Skipulags- og byggingarnefnd

385. fundur 09. september 2020 kl. 15:00 - 16:15 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
 • Einar Eðvald Einarsson formaður
 • Regína Valdimarsdóttir varaform.
 • Álfhildur Leifsdóttir ritari
 • Alex Már Sigurbjörnsson varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
 • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
 • Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Fundargerð ritaði: Rúnar Guðmundsson skipulagsfulltrúi
Dagskrá

1.Melatún 1 - Umsókn um lóð

2009051

Anton Kristinn Þórarinsson kt. 140379-4339, sækir um að fá úthlutaðri lóðinni Melatúni 1 á Sauðárkróki, til byggingar íbúðarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.

2.Melatún 7 - Umsókn um lóð

2009018

María Ósk Steingrímsdóttir kt. 070493-3229 og Jón Páll Júlíusson kt. 070182-3869 sækja um að fá úthlutaðri lóðinni Melatún 7, til byggingar íbúðarhúss.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að úthluta lóðinni til umsækjenda.

3.Staðarhof - Umsókn um byggingarreit

2009019

Atli Gunnar Arnórsson f.h. landeigenda Staðarhofs í Skagafirði, landnr. 230392, óskar eftir heimild til að stofna byggingarreiti á jörðinni, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti sem unninn er af Stoð ehf. verkfræðistofu. Á byggingarreitum er fyrirhugað að reisa íbúðarhús, hesthús, vélageymslu og frístunda¬hús. Samhliða stofnun byggingarreitanna er sótt um heimild til lagningar vega skv. uppdrættinum, þar með talin heimreið frá Sauðárkróksbraut. Jákvæð umsögn Vegagerðarinnar liggur fyrir vegna aðkomuvegar að svæðinu. Deiliskipulagsferli er hafið fyrir svæðið.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt, að fenginni jákvæðri umsögn minjavarðar.

4.Lónkot 146557 - Umsókn um staðfest landamerki og landskipti.

2008027

Ólöf Margrét Ólafsdóttir kt. 050644-4729 og Jón Torfi Snæbjörnsson kt. 270541-3059 eigendur Lónkots L146557 leggja fram hnitasettan afstöðuppdrátt sem sýnir afmörkun jarðarinnar Lónkots. Eigendur aðliggjandi jarða, Glæsibæjar L146524, Róðhóls L146580 og Höfða L146547 hafa undirritað samþykki sitt fyrir landamerkjum Lónkots. Þá óska landeigendur Lónkots eftir heimild til að skipta 39.1 ha spildu úr landi jarðarinnar, og er óskað eftir að ný spilda fái heitið Lónkot 2. Lögbýlaréttur fylgir áfram Lónkoti L146557.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

5.Raftahlíð 59 - Umsókn um breikkun innkeyrslu

2006085

Alda Snæbjört Kristinsdóttir kt. 070768-5269 og Jón Daníel Jónsson kt. 120968-3439, leggja fram fyrirspurn, um hvort heimild fáist til að breikka innkeyrslu við Raftahlíð 59 á Sauðárkróki. Saga þarf niður steyptan vegg að hluta, um ca 2.6m.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Óska skal eftir umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs vegna málsins.

6.Miklihóll land 2 L221574. Deiliskipulag.

2008105

Knútur Aadnegard leggur fram skipulagslýsingu dagsetta 5.8.2020, fyrir "Laufsali". Deiliskipulagið tekur til um 21ha svæðis og afmarkast að vestan af landamerkjum Laufhóls, að norðan af landamerkjum Ásgarðs, að austan með Siglufjarðarvegi (76) og að sunnan af Laufhólsvegi (7762). Fyrir er á svæðinu eitt heilsárshús og er áætlað að byggja annað heilsárshús, auk aðstöðuhúss og einbýlishúss. Aðkoma að svæðinu er um aðkomuveg af Siglufjarðarvegi.
Skipulags- og byggingarnefnd mælist til að sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki fyrirliggjandi lýsingu dagsetta 5.8.2020. Skipulagsfulltrúa er falið að senda Skipulagsstofnun lýsinguna til umsagnar skv. 3. mgr. 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og kynna lýsinguna almenningi skv. sömu grein skipulagslaga.

7.Miklihóll land 2 - Umsókn um nafnleyfi.

