Skipulags- og byggingarnefnd

354. fundur 13. ágúst 2019 kl. 13:00 - 14:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Álfhildur Leifsdóttir ritari skipulags- og byggingarnefndar
Dagskrá

1.Kjarvalsstaðir 146471, Kjarvalsstaðir lóð 219448, Nautabú 146475 - Umsókn um staðfestingu landamerkja og afmörkun lóðar.

1906287

þinglýstir eigendur jarðanna Nautabú, landnúmer 146475, Kjarvalsstaðir, landnúmer 146471 og iðnaðar- og athafnalóðarinnar Kjarvalsstaðir lóð, landnúmer 219448, óska eftir staðfestingu skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Skagafjarðar á hnitsettum landamerkjum á milli jarðanna, eins og þau eru sýnd á meðfylgjandi afstöðuuppdráttum nr. S01 og S02. Meðfylgjandi er landamerkjayfirlýsing árituð af hlutaðeigandi um ágreiningslaus landamerki.
Þá óska landeigendur Kjarvalsstaða lóðar, landnr. 219448, eftir því að breyta afmörkun lóðarinnar til samræmis við hnitsett landamerki milli Kjarvalsstaða lóðar og Nautabús. Jafnframt verði suðurmerki lóðarinnar færð í miðlínu Hólavegar (767) skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S02. Fyrir breytingu er Kjarvalsstaðir lóð 15,5 ha. að stærð en eftir breytingu verður lóðin 15,75 ha. að stærð.
Framlagðir afstöðuppdrættir nr. S01 og S02, í verki 782202, dags. 19. júní 2019 unnir á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni gera grein fyrir erindinu.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

2.Mælifellsá 146221 - Umsókn um landskipti

1908034

Margeir Björnsson kt. 190138-2079, þinglýstir eigandi jarðarinnar Mælifellsár, landnúmer 146221, óska eftir heimild til að stofna 7067,0 m² lóð úr landi jarðarinnar sem Mælifellsá 2. Framlagður afstöðuppdráttur nr. A1001-001-U01, dags. 29. júlí 2019 gerður af Hrafnhildi Brynjólfsdóttur skipulagsfræðingi gerir grein fyrir erindinu.
Innan lóðarinnar sem verið er að stofna stendur 96,5m² frístundahús, MHL 05 á jörðinni Mælifellsá 146221.
Óskað er eftir lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum. Lögýlarétturinn fylgir áfram Mælifellsá, landnr. 146221.
Fram kemur í erindinu að umrædd spilda liggi að hluta að landamerkjum Syðri-Mælifellsár landnúmer 146222, tekur nefndin ekki afstöðu til þeirra landamerkja þar sem ekki liggur fyrir staðfesting hlutaðeigandi á landamerkjum jarðanna en samþykkir erindið að öðru leiti.

3.Fljót reiðvegamál - fyrirspurn

1908032

Lagt fram erindi Arnþrúðar Heimisdóttur dagsett 31. júlí 2019. Skipulags- og byggingarnefnd gerir sér grein fyrir vandamálinu og er reiðubúin að koma að lausn málsins. Framundan er vinna við endurgerð aðalskipulagsins og þar verður m.a. lögð áhersla á skipulag reiðleiða. Í þeirri vinnu vill skipulags- og byggingarnefnd eiga samráð við landeigendur og hagsmunaaðila víðs vegar í héraðinu.

4.Víðimelur lóð 205371 - Umsókn um nafnleyfi

1908006

Amalía Árnadóttir kt. 290853-3119 og Hafsteinn Harðarson kt. 140354-3929, þinglýstir eigendur landsins Víðimelur lóð, landnúmer 205371 ásamt íbúðarhúsi sem á landinu stendur óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að nefna landið Reynimel.
Erindið samþykkt.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 92

1908004F

92. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 14:00.