Skipulags- og byggingarnefnd

144. fundur 16. apríl 2008 í Ráðhúsinu
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Svanhildur Guðmundsdóttir varaformaður
  • Gísli Sigurðsson aðalmaður
  • Gísli Árnason áheyrnarfulltrúi
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Vernharð Guðnason slökkviliðsstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Skúfsstaðir - Umsókn um byggingarleyfi, vélageymsla

0804043

Skúfsstaðir í Hjaltadal Skagafirði, landnúmer 146486 ? Umsókn um byggingarleyfi. Þorsteinn Axelsson kt. 020268-5499, eigandi jarðarinnar Skúfsstaða, sækir með bréfi dagsettu 4. apríl sl. um heimild til að stofna byggingarreit í landi Skúfsstaða skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 70311, dags. 3. apríl 2008. Einnig er óskað eftir leyfi til þess að byggja vélageymslu á byggingarreitnum skv. meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættir nr. A-101 og A-102 dags. 3. apríl 2008 í verki nr. 70311. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu byggingarleyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.

2.Íbishóll - Umsókn um byggingarleyfi, einbýli.

0804041

Íbishóll, Skagafirði, landnúmer 146044. Umsókn um byggingarleyfi. Magnús Bragi Magnússon kt. 111069-5739 eigandi jarðarinnar Íbishóls, sækir með bréfi dagsettu 27. mars sl. um heimild til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús á jörðinni, samkvæmt meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 7457, dags. 27. mars 2008. Á byggingarreitnum er fyrirhugað að byggja íbúðarhús á tveimur hæðum, 152 m2 að grunnfleti. Á fyrirhuguðum byggingarreit eru fyrir fjárhús og hlaða, sem verða rifin og fjarlægð. Skipulags- og byggingarnefnd veitti á fundi sínum þann 20. desember 2007 heimild til að fjarlægja umræddar byggingar. Afgreiðslu frestað þar til aðaluppdrættir liggja fyrir.

3.Raftahlíð 44 - Umsókn um byggingarleyfi, gróðurhús.

0804042

Raftahlíð 44, Sauðárkróki landnúmer 143632. Umsókn um byggingarleyfi. Svavar Sigurðsson kt 190669-5489 og Eva Jóhanna Óskarsdóttir kt 150472-2969 eigendur Raftahlíðar 44 sækja með bréfi dagsettu 8. apríl sl. um byggingarleyfi fyrir 18 m² gróðurhúsi á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi gögnum og byggingarlýsingu. Meðfylgjandi erindinu er yfirlýsing nágranna dagsett 7. apríl sl., þar sem fram kemur að þeir gera ekki athugasemdir við fyrirhugaðar framkvæmdir. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

4.Birkihlíð 39 - Umsókn um byggingarleyfi, viðbygging

0804040

Birkihlíð 39, Sauðárkróki, landnúmer 143215. Umsókn um breytingar og endurbætur. Kristín Snorradóttir kt. 191063-4149 og Þorvaldur E Þorvaldsson kt. 171064-5389 eigendur framangreindrar fasteignar sækja með bréfi dagsettu 6. apríl sl. um byggingarleyfi vegna breytinga og endurbóta á eigninni. Breytingar eru samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdrætti, gerðum á STOÐ ehf. verkfræðistofu, af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er dagsettur 24. mars 2008. Breytingar felast í stækkun hússins, breytingu á gluggum og innra skipulagi ásamt utanhússklæðningum. Í framkvæmdalýsingu á aðaluppdrætti er gert ráð fyrir að um tvo aðskilda byggingaráfanga sé að ræða. 1. áfangi felst í viðbyggingu við svefndeild hússins, breytingum á henni og endurbótum á eldhúsi og þvottahúsi. 2. áfangi er viðbygging við bílgeymslu og nýtt þak yfir núverandi bílgeymslu, viðbygging við stofu og endurbætur á þessum byggingarhlutum auk breytinga á skipulagi lóðar. Skipulags-og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið samkvæmt skipulags- og byggingarlögum og skal það kynnt eftirtöldum. Eigendum Birkihlíðar 12, 14, 16, 18, 29, 31 og 37.

