Skipulags- og byggingarnefnd

149. fundur 18. júní 2008 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Gísli Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Pétur Valdimarsson varamaður
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Árkíll 2 - Umsókn um byggingarleyfi

0806054

Árkíll 2 - Umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri f.h Sveitarfélagsins Skagafjarðar sækir með bréfi dagsettu 12. júní sl. um byggingarleyfi fyrir leikskóla á lóðinni Árkíll 2 á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af teiknistofunni Úti og Inni, Jóni Þór Þorvaldssyni og Baldri Svavarssyni arkitektum. Uppdrættir dagsettir 25.04.2008. Verknúmer leik-0746. Í dag liggja fyrir umsagnir Brunavarna Skagafjarðar, Vinnueftirlits ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Erindið samþykkt. Gísli Sigurðsson situr hjá við afgreiðslu málsins, hann telur að málið hafi ekki verið tekið fyrir með formlegum hætti í Byggðarráði. Gísli Árnason telur eðlilegt að málið verði með formlegum hætti tekið fyrir í Byggðarráði áður en sótt er um byggingarleyfi.

2.Birkihlíð 39 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging

0804040

Birkihlíð 39 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging. (143215) – Málið áður á dagskrá nefndarinnar 16.4.sl. og þá m.a. eftirfarandi bókað. „Umsókn um breytingar og endurbætur. Kristín Snorradóttir kt. 191063-4149 og Þorvaldur E Þorvaldsson kt. 171064-5389, eigendur framangreindrar fasteignar, sækja með bréfi dagsettu 6. apríl sl. um byggingarleyfi vegna breytinga og endurbóta á eigninni. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið samkvæmt skipulags- og byggingarlögum og skal það kynnt eftirtöldum. Eigendum Birkihlíðar 12, 14, 16, 18, 29, 31 og 37.“ Málið kynnt eigendum framangreindra eigna með bréfi dagsettu 5. maí sl. Engar skriflegar athugasemdir hafa borist. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt. Byggingarleyfi veitt.

3.Mjólkursamlag Skagfirðinga Skagfirðingabraut (143718) - Umsókn um byggingarleyfi

0805047

Mjólkursamlag Skagfirðinga Skagfirðingabraut (143718) Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 22.4.sl. og þá m.a. eftirfarandi bókað. „Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sækir með bréfi dagsettu 16.maí sl.,fyrir hönd Kaupfélags Skagfirðinga, um leyfi til að hefja byggingarframkvæmdir við viðbyggingu sem fyrirhuguð er við Mjólkursamlag Kaupfélags Skagfirðinga við Skagfirðingabraut. Afgreiðslu frestað þar til fullnægjandi gögn liggja fyrir.“ Í dag liggur fyrir byggingarleyfisumsókn dagsett 16.6.08, undirrituð af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249, fh eigenda. Meðfylgjandi umsókn eru uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu, af Magnúsi Ingvarssyni. Uppdrættirnir eru í verki númer 5309 og eru þeir dagsettir 16. júní 2008 Númer uppdrátta A-101, A-102, A-103, A-104 og A-105. Í dag liggja fyrir umsagnir Brunavarna Skagafjarðar,Vinnueftirlits ríkisins og Heilbrigðiseftirlits Norðurlands vestra. Erindið samþykkt.

4.Hátún 2 (146039) - Umsókn um byggingarleyfi

0806068

Hátún 2 (146039) - Umsókn um byggingarleyfi. Ragnar Gunnlaugsson kt. 260249-4959, eigandi jarðarinnar Hátúns II, sækir með bréfi dagsettu 3.6.08 um leyfi til að byggja vélageymslu vestur af íbúðarhúsinu í Hátúni II skv. deiliskipulagsuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu, af Eyjólfi Þór Þórarinssyni, dagsettum 17. mars 2008. Meðfylgjandi umsókn eru aðaluppdrættir í fjórriti unnir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi, dags. 27.04.2007. Erindið samþykkt.

