Skipulags- og byggingarnefnd

184. fundur 04. september 2009 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varaform.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Gísli Árnason áheyrnarftr. VG
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Birkimelur 14 - Umsókn um byggingarleyfi

0909007

Böðvar Finnbogason kt. 240557-3049 Birkimel 14 Varmahlíð sækir um byggingarleyfi fyrir sólpalli skjólveggjum og setlaug við íbúðarhúsið að Birkimel 14 í Varmahlíð samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

2.Lerkihlíð 9 - Umsókn um byggingarleyfi

0909023

Gunnlaugur Sighvatsson og Elín Gróa Karlsdóttir sækja um byggingarleyfi fyrir sólpalli skjólveggjum og setlaug við íbúðarhúsið að Lerkihlíð 9 Sauðárkróki samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt. Vegna setlauga á lóðum vill skipulags- og byggingarnefnd sérstaklega bóka: Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.

3.Lambanes-Reykir lóð 146844 - Umsókn um niðurrif

0909006

Umsókn um niðurrif mannvirkja.Þann 20. maí 2009 brann fiskeldisstöð Alice á Íslandi ehf að Lambanes-Reykjum. Erindi Skúla Guðbjarnarsonar fh. Alice ehf. um niðurrif mannvirkja tekið fyrir. Skipulags- og byggignarnefnd samþykkir niðurrif mannvirkja. Leyfið er háð því skilyrði að niðurrif og frágangur verði í samræmi við lög og reglur. Öllu efni sem farga þarf verði flokkað og komið á viðurkenndan urðunarstað. Farið er fram á að aðaluppdráttum verði skilað af þeim hluta mannvirkja sem eftir standa, spennistöð og dælustöð.

4.Fjallskiladeild úthluta Seyluhrepps - framkvæmdaleyfisumsókn

0909027

Arnór Gunnarsson og Elvar Einarsson f.h. Fjallskiladeildar úthluta Seyluhrepps, óska hér með eftir leyfi til þess að lagfæra reiðgötur í gegn um Reykjaskarð og út á Valbrandsdal. Leiðin er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 4100, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 30. ágúst 2009. Fyrirhugað er að nota jarðýtu við verkið og leitast við að valda eins litlu jarðraski og kostur er.Skipulags- og byggignarnefnd samþykkir erindið að fengnu skriflegu samþykki allra hlutaðeigandi landeigenda.

5.Jón Kr.Ólafsson 2112474019 - Umsókn um löggildingu

0909017

Jón K. Ólafsson k.t. 211247-4019 húsasmíðameistari sækir með bréfi dagsettu 27. ágúst 2009 um staðbundin réttindi sem húsasmíðameistari í lögsagnarumdæmi Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Erindið samþykkt."

6.Hjallaland lóð 01 (218751) - Umsókn um landskipti.

0909024

Umsókn um landskipti. Landnúmer jarðar 145978. Sveinn Jónsson kt.071126-2189 þinglýstur eigendi jarðarinnar Hjallalands Sæmundarhlíð í Skagafirði, óskar eftir leyfi til þess að stofna lóð úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 7525, dags. 3. september 2009. Á lóð sem merkt er sem "land 1” á uppdrætti stendur íbúðarhús jarðarinnar. Sótt er um að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hjallaland, landnr. 145978. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 145978.Erindið samþykkt.

7.Hjallaland lóð 02 (218752) - Umsókn um landskipti.

0909026

Umsókn um landskipti. Landnúmer jarðar 145978. Sveinn Jónsson kt.071126-2189 þinglýstur eigendi jarðarinnar Hjallalands Sæmundarhlíð í Skagafirði, óskar eftir leyfi til þess að stofna tvær lóðir í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 7525, dags. 3. september 2009. Lóðin er merkt "land 2” á uppdrætti. Sótt er um að lóðin verði leyst úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hjallaland, landnr. 145978. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 145978. Erindið samþykkt.

8.Steinhóll 146902 - Umsókn um landskipti

0908088

Umsókn um landskipti. Ragnheiður I. Arnardóttir kt. 120262-5999, Benedikt Ó. Benediktsson kt. 060360-4569, Svala G. Lúðvíksdóttir kt. 260668-5609 og Sverrir Júlíusson kt. 090465-4149 þinglýstir eigendur jarðarinnar Steinhóls (landnr. 146902) í Flókadal í Fljótum Skagafirði, óska eftir leyfi til þess að stofna lóð í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7520, dags. 17. ágúst 2009. Landið er ¼ af flatarmáli jarðarinnar og skulu öll hlunnindi jarðarinnar s.s. veiðiréttur í Flókadalsá og bithagi sem er óskiptur með jörðinni Sjöundastöðum skiptast í sama hlutfalli. Sumarbústaður 53 m2 byggður árið 2002 stendur á landinu. Landið sem um ræðir verður tekið úr landbúnaðarnotkun. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146902. Erindið samþykkt.

9.Herjólfsstaðir 145886 - umsókn um framkvæmdaleyfi

0909020

Umsókn um framkvæmdaleyfi. Jóhanna Stefánsdóttir kt. 290658-4549 þinglýstur eigandi jarðarinnar Herjólfsstaðir í Laxárdal Skagafirði landnúmer 145886 óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir heimarafstöð líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 7507, dags. 7. ágúst 2009. Sótt er um leyfi fyrir þrýstivatnspípu frá hlíðarbrún og niður að stöðvarhúsi á austurbakka Laxár, inntaksmannvirkjum og skurðum til þess að veita vatni að virkjuninni. Erindið samþykkt.

