Skipulags- og byggingarnefnd

388. fundur 14. október 2020 kl. 13:30 - 16:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Alex Már Sigurbjörnsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 - Endurskoðun

1812032

Vinnslutillaga vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2020-2035 var kynnt með auglýsingu skv. 2.mgr. 30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010, þann 1. júlí 2020 og var umsagnar og athugasemdafrestur til og með 21 ágúst 2020. Nokkrar athugasemdir og umsagnir bárust. Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir athugasemdir og umsagnir. Fulltrúi VSÓ Ráðgjafar kynnti drög að viðbrögðum við framkomnum athugasemdum.
Skipulags- og byggingarnefnd felur skipulagsfulltrúa að vinna viðbrögð við athugasemdum í samræmi við ábendingar og umræðu nefndarinnar og senda til þeirra sem gert hafa athugasemdir.

2.Aðalgata 16B - Umsókn um deiliskipulagsbreytingu

2009136

Sigurgísli E. Kolbeinsson f.h. Kaupfélags Skagfirðinga kt.680169-5009, skráður eigandi að Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, leggur fram tillögu að óverulegri breytingu á gildandi deiliskipulagi gamla bæjarins á Sauðárkróki. Breytingin fellst í að húsnæðinu Aðalgötu 16B, sem áður var minjasafn verði breytti í gistiaðstöðu. Þá felur breytingin í sér að lóð er stækkuð úr 1398,7 m2 í 1461,3 m2 og er byggingarreitur stækkaður bæði til norðurs og suðurs. Breytingartillagan er unnin af Verkís hf.
Tillagan er talin hafa jákvæð áhrif á nálæga starfsemi við Aðalgötu og Strandgötu.
Þá er tillagan ekki talin hafa veruleg áhrif á nærliggjandi íbúðarhús við Freyjugötu. Húsið aðalgata 16B er skilgreint í greinargerð um „Verndarsvæði í byggð“ með lágt verndargildi. Skipulags- og byggingarnefnd telur tímabært að hefja hið fyrsta endurskoðun á gildandi deiliskipulagi „gamla bæjarins“ á Sauðárkróki, enda er það víða ekki í samræmi við núverandi ástand.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tillöguna sem óverulega breytingu á gildandi deiliskipulagi, í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123.2010, og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna tillöguna.

3.Krithóll II (189508) - Umsókn um landskipti

2010059

Ólafur Björnsson kt. 220149-7499, þinglýstur eigandi jarðarinnar Krithóls II (landnr. 189508) Skagafirði, óskar eftir leyfi til þess að skipta þremur spildum úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi uppdrætti unnum af Stoð ehf verkfræðistofu.
Óskað er eftir því að spildurnar þrjár fái heitin Krithóll II A, Krithóll II B og Krithóll II C.
Krithóli II A mun fylgja íbúðarhús með fastanúmer F2251259, merking 03-0101. Á spildunum Krithóli II B og II C er nytjaskógrækt, skv. samningum þar um. Lögbýlaréttur vegna Krithóls II, fylgir landnúmerinu 189508.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

4.Skarðseyri 5 - Umsókn um stofnun lóðar

2010054

Stefán Logi Haraldsson f.h. Steinullar hf, kt. 590183-0249, leggur fram umsókn um stofnun 32 m2 lóðar, úr lóðinni Skarðseyri 5, L143723. Til stendur að RARIK reisi á nýrri lóð, dreifi- og rofastöð, vegna endurnýjunar háspennustrengs að steinullarverksmiðjunni. Meðfylgjandi gögn, unnin af RARIK.
Skipulags- og byggingarnefnd frestar afgreiðslu máls og óskar eftir ítarlegri gögnum.

5.Gilstún 1-3. Fyrirspurn um tegund húss á lóð

2010101

Hörður Snævar Knútsson kt.171273-4189 f.h., K-taks kt. 630693-2259, leggur fram tillögu að parhúsateikningu á byggingarreitinn Gilstún 1-3 á Sauðárkróki. Óskað er afstöðu skipulags- og byggingarnefndar á þeirri tillögu.
Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið, en telur nauðsynlegt að tillagan verði grenndarkynnt í samræmi við 40. gr skipulagslaga nr. 123.2010, áður en byggingarleyfisumsókn kemur til afgreiðslu byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 16:30.