulags- og byggingarnefnd feli skipulagsfulltrúa að underbuy deiliskipulagningu á reit sem afmarkast af Aðalgötu í austri, Hlíðarstíg í suðri, Skógargötu í vestri og Bjarkarstíg í norðri, að hafðri hliðsjón af samningum sem gerðir hafa verið á vegum sveitarfélagsins við einstaka lóðarhafa. “

Skipulagsfulltrúa falið að funda með Sóknarnefnd Sauðárkrókskirkju vegna málsins.

6.Hofsóshöfn - Framkvæmdaleyfisumsókn

2209237

Dagur Þór Baldvinsson sækir um fyrir hönd Skagafjarðarhafna um framkvæmdaleyfi fyrir lengingu Norðurgarðs í Hofsóshöfn.
Skagafjarðarhafnir hafa unnið ásamt Vegagerðinni að undirbúningi framkvæmda. Um er að ræða lengingu Árgarðs, gerð innri skjólgarðs og bygging nýrrar trébryggju á móti Árgarði. Markmið verksins er að auka kyrrð og öryggi hafnarinnar sem smábátahöfn.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.
Álfhildur Leifsdóttir sat hjá við afgreiðslu erindisins.

7.Veiðifélag Sæmundarár - Fyrirspurn vegna efnistöku

2303040

Veiðifélag Sæmundarár leggur fram fyrirspurn í tölvupósti dags. 20.02.2023 vegna efnistöku í landi Litlu-Grafar 2. Áhyggjur félagsins snúa að mögulegri mengun sem gæti borist í ána og óafturkræf umhverfisáhrif.

Skipulagsnefnd felur skipulagsfulltrúa að svara fyrirspurn Veiðifélags Sæmundarár.

8.Nestún 1 - Lóðarmál, Umsókn um breikkun á innkeyrslu

2302227

Magnús E. Svavarsson lóðarhafi Nestúns 1, sækir um breikkun á innkeyrslu til norðurs að lóðamörkum Nestúns 3. Nestún 1 stendur við horn á gatnarmótum og er ekki gert ráð fyrir bílastæðum framan við húsið.

Beiðnin samræmist ekki gildandi deiliskipulagi og hafnar því skipulagsnefnd erindinu.

9.Borgarteigur 2 - Lóðarmál fyrirspurn.

2302032

Varðandi sameinaðar iðnaðarlóðir, Borgarteigur 2 og Borgarsíða 1, Borgarteigur 4 og Borgarsíða 3.
Með vísan til erindis dags 01.02.2023 þar sem m.a. kemur fram:
„Meðfylgjandi lóðaruppdráttur ásamt drögum að aðaluppdrætti, unnir af Áræðni ehf. kt. 420807-0150 sýna tillögu að lóðarskipulagi, byggingareiti og byggingamagn sameinaðra lóða. Sbr. fyrri umsóknir er framkvæmdin áfangaskipt. Skv. meðfylgjandi lóðaruppdrætti óska undirritaðir eftir hliðrun á innkeyrslustútum, breikkun þeirra og radíusaukningu úr 5m í 6m. Samkvæmt meðfylgjandi framlögðum gögnum ásamt því er fram kemur hér að framan telja undirritaðir að brugðist hafi verið við því er fram kemur í tölvupósti frá skipulagsfulltrúa 29.11.2022.“
Sækja Gísli Rúnar Jónsson fyrir hönd Suðurleiða og Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson fyrir hönd Kaffi 600 ehf. um breytingar frá áður innsendum gögnum, að byggingarreitur verði stækkaður til norðurs um 1,5 m. Með erindinu fylgja uppfærðir fyrirspurnaruppdrættir gerðir af Áræðni ehf., tillaga að byggingarreit og byggingarmagni, dagsettur 21.02.2023 verknúmer 2336 nr. S101.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

10.Borgarteigur 4 - Lóðarmál fyrirspurn

2302033

Varðandi sameinaðar iðnaðarlóðir, Borgarteigur 2 og Borgarsíða 1, Borgarteigur 4 og Borgarsíða 3.
Með vísan til erindis dags 01.02.2023 þar sem m.a. kemur fram:
„Meðfylgjandi lóðaruppdráttur ásamt drögum að aðaluppdrætti, unnir af Áræðni ehf. kt. 420807-0150 sýna tillögu að lóðarskipulagi, byggingareiti og byggingamagn sameinaðra lóða. Sbr. fyrri umsóknir er framkvæmdin áfangaskipt. Skv. meðfylgjandi lóðaruppdrætti óska undirritaðir eftir hliðrun á innkeyrslustútum, breikkun þeirra og radíusaukningu úr 5m í 6m. Samkvæmt meðfylgjandi framlögðum gögnum ásamt því er fram kemur hér að framan telja undirritaðir að brugðist hafi verið við því er fram kemur í tölvupósti frá skipulagsfulltrúa 29.11.2022.“
Sækja Gísli Rúnar Jónsson fyrir hönd Suðurleiða og Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson fyrir hönd Kaffi 600 ehf. um breytingar frá áður innsendum gögnum, að byggingarreitur verði stækkaður til norðurs um 1,5 m. Með erindinu fylgja uppfærðir fyrirspurnaruppdrættir gerðir af Áræðni ehf., tillaga að byggingarreit og byggingarmagni, dagsettur 21.02.2023 verknúmer 2336 nr. S101.

Skipulagsnefnd samþykkir erindið.

11.Gagnagrunnur um mengaðan jarðveg

2302261

Lagt fram til kynningar tölvupóstur frá Umhverfisstofnun dags. 27.02.2023 þar sem fram kemur:
“Umhverfisstofnun vill koma því á framfæri til sveitafélaganna í landinu að stofnunin hefur komið á fót gagnagrunni um mengaðan jarðveg sbr reglugerð nr. 1400/2020 um mengaðan jarðveg. Þennan gagnagrunn er hægt að nálgast í kortasjá Umhverfisstofnunar og á svæði stofnunarinnar um mengaðan jarðveg.
Umhverfisstofnun og heilbrigðiseftirlitin í landinu vinna að því að færa þekkt menguð svæði inn í gagnagrunninn ásamt svæðum þar sem grunur er um mengun. Þessi vinna mun þó taka talsverðan tíma.
Umhverfisstofnun vill benda á að í 13. gr. reglugerðar nr. 1400/2020 kemur fram að sveitafélög skulu taka mið af gagnagrunninum við gerð skipulags.
Stofnunin vill einnig benda á að opnaður hefur verið ábendingavefur inni á gagnagátt stofnunarinnar þar sem allir geta farið inn og sent inn ábendingu um menguð svæði eða svæði þar sem grunur er um mengun."

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 12

2302010F

Lögð fram til kynningar fundargerð byggingarfulltrúa frá fundi nr. 12 þann 15.02.2023.

13.Sauðárkrókur - Deiliskipulag. Skógargata, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg

2202094

Lögð fram drög að skipulagslýsingu fyrir deiliskipulag Skógargötureitsins, Aðalgata frá leikvelli að Kambastíg.

Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram í samræmi við umræður fundarins.

Sigríður Magnúsdóttir vék af fundi við afgreiðslu málsins og Einar E. Einarsson varamaður kom inn í hennar stað.

Fundi slitið - kl. 12:00.