10.Steintún land 199118 - framkvæmdaleyfi

0908077

Umsókn um framkvæmdaleyfi. Páll Pálsson veitustjóri f.h. Skagafjarðarveitna ehf., kt. 691097-2509, Borgarteigi 15, Sauðárkróki, óskar eftir leyfi til þess að leggja kaldavatnslögn frá borholuhúsi í landi veitnanna við Svartárbrú á Héraðsdalsvegi, að aðstöðuhúsi á Vindheimamelum. Lega lagnarinnar er sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S-101 í verki 1018, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 26. ágúst 2009. Um er að ræða plastlögn, ø90 PEH. Lögnin verður plægð niður á um 1,2 m dýpi. Með lögninni verður plægt ídráttarrör ø40 PEH fyrir gagnaveitu. Einnig verða lagðar tvær ø110 PEH lagnir frá borholuhúsinu að núverandi stofnlögn frá vatnstanki í landi Skíðastaða. Þær lagnir verða grafnar niður. Samþykki hlutaðeigandi landeigenda liggur fyrir landeiganda fylgja umsókninni.Erindið samþykkt.

11.Hólatún 3 (143453) - breikkun innkeyrslu.

0907009

Umsókn um framkvæmdaleyfi. Málið varðar Hólatúni 3, umsókn um breikkun á innkeyrslu. Með vísan til 181 fundar skipulags og byggingarnefndar sem haldinn var fimmtudaginn 20 ágúst síðastliðinn eru hér meðfylgjandi umbeðinn gögn. Skipulags- og byggarnefnd samþykkir erindið. Nefndin vill árétta fyrri ábendingar um að þessar framkvæmdir eru alfarið á kostnað húseigenda. Komi til þess að grafa þurfi upp lagnir á þessu svæði verður viðbótarviðgerðarkostnaður vegna þeirrar framkvæmdar alfarið á kostnað húseigenda.

12.Borgarmýri 3A - Fyrirspurn um breytingu lóðar og byggingarleyfi.

0907025

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 17.júlí sl., þá ma. eftirfarandi bókað. "Lóðirnar Borgarmýri 3 og 3a verða sameinaðar samkvæmt lóðarblaði gerðu af tæknideild. Skipulags- og byggingarnefnd getur fallist á skiptingu húseignarinnar af fengnum aðaluppdráttum og eignaskiptayfirlýsingu sem tekur á skiptingu lóðarinnar og tekur þá afstöðu til aðkomuleiða að lóðinni." Í dag liggur fyrir erindi frá Fjólmundi Fjólmundssyni kt 041047-7399 fh. Fjólmundar ehf. 570402-3660 og Kára Birni Þorsteinssyni kt. 141174-5769 fyrir hönd KÞ. Lagna kt. 600106-2280, þar sem fram kemur að samkomulag er um nýtingu lóðarinnar samkvæmt meðfylgjandi skýringaruppdrætti. Í umsókninni ítreka þeir fyrri umsókn um innkeyrslu frá Víðimýri vegna fyrirhugaðrar sölu hluta eignarinnar. Einnig er óskað eftir að fá samþykkta tilfærslu á núverandi innkeyrslu. Erindið samþykkt

13.Umsókn um uppsetningu á skiltum við Túngötu á Skr.

0909019

Gagnaveita Skagafjarðar – Umsókn um uppsetningu auglýsingaskiltis. Arnar Halldórsson Verkefnastjóri sækir með bréfi dagsettu 2.september sl. f.h. Gagnaveitu Skagafjarðar um leyfi til að setja upp upplýsingaskilti á grænum svæðum við Túngötu á Sauðárkróki. Markmið þessara skilta er að vekja athygli vegfarenda á því að öll heimili í Túnahverfi eru nú tengd ljósleiðara frá Gagnaveitu Skagafjarðar. Meðfylgjandi umsókn er skýringaruppdráttur. Afgreiðslu frestað. Tæknideild falið að ræða nánar við umsækjendur.

14.Sauðárkrókur 218097 - Umsókn um leiguland

0908075

Sigurbjörn Pálsson kt. 260347-7219 sækir með bréfi dagsettu 24.ágúst sl. um að fá til leigu land á nöfum til afnota fyrir sauðfé og hross. Umsækjanda hefur verið gerð grein fyrir að í gangi er vinna í samræmi við samþykktir skipulags-og byggingarnefndar frá 27. ágúst 2008 og 7. janúar 2009 vegna lóðarmála á Nöfum. Fleiri hafa lýst áhuga sínum á landskikum á Nöfunum. Skipulags-og byggingarnefnd hefur frestað afgreiðslu allra umsókna um lóðarskika á Nöfunum þar til lokið er við samninga og gerð lóðarblaða fyrir þau lönd sem á Nöfunum eru. Sú vinna er á lokastigi.

15.Víðilundur 3-5 - Umsókn um byggingarleyfi

0909021

Umsókn um flutningsleyfi. Guðbrandur Magnússon fh. Magnúsar Sigurjónssonar og Kristbjargar Guðbrandsdóttur sækir um leyfi til að flytja frístundarhús af lóð í landi Úlfstaða í Akrahreppi á lóðina nr. 3-5 við Víðilund í landi Víðimels samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

Fundi slitið.