5.Borgartún 4 - Umsókn um byggingarleyfi

0804039

Borgartún 4, Sauðárkróki, landnúmer 216113. Umsókn um byggingarleyfi. Óskar Halldórsson kt 010659-4509, fyrir hönd Hjólbarðaþjónustu Óskars ehf. kt 571298-3259, sækir með bréfi dagsettu 8. apríl sl. um byggingarleyfi fyrir geymsluhúsnæði á lóðinni. Framlagðir uppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrættir nr. A-101 og A-102 dagsettir 8. apríl 2008 í verki nr. 7461. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits.

6.Valadalur - Umsókn um byggingarleyfi, Einbýli.

0804034

Valadalur á Skörðum í Skagafirði, landnúmer 146074. Umsókn um byggingarleyfi, einbýli. Eiríkur Kristján Gissurarson kt. 060653-5859 og Stefán Gissurarson kt. 030157-2659, eigendur jarðarinnar Valadals á Skörðum, sækja með bréfi, mótteknu hjá byggingarfulltrúa 28. nóvember sl., um leyfi til að byggja íbúðarhús á jörðinni. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur dagsettur 29.11.07, gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, aðaluppdrættir gerðir af Reyni Sæmundssyni arkitekt, dags.15. mars 2008.Fyrir liggja samþykktir hlutaðeigandi aðila: Skipulagsstofnunar, Minjavarðar Nl. vestra og Vegagerðar.Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits.

7.Valadalur - Umsókn um byggingarleyfi, Geymsla.

0804037

Valadalur á Skörðum í Skagafirði, landnúmer 146074. Umsókn um byggingarleyfi, geymsluhúsnæði. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 6. desember 2007 og aftur 5. mars 2008. Eiríkur Kristján Gissurarson kt. 060653-5859 og Stefán Gissurarson kt. 030157-2659, eigendur jarðarinnar Valadals á Skörðum, sækja, með bréfi mótteknu hjá byggingarfulltrúa 28. nóvember sl., um leyfi til að byggja geymsluhús á jörðinni. Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur dagsettur 29.11.07, gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, aðaluppdrættir gerðir af Reyni Sæmundssyni arkitekt, dags. 15. mars 2008. Fyrir liggja samþykktir hlutaðeigandi aðila, Skipulagsstofnunar, Minjavarðar Nl. vestra og Vegagerðar. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits..

8.Ægisstígur 1 - Umsókn um byggingarleyfi

0804036

Ægisstígur 1, Sauðárkróki, landnúmer 143881. Umsókn um breytingar og endurbætur. Friðbjörn H. Jónsson kt. 120658-4099 fh. Jóhannesar Friðriks Hansen kt. 231225-3159 sem er eigandi framangreindrar fasteignar, sækir með bréfi dagsettu 10. apríl sl. um byggingarleyfi vegna breytinga og endurbóta á húseigninni. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir á STOÐ ehf. verkfræðistofu, af Braga Þór Haraldssyni, dags 10. apríl 2008. Breytingar felast í stækkun á kvisti. Erindið samþykkt.

9.Gránumóar, 143383 - Umsókn um byggingarleyfi

0804038

Gránumóar á Sauðárkróki, landnúmer 143383. Fóðurstöð Kaupfélags Skagfirðinga. Ágúst Andrésson kt. 110571-4889 f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt. 680169-5009 sækir með bréfi dagsettu 1. apríl sl. um byggingarleyfi fyrir meltutanki á lóð Fóðurstöðvarinnar. Meðfylgjandi uppdrættir upphaflega gerðir af Sigtryggi Stefánssyni og breytt af Vsv verkfræðistofu Jóni Ásmundssyni 14 mars 2008. Fyrir liggja umsagnir, Vinnueftirlits dagsett 10. apríl sl. og Heilbrigðiseftirlits dagsett 11. apríl. sl. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

10.Skógarstígur 1 - Umsókn um byggingarleyfi, útlitsbreyting.

0804045

Skógarstígur 1, Varmahlíð, landnúmer 146136. Umsókn um breytingar og endurbætur. Páll Dagbjartsson kt. 310848-4849, eigandi framangreindrar fasteignar, sækir með bréfi dagsettu 28. mars sl. um byggingarleyfi vegna breytinga og endurbóta á húseigninni samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Breytingar felast í að loka dyragati sem var aðalinngangur og stækka bakinngang sem verður aðalinngangur. Innra skipulag íbúðar breytist þessu samfara. Erindið samþykkt.