2008247

Knútur Aadnegard kt. 020951- og Brynja Kristjánsdóttir kt. 301151-2929, eigendur lóðarinnar Miklihóll lan 2, L221574, óska eftir breyttu heiti landeignarinnar, og að landið fái heitið Laufsalir.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt.

8.Ægisstígur 10 - Umsókn um innkeyrslu og bílastæði

2009052

Helga Júlíana G. Steinarsdóttir Kt: 111163-4729 og Tryggvi Ólafur Tryggvason Kt. 090165-5269, sækja um leyfi til að gera bílastæði vestan við húsið, með aðkomu frá Ægisstíg 10, á Sauðárkróki, samkvæmt meðfylgjandi gögnum.
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið eins og það er fyrir lagt. Óska skal eftir umsögn sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs vegna málsins.

9.Samráð; Áform um frumvarp til laga um breytingu á skipulagslögum nr. 123 2020

2008199

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til breytinga á skipulagslögum nr. 123/2010. Breytingarnar á skipulagslögum fela það í sér að heimilt verði að skipa sérstaka stjórnsýslunefnd sem hefur það hlutverk að taka sameiginlega skipulagsákvörðun sem nær til einnar framkvæmdar vegna flutningskerfis raforku, þvert á sveitarfélagsmörk. Meginhlutverk nefndarinnar yrði undirbúningur og samþykkt skipulagsákvörðunar vegna framkvæmdarinnar, útgáfa sameiginlegs framkvæmdaleyfis og yfirumsjón með eftirliti með framkvæmdinni. Slík nefnd væri skipuð fyrir hverja og eina framkvæmd í senn. Þá verður kveðið á um styttan umsagnarfrest við afmarkaðar breytingar á deiliskipulagi með það að markmiði að auka skilvirkni í stjórnsýslu vegna uppbyggingar íbúðarhúsnæðis. Þá eru áformaðar breytingar í þeim tilgangi að tryggja lagalegar forsendur fyrir stafrænni skipulagsgátt. Umsagnarfrestur er 10.09.2020. Lagt fram til kynningar.

10.Áform um frumvarp til laga um breytingar á lögum nr. 1062000 um mat á umhverfisáhrifum (leyfi til bráðabirgða)

2009054

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið áformar að leggja fram frumvarp til breytinga á lögum nr. 106/2000 um mat á umhverfisáhrifum. Þá er áformað að í frumvarpinu verði einnig lögð til breyting á lögum nr. 7/1998 um hollustuhætti og mengunarvarnir.
Áformað er að leggja til breytingu á lögum nr. 106/2000 um að leyfisveitandi geti í undantekningartilvikum, ef leyfi fyrir framkvæmd hefur verið fellt úr gildi vegna annmarka á mati á umhverfisáhrifum og sérlög sem um framkvæmdina gilda veita tímabundnar heimildir til framkvæmdar, veitt leyfi til bráðabirgða að uppfylltum tilteknum skilyrðum, m.a. að fullnægjandi umsókn um endanlegt leyfi liggi fyrir hjá leyfisveitanda og unnið verði að því að bæta úr annmörkum á mati á umhverfisáhrifum framkvæmdarinnar meðan umsóknin er til meðferðar. Þá verður að meta umhverfisáhrif frá upphafi framkvæmdar.
Áformað er einnig að leggja til breytingu á lögum nr. 7/1998 að fella niður heimild ráðherra til að veita tímabundnar undanþágur frá starfsleyfi og þess í stað verði leyfisveitendum veitt heimild til útgáfu leyfis til bráðabirgða í undantekningatilvikum, að uppfylltum nánari skilyrðum. Tryggja skal aðkomu og kærurétt almennings í ferlinu.
Umsagnarfrestur er til 17.09.2020. Umsagnir eru birtar jafnóðum og þær berast. Niðurstöður samráðsins verða birtar þegar unnið hefur verið úr þeim ábendingum og athugasemdum sem berast. Lagt fram til kynningar.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108

2008008F

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108 Ingimar Jóhannsson kt. 091049-4149 sækir f.h. Sauðárkrókskirkju um leyfi til að byggja skábraut til bráðabirgða við Safnaðarheimili Sauðárkrókskirkju að Aðalgötu 1, ásamt því að laga aðgengismál Safnaðarheimilisins.
  Framlagður uppdráttur er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Magnúsi Frey Gíslasyni kt. 051084-3149. Uppdráttur er í verki 640405, númer A-100 dagsettur 5. júní 2020.
  Fyrirliggur jákvæð umsögn Minjastofnunnar Íslands, dagsett 13. maí 2020, ásamt samþykki eiganda Skógargötu 13, dagsett 4. júní 2020.
  Byggðarráð Skagafjarðar hefur fjallað um erindið í samræmi við lög nr 87/2015.

