Skipulags- og byggingarnefnd

368. fundur 24. mars 2020 kl. 15:15 - 16:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen skipulagsfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
  • Rúnar Guðmundsson
Fundargerð ritaði: Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulagsfulltrúa
Dagskrá
Álfhildur Leifsdóttir, Jón Örn Berndsen og Rúnar Guðmundsson tóku þátt í fundinum gegnum fjarfundarbúnað.

1.Dalvíkurbyggð Endurskoðun aðalskipulags 2020

2003018

Börkur Þór Ottósson sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs Dalvíkurbyggðar óskar, vegna endurskoðunar á aðalskipulagi Dalvíkurbyggar 2008-2020, eftir umsögn um skipulags- og matslýsingu verkefnisins, áfangaskýrsla 1.
Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við erindið.

2.Neðri-Ás 2 lóð 3 Umsókn um stofnun og afmörkun lóða

2003122

Svanbjörn Jón Garðarsson kt. 140350-2659 eigandi að frístundalandi úr landi Neðra-Áss í Hjaltadal, landnúmer 223410, óskar eftir afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar á eftirfarandi.
Samþykkt verði stofnun og heiti lóðanna Ásvegur 6 og Ásvegur 9 eins og þær eru sýndar á meðfylgjandi uppdrætti og lóðarblöðum. Lóðin Ásvegur 6 verður 6464 ferm. Lóðin Ásvegur 9 verður 1089 ferm.
Þá er óskað eftir að skipulags- og byggingarnefnd og sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar samþykki hnitsetta afmörkun og ný heiti lóðanna Neðri- Ás 2 lóð, landnúmer 146479, Neðri-Ás 2 lóð 4 landnúmer 187516 og Neðri-Ás 2 lóð 5 landnúmer 146480.
Neðri- Ás 2 lóð, landnúmer 146479, verður 4464 ferm og fær heitið Ásvegur 2
Neðri- Ás 2 lóð 4, landnúmer 187516 er 750 ferm. Verður 1174 ferm og fær heitið Ásvegur 7
Neðri- Ás 2 lóð 5, landnúmer 146480 er 2744 ferm Verður 4463 ferm og fær heitið Ásvegur 4.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

3.Minni-Grindill lóð 146859 - Lóðarmál

2003161

Tryggvi Már Ingvarsson kt. 040977-3259, f.h. Björns Valdimarssonar kt. 090155-7099, Bjarnheiðar K. Guðmundsdóttur kt. 010548-2339, Bjarkar Guðmundsdóttur kt. 050653-7819, Þórunnar Guðmundsdóttur kt. 130949-2239 og Sjafnar Guðmundsdóttur kt. 170955-3829 leggur fram hnitasettan uppdrátt ásamt greinargerð með yfirlýsingu um eignamörk/afmörkunar á lóðinni Minni-Grindill lóð 146859.
Stærð og afmörkun lóðarinnar Minni-Grindill lóð 146859 samþykkt eins og grein er fyrir henni gerð í fyrirliggjandi greinargerð sem dagsett er 21. febrúar 2020.

4.Melatún 2 Sauðárkróki skil á lóð.

2003143

Á 364. Fundi Skipulags- og byggingarnefndar Sveitarfélagsins Skagafjarðar þann 16. apríl 2019 var Sverri Þór Kristjánssyni kt. 290560-2419 úthlutuð lóðin Melatún 2 á Sauðarkróki, fyrir einbýlishús. Staðfest í sveitarstjórn 24.apríl 2019. Fyrir liggur staðfest og undirritað samkomulag dags. 13. mars 2020 á milli aðila um að Sverrir Þór skili inn lóðinni til sveitarfélagsins. Aðilar eru sammála um að hvorugur aðili hafi kröfu á hinn vegna málsins.
Skipulag- og byggingarnefnd samþykkir fyrirliggjandi samkomulag.