11.Reykir á Reykjaströnd - Umsókn um byggingarleyfi

0804052

Reykir á Reykjaströnd, landnúmer 145950. Umsókn um byggingarleyfi. Jón Eiríksson Drangeyjarjarl sækir með bréfi dagsettu 25. mars sl. um leyfi til að byggja búningsaðstöðu við baðlaugar í landi Reykja. Í erindi sínu vísar Jón til afgreiðslu Skipulags-og byggingarnefndar frá 3. maí 2007 og í þau gögn sem fylgdu umsókninni sem þá var afgreidd. Meðfylgjandi umsókninni eru aðaluppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249 og eru þeir dagsettir 25. mars 2008. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir Heilbrigðiseftirlits dagsett 3. apríl. sl. og Vinnueftirlits dagsett 10. apríl sl. Erindið samþykkt.

12.Víðigrund 2-4. - Umsókn um byggingarleyfi

0804056

Víðigrund 2-4 á Sauðárkróki, landnúmer 143833 - Umsókn um byggingarleyfi. Elsa Lind Jónsdóttir kt 150475-3259 og Jón Hjörtur Stefánsson kt 120468-5619 sækja með bréfi dagsettu 8. apríl sl.um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar til að klæða vesturgafl hússins og endurnýja glugga á gaflinum. Framlagðir uppdrættir gerðir af STOÐ ehf. verkfræðistofu, Magnúsi Ingvarssyni og eru þeir dagsettir 8. apríl 2008. Einnig meðfylgjandi afrit af fundargerð húsfélagsins dagsett 17.03.2008 þar sem fram kemur ákvörðun eigenda um fyrirhugaða framkvæmd. Erindið samþykkt.

13.Gilstún 22 - Umsókn um byggingarleyfi.

0804055

Gilstún 22 á Sauðárkróki, landnúmer 191419. Umsókn um byggingarleyfi. Rúnar Skarphéðinn Símonarson kt 300873-4729 eigandi framangreindrar eignar sækir með bréfi dagsettu 4. mars sl.um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar til að breyta utanhúsklæðningu frá áður samþykktum uppdráttum. Breytingin felst í að klæða húsið utan með Canexel klæðningu í stað þess að múrklæða húsið. Erindið samþykkt.

14.Stóra-Vatnsskarð 1 - Umsókn um byggingarleyfi, utanhússklæðning

0804053

Stóra-Vatnsskarð, Skagafirði landnúmer 146078. Umsókn um byggingarleyfi. Benedikt Benediktsson kt 070938-3599 eigandi framangreindrar eignar sækir með bréfi dagsettu 17. mars sl.um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar til að einangra og klæða utan íbúðarhúsið að Stóra-Vatnsskarði samkvæmt framlögðum gögnum. Klæðningarefni álklæðning á álgrind sem einangrað verður í með Steinull. Erindið samþykkt.

15.Stekkjadalir 1 - Umsókn um breytta notkun húsnæðis

0804050

Stekkjadalir 1, Sæmundarhlíð í Skagafirði, landnúmer 197457. Umsókn um breytta notkun húsnæðis. Friðbjörn Helgi Jónsson kt 120658-4099 eigandi framangreindrar eignar sækir með bréfi dagsettu 28. mars sl.um leyfi Skipulags- og byggingarnefndar til að breyta notkun iðnaðarhúss, sem stendur á landinu, í geymsluhúsnæði. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

16.Hofsstaðir - Umsókn um landskipti

0804051

Hofsstaðir í Viðvíkursveit í Skagafirði landnúmer 146408. Umsókn um landskipti og stofnun lögbýlis. Vésteinn Vésteinsson kt. 180942-4759, og Þórólfur Sigjónsson kt. 270165-4359 fh. Hofsstaða ehf. kt. 690307-1110, sækja, með vísan til IV. og V. kafla Jarðalaga, með bréfi dagsettu 24. mars sl. um heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 24.000 m² spildu út úr jörðinni ásamt því að stofna lögbýli á spildunni. Framlagður uppdráttur nr. 0822 dagsettur í mars 2008, gerður af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi, Hólum í Hjaltadal. Einnig meðfylgjandi umsögn héraðsráðunautar dagsett 26. mars sl. ásamt vottorði úr fyrirtækjaskrá sem dagsett er 18. mars sl. Á lóðinni sem verið er að stofna stendur einbýlishús með fastanúmer 214-2579 og bílskúr með matsnúmer 214-2580. Hlunnindi og lögbýlaréttur munu áfram tilheyra jörðinni Hofsstöðum, landnúmer 146408. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

17.Ósland - umsókn um landskipti og stofnun lögbýlis.