  Erindi samþykkt, byggingarleyfi veitt.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108 Sigurgísli E. Kolbeinsson, kt. 151157-4919 sækir f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, eigenda Aðalgötu 16b á Sauðárkróki, um leyfi til að breyta húsnæðinu sem áður hýsti minjasafn í gistiheimili.
  Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir Verkís hf. verkfræðistofu af Magnúsi Ingvarssyni kt. 171160-3249. Uppdrættirnir eru í verki 20027, númer C41.000 A til C41.004 A, dagsettir 4. maí 2020.
  Byggðarráð Skagafjarðar hefur fjallað um erindið í samræmi við lög nr 87/2015.
  Byggingaráform samþykkt.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108 Tekin fyrir umsókn Gunnars Kr. Sigmundssonar fh. Olíudreifingar ehf., frá 28.02.2020 þar sem m.a. er sótt um niðurrif mannvirkja á lóðinni Eyrarvegur L143293, sem eru, 16,8m² geymsluhúsnæði, Mhl 05 og 5,6m² dæluhús, Mhl 06. Byggingarfulltrúi heimilar niðurrif framangreindra mannvirkja.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108 Kári Björn Þorsteinsson, kt.141174-5769 og Sigríður Ellen Arnardóttir, kt. 090179-4119 sækja um leyfi til að byggja einbýlishús á landinu Móberg, L229512 í Hegranesi. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Ingvari Gýgjari Sigurðarsyni, kt. 020884-3639. Uppdrættir eru í verki 3094, númer A-101, A-102, A-103 og A-104, dagsettir 12. júlí 2020. Byggingaráform samþykkt.

 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108 Magnús Hauksson hjá Öryggisfjarskiptum ehf. (112), sækir um leyfi til að staðsetja forsmíðað smáhýsi undir vararafstöð á lóð Miðgarðs - menningarhúss.
  Framlagður uppdráttur gerður á VGS verkfræðistofu af Guðjóni þ. Sigfússyni, kt. 020162-3099. Uppdráttur er í verki 20004, númer 100, dasettur 17.03.2020,
  ásamt afstöðumynd sem gerð er af umsækjanda, dagsett 10.08.2020.
  Erindi samþykkt, byggingarleyfi veitt.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108 Efemía Guðbjörg Björnsdóttir, kt. 0812584659 og Steinar Guðvarður Pétursson, kt. 1009603469 sækja um leyfi til að einangra og klæða utan íbúðarhús sem stendur á lóðinni númer 3 við Freyjugötu. Fyrirhuguð er framkvæmd tilkynningarskyld sbr. c lið 2.3.5 gr. byggingarreglugerðar 112/2012. Erindið samþykkt.

 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108 Guðmundur Haukur Þorleifsson sækir um leyfi til að byggja, smáhýsi, pall og skjólvegg á austurmörkum lóðarinnar númer 21 við Hólaveg, ásamt því að koma fyrir setlaug á lóðinni. Framlögð gögn gera grein fyrir erindinu.
  Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108 Snorri Stefánsson, kt.18088-13019 sækir um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 10 við Bárustíg. Breytingin fellst í að fjarlægja kvist af þaki hússins og koma fyrir tveimur þakgluggum. Framlögð gögn gera grein fyrir umbeðnum breytingum. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.
 • Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 108 Inga Rún Ólafsdóttir, kt. 210792-2609 og Björgvin Taylor Ómarsson, kt. 041189-3049 sækja um leyfi til að byggja pall, skjólveggi og koma fyrir setlaug ásamt því að byggja skjólgirðingu á norðurmörkum lóðarinnar númer 1 við Skólastíg. Umbeðin framkvæmd er á lóð fjöleignarhúss. Fyrir liggur samþykki eigenda íbúðar með fasteignanúmerið F2132213. Framlögð gögn árituð af lóðarhöfum aðliggjandi lóða gera grein fyrir erindinu. Erindið samþykkt, byggingarleyfi veitt.


Fundi slitið - kl. 16:15.