Skipulags- og byggingarnefnd

416. fundur 04. nóvember 2021 kl. 16:00 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Sæunn Kolbrún Þórólfsdóttir skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Hraun I - Hraun II - Deiliskipulag

2111012

Fulltrúar Fljótabakka ehf. ásamt Kollgátu (arkitektastofa) óskuðu eftir fundi með nefndinni til að fara yfir fyrirhuguð uppbyggingaráform sín á svæðinu.
Frá Fljótabakka komu á fundinn á Teams: Ingólfur Freyr Guðmundsson (Kollgátu), Þorsteinn Guðmundsson og Haukur Sigmarsson.
Skipulags- og byggingarnefnd þakkar fulltrúum Fljótabakka fyrir kynninguna á fyrirhuguðum framkvæmdum þeirra á svæðinu.
Nefndin tekur jákvætt í erindið.

2.Krithóll I 146185 - Umsókn um landskipti

2110174

Björn Ólafsson kt. 310780-4219 þinglýstur eigandi jarðarinnar Krithóls I (landnr. 146185) Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7591-07, dags. 24. sept. 2021. Óskað er eftir því að lóðin fái heitið Lyngbrekka. Einnig er óskað eftir heimild til að leggja veg að lóðinni, sem mun liggja um land Krithóls I, og tengjast heimreið að bæjunum Krithóli I og II. Samþykki Vegagerðarinnar vegna vegarins liggur fyrir, dags. 22/9 2021, og er fylgigagn með umsókn þessari. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi vegna Krithóls I mun áfram fylgja landnúmerinu 146185. Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

3.Fagragerði 178658 - Umsókn um landskipti

2110207

Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landi Fagragerðis L178658. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Fagragerði (L178658) ? Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-10. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeiganda, Ástu Birnu Jónsdóttur kt. 310573-5909.
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

4.Fagranes 145928 - Umsókn um landskipti

2110208

Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landi Fagraness L145928. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Fagranes (L145928) Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-08 og W-09. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeigendum Birni Sigurði Jónssyni kt. 150269-4319 og Camillu Munk Sörensen kt. 301277-2029.
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

5.Fagranes land 178665 - Umsókn um landskipti

2110209

Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landinu Fagranes land L178665. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Fagranes land (L178665) Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-07. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeigendum, Brynjólfi Þór Jónssyni kt. 160378-5579 og Auði Ingu Ingimarsdóttur kt. 261185-2619
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

6.Meyjarland 145948 - Umsókn um landskipti

2110210

Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landi Meyjarlands L145948. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Meyjarland (L145948) Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-04. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeiganda, Höllu Guðmundsdóttur, kt. 140348-2879
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

7.Steinn 145959 - Umsókn um landskipti

2110211

Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landi Steins L145959. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Steinn (L145959) Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-05. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeiganda, Höllu Guðmundsdóttur, kt. 140348-2879
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

8.Steinn land 208710 - Umsókn um landskipti

2110214

Hjá embætti skipulagsfulltrúa Skagafjarðar liggur fyrir erindi Bertu Lindar hjá PACTA lögmönnum varðandi stofnun landspildu úr landinu Steinn land L208710. Framlagður uppdráttur „Reykjastrandavegur 748 Steinn land (L208710) Vegsvæði“, dagsettur 9. apríl 2021 gerður af Vegagerðinni og Stoð ehf Verkfræðistofu gerir grein fyrir erindinu. Teikning nr. W-06. Einnig fylgir erindinu eyðublað Þjóðskrár, F-550 umsókn um skráningu nýrrar landeignar í fasteignaskrá undirritað af landeigendum, Annemie J. M. Milissen, kt. 111083-2159 og Gústav Ferdinand Bentssyni, kt. 200372-5659
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

9.Litla-Gröf land 213680 - Umsókn um landskipti

2109313

Ómar B. Jensson kt. 190468-4299 og Vilborg Elísdóttir kt. 010171-3349 sækja fh. Gilsbúsins ehf. kt. 540502-5790 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Litla-Gröf L213680 um heimild til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 33.51 ha landspildu út úr landi jarðarinnar.
Landið sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 28.9.2021 gerður af Einari I. Ólafssyni kt. 150390-3389 hjá FRJ ehf. Uppdrátturinn er í verki nr. VV014.
Þá er sótt um leyfi Sveitastjórnar Skagafjarðar um lausn landspildunnar úr landbúnaðarnotkun.
Landskipti þessi samrýmast gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

10.Hróarsgötur - fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

2110221

Reiðveganefnd Hestamannafélagsins Skagfirðings óskar hér með, fyrir hönd reiðveganefndar Hestamannafélagsins Skagfirðings, eftir leyfi til að ráðast í hreinsun á svokölluðum Hróarsgötum sem er forn þjóðleið um Tindastól. Um er að ræða þann hluta leiðarinnar sem liggur ofan Veðramóts og að Skíðastöðum. Hróarsgötur eru merkt reiðleið á sveitarfélagsuppdrætti í tillögu að Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035.