5.Lindargata 5 - Umsókn um byggingarleyfi

0806067

Lindargata 5 - Umsókn um byggingarleyfi. Þormóður Ingi Pálsson kt. 081275-4599 og Herdís Pálmadóttir Sighvats kt. 050881-2969, eigendur íbúðar 01 0201 með fastanúmerið 213-1979 sem er í fjöleignahúsi sem stendur á lóðinni nr. 5 við Lindargötu á Sauðárkróki, sækja með bréfi dagsettu 15.5.08 um leyfi til að breyta útliti hússins. Breytingin felst í að setja þakglugga og svalir á húsið samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum sem gerðir eru á Stoð ehf. verkfræðistofu, af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættir dagsettir 13. júní 2008. Einnig skrifa undir umsóknina Sigurlaug Kristín Eymundsdóttir kt. 141273-4429, eigandi íbúðar 01 0001 með fastanúmerið 213-1977 og Sigurbjörn R Kristjánsson kt. 111059-3819, eigandi íbúðar 01 0001 með fastanúmerið 213-1977. Fyrir liggur umsögn Brunavarna Skagafjarðar dagsett 18.6.2008. Erindið samþykkt.

6.Sæmundargata 15 - Umsókn um byggingarleyfi

0806063

Sæmundargata 15 - Umsókn um byggingarleyfi. Helga Fanney Salmannsdóttir kt. 160379-4649 og Guðmundur Helgi Loftsson kt. 170180-3139, eigendur einbýlishúss og bílskúrs sem stendur á lóðinni nr. 15 við Sæmundargötu á Sauðárkróki, sækja með bréfi dagsettu 16.6.08. um leyfi til að einangra og klæða húsið utan með Hardi-Plank klæðningu. Klætt verður á trégrind og í grindina einangrað með steinullareinangrun. Endurnýja þakklæðningu og klæða þakið með Kadepal þakefni. Breyta gluggum og setja hurð vestan á húsið. Einnig sótt um að endurbæta skýli sem er vestan við húsið. Umsókn fylgja uppdrættir dagsettir 14.4.08. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki Brunavarna varðandi björgunarop.

7.Suðurgata 13 - Umsókn um sameiningu séreigna

0806059

Suðurgata 13 - Umsókn um sameiningu séreigna. Birna Halldórsdóttir kt. 031147-3369, eigandi fjöleignahúss sem stendur á lóðinni nr. 13 við Suðurgötu á Sauðárkróki, sækir með bréfi dagsettu 12.6.08 um leyfi til að sameina séreignarhluta í húsinu sem hafa fastanúmerin 213-2276 og 213-2277. Erindið samþykkt.

8.Laugarhvammur lóð 11 - Umsókn um byggingarleyfi

0806066

Laugarhvammur lóð 11 (215445) - Umsókn um byggingarleyfi. Ólafur E. Friðriksson kt. 030957-4749 sækir með bréfi dagsettu 13.6.08 um, fh. Þórólfs Gíslasonar kaupfélagsstjóra kt. 190352 2859, leyfi til að flytja frístundarhús sem byggt hefur verið og stendur á lóð Fjölbrautarskóla Nl. vestra, Skagfirðingabraut 26 á Sauðárkróki, Sótt er um að flytja húsið á lóð nr. 11 í landi Laugarhvamms, landnúmer lóðar er 215445. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir á Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni, dagsettir 11 og 12 júní 2008. Fyrir liggur umsögn Brunavarna Skagafjarðar dagsett 18.6.2008. Erindið samþykkt.

9.Íbishóll - Umsókn um byggingarleyfi, einbýli.

0804041

Íbishóll, Skagafirði, (146044) - Umsókn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 16.4.sl. og þá m.a. eftirfarandi bókað. „Magnús Bragi Magnússon kt. 111069-5739, eigandi jarðarinnar Íbishóls, sækir með bréfi dagsettu 27. mars sl. um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á jörðinni. Afgreiðslu frestað þar til aðaluppdrættir liggja fyrir.“ Í dag liggja fyrir aðaluppdrættir ásamt umsókn sem dagsett er 2.6.08 undirrituð af Ómari Péturssyni byggingarfræðingi kt. 050571-5569. Framlagðir uppdrættir gerðir af Ómari og eru þeir dagsettir 16.5.08, í verki nr. 08.360. Fyrir liggur umsögn Brunavarna Skagafjarðar dagsett 12.6.2008. Erindið samþykkt.