0804048

Ósland í Óslandshlíð í Skagafirði. Landnúmer 146578. Umsókn um landskipti og stofnun lögbýlis. Guðmundur Jónsson kt. 161262-7499 , sækir með vísan til IV. og V. kafla Jarðalaga, með bréfi dagsettu 20. mars sl. um heimild skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að skipta 30.000 m² spildu út úr jörðinni ásamt því að stofna lögbýli á spildunni. Framlagður uppdráttur nr. 0823 dagsettur í mars 2008, gerður af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi, Hólum í Hjaltadal. Einnig meðfylgjandi umsögn héraðsráðunautar dagsett 31. mars sl. ásamt þinglýsingarvottorði sem dagsett er 17. mars sl. Á lóðinni sem verið er að stofna standa tvö minkahús með matsnúmerin 214-3426 og 214-3427, byggð árin 1985 og 1986. Hlunnindi og lögbýlaréttur munu áfram tilheyra jörðinni Óslandi, landnúmer 146578. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

18.Utanverðunes - Minnisvarði um Jón Ósmann

0707002

Utanverðunes í Hegranesi, landnúmer 146400. Umsókn um leyfi til að setja upp minnisvarða um ferjumanninn Jón Ósmann. Fyrir liggur erindi áhugahóps um minnisvarða um ferjumanninn Jón Ósmann dagsett 10. apríl sl., undirritað af Sveini Guðmundssyni kt. 030822-4719. Fram kemur í erindinu að fyrirhugaðar framkvæmdir eru breytingar á áningarstað Vegagerðarinnar við Vesturós Héraðsvatna, uppsetning minnisvarða við áningarstaðinn, ásamt því að leggja gangstíg milli áningarstaðarins og gömlu brúarinnar yfir Vesturósinn. Framlagður yfirlitsuppdráttur gerður af ARKITEKT ÁRNA dagsettur í mars 2008. Á uppdrætti er yfirlýsing þar sem aðilar samþykkja fyrirhugaðar framkvæmdir og fyrirkomulag. Yfirlýsingin er undirrituð af Heiðbjörtu Pálsdóttur kt. 230751-3669 eiganda Utanverðuness og Jóni Magnússyni kt. 011154-2639 fh Vegagerðarinnar. Erindið samþykkt.

19.Skagfirðingabraut 29 - Umsögn um rekstrarleyfi.

0804049

Skagfirðingabraut 29, Sauðárkróki, landnúmer 143704. Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 31. mars sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Rósu Adólfsdóttur kt. 040457-3729 fh. SHELL-stöðvarinnar Skeljungs hf. kt 590269-1749 um leyfi til að reka veitingastofu og verslun í húsnæði fyrirtækisins á lóðinni nr. 29 við Skagfirðingabraut. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

20.Hesteyri 1 - Dögun Umsögn vegna starfsleyfis

0804044

Hesteyri 1, Sauðárkróki, landnúmer 143444. Erindi Heilbrigðiseftirlits. Með erindi dagsettu 3. apríl sl. óskar Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi eftir umsögn tæknisviðs Sveitarfélagsins varðandi fyrirhugaða stækkun rækjuverksmiðjunnar Dögunar úr 3.000 í 6.000 tonn. Skipulags-og byggingarnefnd vísar erindinu til Umhverfis-og Samgöngunefndar.

21.Egg land - Umsögn um rekstrarleyfi.

0804046

Egg í Hegranesi land landnúmer 146371. Félagsheimili Rípurhrepps kt. 480475-0119. Umsögn vegna rekstrarleyfis. Fyrir liggur beiðni frá embætti Sýslumannsins á Sauðárkróki dagsett 1. apríl sl., um umsögn Skipulags- og byggingarnefndar vegna umsóknar Sævars Einarssonar kt. 110762- 4459 um leyfi til reksturs svefnpokagistingar í samkomusal Félagsheimilis Rípurhrepps. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.

22.Mannvirki, 375. mál heildarlög - frumv.

0803006

Lögð fram til staðfestingar umsögn skipulags- og byggingafulltrúa um frumvarp til mannvirkjalaga.

23.Skipulagslög, 374. mál - frumv.

0803005

Lögð fram til staðfestingar umsögn skipulags- og byggingafulltrúa um frumvarp til skipulagslaga.

Fundi slitið.