Hróarsgötum "hefur ekki verið haldið við alllengi og hafa sums staðar fallið skriður yfir göturnar og spillt þeim", eins og segir í fornleifaskráningu Guðmundar Ólafssonar frá árinu 1998. Ætlunin er að ráða bót á og fara um göturnar með jarðýtu til að hreinsa skriður af götunum. Farið verður af aðgætni um svæðið og framkvæmdum hagað með þeim hætti að ekki verði ráðist í meira rask en þörf er á. Stefnt er að framkvæmdinni í september eða þegar leyfi hefur verið veitt fyrir henni. Vert er að halda þessari fornu þjóðleið við og tryggja að hún nýtist eins og gert er ráð fyrir í nýju aðalskipulagi.

Ekki komin inn tilskilin gögn og frestum því afgreiðslu.

11.Skólagata L146652 - Innkeyrsla á lóð, lóðarframkvæmdir - dsk

2110124

Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Sveitarstjórn að hafin verði vinna við gerð deiliskipulags fyrir leik- og grunnskólasvæðið (Skólagata L146652) á Hofsósi. Svæðið er skilgreint í tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 sem S-601 samfélagsþjónusta. Landnotkunin samræmis einnig núgildandi aðalskipulagi (merkt Þ-2.1 Hofsós skóli).

12.Kambur 146549 - Umsókn um framkvæmdarleyfi vegna endurheimt votlendis

2109320

Ingunn Sandra Arnþórsdóttir sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hönd Landgræðslunnar frá sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna fyrirhugaðarar framkvæmdar á endurheimt votlendis á jörðinni Kambi landnr. 146549 í sveitarfélaginu Skagafirði.
Minjastofnun fer fram á að tvær minjar verði merktar á framkvæmdatíma til að forða þeim raski en ekki gerðar aðrar athugasemdir. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið með þeim tilmælum sem bárust í umsögn frá Minjastofnunar. Þá bendir nefndin á að framkvæmdir skulu unnar í fullu samráði við hluteigandi landeigendur.

13.Hólagerði L146233 - framkvæmdaleyfi v.endurheimt votlendi

2109279

Ingunn Sandra Arnþórsdóttir sækir um framkvæmdaleyfi fyrir hönd Landgræðslunnar frá sveitastjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar vegna fyrirhugaðarar framkvæmdar á endurheimt votlendis á jörðinni Hólagerði landnr. 146233 í sveitarfélaginu Skagafirði. Engar athugasemdir bárust frá Minjastofnun vegna málsins. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Þá bendir nefndin á að framkvæmdir skulu unnar í fullu samráði við hluteigandi landeigendur.

14.Sauðárkrókur 218097 - Túnahverfi, opið svæði

2106050

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 25.ágúst síðastliðinn.
Sviðsstjóri Veitu- og framkvæmdarsviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar óskar eftir framkvæmdaleyfi fyrir reisingu leiksvæðis á svæði austan Gilstúns. Meðfylgjandi teikning, unnin af Stoð ehf. verkfræðistofu dagssett 7.okt 2021 og sýnir staðsetningu leiktækisins og einnig er meðfylgjandi velvild íbúa sem eiga aðliggjandi lóðir að opna svæðinu þar sem leiktækið mun standa. Leiktækin eru vottuð og af viðurkenndri gerð.
Nefndin frestar afgreiðslu.

15.Laufsalir - Miklihóll land 2 L221574. Deiliskipulag.

2008105

Auglýsingatíma deiliskipulagsins lokið. Fjórar jákvæðar umsagnir bárust og engar aðrar athugasemdir.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.


Þar sem engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna er því ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn sbr. 41. gr. skipulagslaga felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnun.

16.Skagfirðingabraut 51 - Ártorg 1 - Breyting á gildandi deiliskipulagi

2001053

Auglýsingatíma deiliskipulagsins lokið. Fjórar jákvæðar umsagnir bárust og engar aðrar athugasemdir.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.


Þar sem engar athugasemdir eru gerðar við tillöguna og ekki skylt að taka hana aftur til umræðu í sveitarstjórn sbr. 41. gr. skipulagslaga felur nefndin skipulagsfulltrúa að senda tillöguna Skipulagsstofnunar.

17.Fjárhagsáætlun 2022- Málaflokkur 09 Skip- og bygg.

2110008

Tekin fyrir fjárhagsáætlun fyrir árið 2022 fyrir málaflokk 09 (Skipulags- og byggingarsvið). Nefndin telur að gera þurfi ráð fyrir einhverjum fjárútlátum vegna vinnu við aðalskipulag sem nú er enn í vinnslu (nóv ´21). Miðað við fyrirliggjandi fjölda deiliskipulaga þyrfti að færa áætlaða upphæð aftur í sömu upphæð og lagt var upp með fyrir fjárhagsáætlun fyrir 2021.

Fundi slitið.