Skipulags- og byggingarnefnd

356. fundur 10. september 2019 kl. 15:00 - 17:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun

1812032

Vinnufundur um aðalskipulagsvinnuna, skólaverkefni og íbúafund. Stefán Gunnar Thors skipulagsráðgjafi tók þátt í fundinum gegn um síma

2.Suðurgata 18 - Umsókn um byggingarleyfi

1802268

Tekið fyrir erindi Friðbjörns H. Jónssonar fyrir hönd F-húsa þar sem óskað er eftir heimild til að gera tvær íbúðir í einbýlishúsinu að Suðurgötu 18 og breyta útliti þess. Erindið hefur áður verið afgreitt úr skipulags- og byggingarnefnd. Með bréfi frá Friðbirni H. Jónssyni sem var kynnt nefndinni 14. janúar síðastliðinn óskar hann eftir að málið verði aftur tekið til umfjöllunnar. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála um að endurskoða afstöðu sína og leyfa umræddar breytingar að uppfylltum skilyrðum byggingarreglugerðar. Jón Örn vék af fundi við afgreiðslu þessa liðar.

Fundi slitið - kl. 17:00.