10.Neskot (146872) - Umsókn um byggingarleyfi

0806069

Neskot (146872) - Umsókn um byggingarleyfi. Jónas Þórðarson kt. 160867-4699 sækir með bréfi dagsettu 1.6.08 um, fh. Jóns Helga Guðmundssonar kt. 200547-3149, leyfi til að byggja tækjahús með sambyggðri gestaíbúð á jörðinni Neskoti. Framlagður yfirlits-afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni kt 120379-4029. Uppdrátturinn er dagsettur 2. júní 2008, í verki nr. 7469 og er númer uppdráttar S-101. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Jónasi Þórðarsyni kt. 160867-4699, dagsettir 27.5.08. Fyrir liggur umsögn Brunavarna Skagafjarðar dagsett 12.6.2008. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.

11.Stóra-Holt - Umsókn um byggingarleyfi

0806058

Stóra-Holt (146904) - Umsókn um byggingarleyfi. Gunnar Steingrímsson kt. 260557-5039, eigandi jarðarinnar Stóra-Holts í Fljótum (146904), sækir með bréfi dagsettu 12.6.08, um leyfi til að byggja fjárhús og geldneytafjós á jörðinni. Fyrirhuguð framkvæmd er 488,7 m² límtréhús með 506,7 fermetra steyptum haugkjallara. Meðfylgjandi eru uppdrættir og afstöðuuppdráttur gerður á Byggingaþjónustu Bændasamtaka Íslands af Magnúsi Sigsteinssyni kt. 160444-4959 og eru þeir dagsettir 26.05.2008. Fyrir liggur umsögn Brunavarna Skagafjarðar dagsett 18.6.2008. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.

12.Þrastarlundur land 196067 - Umsókn um byggingarleyfi

0806056

Þrastarlundur land 196067 - Umsókn um byggingarleyfi. Hjörleifur Herbertsson kt. 170243-3319 eigandi landspildu úr landi Þrastarlundar í Skagafirði, landnúmer 196067 sækir með bréfi dagsettu 11.6.08 um leyfi til þess að stofna byggingarreit fyrir aðstöðuhús á landinu, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni.Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7474, dags. 11. júní 2008.Einnig er óskað eftir leyfi til að byggja aðstöðuhús ásamt snyrtingu á byggingarreitnum, skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni, dags. 11. júní 2008. Uppdrættirnir eru nr. A-101 í verki 7474. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.

13.Sæberg á Hofsósi - Umsókn um byggingarleyfi

0806055

Sæberg á Hofsósi (146736) - Umsókn um byggingarleyfi fyrir setlaug. Hallgrímur H. Gunnarsson kt 090947-3899, eigandi íbúðarhússins Sæberg á Hofsósi, sækir um, þann 10.6.08, leyfi til að byggja setlaug á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Nefndin bendir á að laugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í laugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað. Að þessum skilyrðum uppfylltum er erindið samþykkt.

14.Iðutún 14 - Umsókn um lóð

0806064

Iðutún 14, Sauðárkróki (203234) - Umsókn um lóð. Höskuldur Sveinsson kt. 260754-2469 sækir með tölvupósti dagsettum 13.6.08 um, fh. Kirkjumálasjóðs - Stjórn prestssetra, kt. 530194-2489, að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 14 við Iðutún á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir umbeðna lóðarúthlutun. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi innan árs frá lóðarúthlutun annars fellur lóðin aftur til Sveitarfélags.

15.Iðutún 12 Sauðárkróki (203233) - Umsókn um lóð.

0806019

Iðutún 12, Sauðárkróki (203233) - Umsókn um lóð. Erla Björk Helgadóttir kt. 101181-5109 og Ómar Feykir Sveinsson kt. 161181-5529, sækja með bréfi dagsettu 4.6.08 um að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 12. við Iðutún á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir umbeðna lóðarúthlutun. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi innan árs frá lóðarúthlutun annars fellur lóðin aftur til Sveitarfélags.

