Skipulags- og byggingarnefnd

172. fundur 22. apríl 2009 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varaform.
  • Gísli Sigurðsson aðalm.
  • Gísli Árnason áheyrnarftr. VG
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Vindheimar II lóð 02 218357 - Umsókn um landskipti.

0904033

Vindheimar II lóð 02, 218357 - Umsókn um landskipti. Pétur Sigmundsson, kt. 040859-4039, þinglýstur eigandi jarðarinnar Vindheima II, landnúmer 174189, sækir með bréfi dagsettu 17. apríl síðastliðinn um leyfi skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarfélagsins Skagafjarðar til þess að stofna 15,35 ha. lóð út úr jörðinni Vindheimum II, landnr. 174189.15,35 ha lóðin sem um ræðir hefur fengið landnúmerið 218357 og afmarkast samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, gerðum hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þórarinssyni. Númer uppdráttar er S-103 í verki nr. 72512, útgefinn 17. apríl 2009. Byggingar og hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Vindheimum II, lnr. 174189. Umferðarréttur að spildunni samkvæmt uppdrætti er um núverandi slóða sem liggur frá heimreið að Vindheimum II, innan athafnasvæðis Vindheimamela, lnr. 146250.Lögbýlaréttur fylgir áfram Vindheimum II, landnúmer 174189. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

2.Skagfirðingabraut 143721 - Umsókn um byggingarleyfi

0904042

Skagfirðingabraut 143721 - Umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri, fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir hér með um leyfi Skipulags-og bygginganefndar til að rífa tjaldstæðaskúr sem stendur á lóð með landnúmerið 143721 við Skagfirðingabraut. Einnig sótt um leyfi til að flytja og koma fyrir á sama stað nýju húsi sem byggt hefur verið á lóð Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra. Það gert í samræmi við leyfi skipulags-og bygginganefndar frá 27. ágúst 2008.
Húsið er byggt samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum gerðum á Glámu- Kím arkitektastofu, Árna Kjartanssyni arkitekt dagsettir 30.10.2006.
Afstöðumynd gerð á Tæknideild Sveitarfélagsins, af Guðmundi Þór Guðmundssyni og er hún dagsett 30.03.09.

3.Freyjugata 7 - Umsókn um niðurrif mannvirkja

0904040

Freyjugata 7 - Umsókn um niðurrif mannvirkja. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri, fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir um með vísan til gildandi skipulags, heimild Skipulags-og byggingarnefndar til að rífa húsin sem standa á lóðunum nr. 7 við Freyjugötu á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.

4.Freyjugata 9 - Umsókn um niðurrif mannvirkja

0904041

Freyjugata 9 - Umsókn um niðurrif mannvirkja. Guðmundur Guðlaugsson sveitarstjóri, fyrir hönd Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sækir um, með vísan til gildandi skipulags, heimild Skipulags-og byggingarnefndar til að rífa húsin sem standa á lóðunum nr. 9 við Freyjugötu á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.

5.Hafnarsvæði suðurgarður Sauðárkróki -Umsókn um lóð.

0812038

Tekið fyrir bréf Ritu Didriksen og Ásmundar Pálmasonar varðandi lóð undir veitingasölu við Suðurgarð. Formanni og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að ræða við umsækjendur. Afgreiðslu frestað.

6.Stóra-Gröf ytri land 193955 - Umsögn v. rekstrarleyfis.

0904010

Stóra-Gröf ytri land 193955 - Umsögn v. rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 1. apríl 2009, um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Jónínu Stefánsdóttur kt. 031253-5439. Hún sækir um rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna í Stóru-Gröf ytri. Umrætt húsnæði er samþykkt sem íbúð. Því er ekki gerð athugasemd við erindið, enda séu aðeins leigð út þau herbergi sem samþykkt eru til íbúðar.

7.Kirkjutorg 3 - Umsögn v. rekstrarleyfis.

0904011

Kirkjutorg 3 - Umsögn v. rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 2. apríl 2009, um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Tómasar Árdals kt. 210959-5489 og Selmu Hjörvarsdóttur kt 070762-2779. Þau sækja, fyrir hönd Spíru ehf kt. 420207-0770, um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir gistiheimilið Miklagarð, Kirkjutorgi 3, Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

8.Suðurgata 3 - Umsögn v. rekstrarleyfis.

0904012

Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 3. apríl 2009, um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Lilju Amalíu Ingimarsdóttur kt. 240739-2089. Hún sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir veisluþjónustu og veitingasölu að Suðurgötu 3, Sauðárkróki. Forsvarsmenn Lilja Amalía Ingimarsdóttir, Grundarstíg 18, Sauðárkróki og Sóley Skarphéðinsdóttir, Tröð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

9.Melsgil 145994 - Umsögn v. rekstrarleyfis.

0904026

Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 14. apríl 2009, um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Ragnheiðar Björnsdóttur kt. 191247-4699. Hún sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Melsgil. Forsvarsmaður Ragnheiður Björnsdóttir. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

10.Miðgarður 146122 - Umsögn v. rekstrarleyfis.

0904027

Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 16. apríl 2009, um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Guðmundar Guðlaugssonar sveitarstjóra. Hann sækir um rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Miðgarð. Forsvarsmaður Sveitarfélagið Skagafjörður. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti

11.Sölvanes 146238 - Umsögn v. rekstrarleyfis.

0904029

Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 16. apríl 2009, um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Magnúsar Óskarssonar kt. 160847-7199. Hann sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Ferðaþjónustuna í Sölvanesi. Forsvarsmaður Magnús Óskarsson, Sölvanesi. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

12.Glaumbær lóð 146033, Áshús - Umsögn v. rekstrarleyfis.

0904030

Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 16. apríl 2009, um umsögn Skipulags-og byggingarnefndar vegna umsóknar A. Herdísar Sigurðardóttur kt. 170367-4569. Hún sækir um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Áskaffi í Glaumbæ. Forsvarsmaður A. Herdís Sigurðardóttir. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

13.Aðalskipulag Skagafjarðar

0808033

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar dagsett 3. apríl 2009 varðandi Aðalskipulag Skagafjarðar 2009-2021. Skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulagsráðgjöfum falið að yfirfara bréfið og lagfæra athugasemdir fyrir næsta fund.

Fundi slitið.