5.Marbæli 146058 - Umsókn um landskipti

2002259

Ingi Björn Árnason kt. 310381-3579, leggur fram umsókn dags. 24.2.2020, f.h. Marbælis ehf kt. 700402-5840, um heimild til að stofna 10.344,5 m2 lóð/landspildu úr landi Marbælis L146058. Óskað er eftir að spildan fái heitið Lindholt. Meðfylgjandi gögn eru afstöðuuppdráttur nr. S01 úr verki 787301 útg. 6. nóvember 2019. unnin af Stoð verkfræðistofu. Aðkoma að nýrri lóð/landspildu mun liggja um land Marbælis L146058. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Birgðastöð Olíudreifingar við Eyrarveg 143293 Umsókn um að fjarlægja mannvirki.

2003095

Gunnar Kr. Sigmundsson verkefnastjóri hjá Olíudreifingu ehf. Kt. 660695-2069 leggur fram umsókn um leyfi til að fjarlægja eftirfarandi fasteignir sem staðsettar eru sem birgðastöð félagsins við Eyrarveg á Sauðárkróki:
a) 622,4m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T00824, Fastanr. 213 1421. Mhl 01-010101
b) 161,9m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0020, Fastanr. 213 1421. Mhl 07-010101
c) 358,2m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0021, Fastanr. 213 1421. Mhl 04-010101
d) 537,1m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0083, Fastanr. 213 1421. Mhl 02-010101
e) 466,1m3 ofanjarðar-geymir/tankur með merkinguna T0162, Fastanr. 213 1421. Mhl 03-0101
f) 16,8m2 geymsluhúsnæði, fastanr. 213 1421. Mhl 05-0101
g) 5,6m2 dæluhús fastanr. 213 1421. Mhl 06-0101
Þá er óskað eftir leyfi til að fjarlægja allar ofanjarðar eldsneytislagnir stöðvarinnar.
Allt lagnakerfi frá bryggju inn að stöð verður tæmt af eldsneyti og lagnir hreinsaðar.
Ekki er gert ráð fyrir að fjarlægja lagnir sem eru neðanjarðar.
Öryggisgirðing umhverfis svæðið verður ekki fjarlægð að svo stöddu.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að Olíudreifing ehf. geri nánari grein fyrir fyrirhuguðum framkvæmdum og viðbúnaði ef í ljós kemur að olíumengun reynist vera í kringum eða undir tönkum sem verða fjarlægðir. Þá er sömuleiðis óskað eftir að Olíudreifing ehf. skili inn yfirlýsingu frá Umhverfisstofnun varðandi það sjónarmið Olíudreifingar ehf. að umbeðin framkvæmd sé hvorki háð starfsleyfi, né ákvæði greinar 1.5. í starfsleyfi fyrir olíubirgðastöð Olíudreifingar ehf á Sauðárkróki.

7.Egg 146368 - Umsókn um framkvæmdaleyfi til skógræktar

2002260

Davíð Logi Jónsson kt. 300188-2819 og Embla Dóra Björnsdóttir kt. 290486-2629 eigendur lögbýlisins Egg L146368 leggja fram umsókn um framkvæmdaleyfi vegna fyrirhugaðrar nytjaskógræktunar á um 28,3ha svæði í landi jarðarinnar. Um er að ræða stækkun á svæði sem í hefur verið gróðursett samtals 34 ha. Heildarstærð skógræktarsvæðis verður því um 59,3ha. Umrætt svæði er skilgreint í gildandi aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 sem landbúnaðarland. Svæðið nýtur ekki sérstakrar náttúruverndar og hefur ekki verið skoðað með tilliti til skráningu eða leitar að fornminjum.
Nefndin frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir að lögð verði fram umsögn Minjavarðar og Vegagerðarinnar.

8.Knarrarstígur 1 Sauðárkróki - lóð

2003209

Fyrir liggur, til kynningar, lóðarblað vegna lóðarinnar Knarrarstígur 1 á Sauðárkróki. Vinnudrög unnin af Stoð ehf og skipulagsfulltrúa.
Skipulagsfulltrúa falið að vinna málið áfram.

9.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 101

2003007F

101. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 16:20.