16.Flæðagerði 23 - Umsókn um lóð

0805048

Flæðagerði 23 (216377) - Umsókn um lóð. Daníel Helgason kt. 110457-2009 og Berglind Ottósdóttir kt. 051259-2899, sækja með bréfi dagsettu 14.05.08 um að fá úthlutað hesthúsalóðinni nr. 23 við Flæðagerði á Sauðárkróki. Nefndin samþykkir umbeðna lóðarúthlutun. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að sækja þarf um byggingarleyfi innan árs frá lóðarúthlutun annars fellur lóðin aftur til Sveitarfélags.

17.Stóra Seyla land (212964) Umsókn um nafnleyfi.

0806023

Stóra Seyla landnúmer 212964. Birna Halldórsdóttir kt. 031147-3369, eigandi lands úr landi Stóru Seylu, landnúmer 212964, sækir um leyfi til að nefna landið og íbúðarhús, sem hún er að byggja á landinu, Melkot. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

18.Hraun I lóð (146823) - Tilkynning um niðurrif eigna.

0806070

Hraun 1 í Fljótum. Lóð með landnúmer 146823.
Borist hefur tilkynning frá Kaupþing banka, Henry Þór Gräns, um að eftirtaldar eignir Kaupþings banka að Hrauni í Fljótum hafi verið fjarlægðar.
02 0101 Dæluþró 38,8m²
03 0101 Eldisker 452,4m²
04 0101 Eldisker 452,4m²
05 0101 Eldisker 452,4m²
06 0101 Eldisker 452,4m²
07 0101 Jöfnunartankur 128,7m²
08 0101 Eldisker 452,4m²
09 0101 Eldisker 452,4m²
10 0101 Eldisker 452,4m²
11 0101 Eldisker 452,4m²
12 0101 Eldisker 128,7m²
13 0101 Eldisker 128,7m²
Ekki hefur verið sótt um leyfi til að fjarlægja þessar eignir. Skipulags- og byggingarnefnd vísar í bréf sem byggingarfulltrúi sendi Henry Þór Gräns 16.6.08. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að ofangreindar eignir verði fjarlægðar og felur nefndin skipulags- og byggingarfulltrúa að fella þessar eignir úr fasteignaskrá þegar gengið hefur verið úr skugga um að búið sé að fjarlægja þær.

19.Fjarski ehf kt 5610003520 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

0806057

Fjarski ehf. - Framkvæmdaleyfisumsókn. Fjarski ehf. kt.561000-3520, Tangarhöfða 7, Reykjavík áætlar að leggja ljósleiðarastreng frá Blöndustöð að tengivirki ofan við Varmahlíð í sumar. Áætluð lagnaleið liggur í Skagafirði norðan við þjóðveg ofan við bæinn Vatnshlíð og áfram undir Grísafelli, þar sem farið verður yfir á sunnan við bæinn Fjall og áfram að spennuvirki. Strengurinn verður að mestu plægður beint í jörðu. Í umsókninni kemur fram að fullt samráð verði haft við landeigendur og óskað verður eftir samþykki þeirra fyrir lögninni. Óskað er eftir samþykki Sveitarfélags Skagafjarðar varðandi framkvæmdina. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir rökstuðningi umsækjanda varðandi þessa lagnaleið og hvaða kosti hún hafi fyrir umsækjanda umfram aðrar lagnaleiðir, sem til greina koma.

20.Gýgjarhóll - Umsókn um byggingarleyfi

0806071

Gýgjarhóll (145974) - Umsókn um byggingarleyfi. Ingvar Gýgjar Jónsson kt. 270330-5689 Kvistahlíð 7, Sauðárkróki, sækir um leyfi til að byggja geymsluhúsnæði á jörðinni Gýgjarhóli, landnúmer 145974. Meðfylgjandi umsókn eru uppdrættir í þríriti gerðir af honum sjálfum. Uppdrættirnir eru dagsettir 12.06.2008 og eru nr. 01 í mælikvarða 1:50 og 1:500. Fyrir liggur umsögn Brunavarna Skagafjarðar dagsett 18.6.2008. Erindið samþykkt.

Fundi slitið.