Skipulags- og byggingarnefnd

352. fundur 18. júlí 2019 kl. 09:00 - 10:12 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Sauðárkrókslína 1 og 2 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

1906279

Jens Kristinn Gíslason verkefnisstjóri hjá Landsnet sækir fh. Landsnets hf., um framkvæmdaleyfi fyrir lagningu 66 kV jarðstrengs, Sauðárkrókslínu 2, sem er um 23 km jarðstrengur milli Varmahlíðar og Sauðárkróks. Jafnframt er sótt um framkvæmdaleyfi fyrir Sauðárkrókslínu 1, sem er 1,2 km 66 kV jarðstrengur milli fyrirhugaðs tengivirkis við Borgarteig 10b og tengivirkis ofan Kvistahlíðar. Sótt eru um leyfin á grundvelli 13 gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og reglugerðar um framkvæmdaleyfi nr. 772/2016. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til að framkvæmdaleyfi verið veitt og að skipulags- og byggingarfulltrúa verði falið að gefa út framkvæmdaleyfi að fengnu samþykki sveitarstjórnar.

2.Efri-Ás (146428) - Umsókn um byggingarreit.

1907034

Heiðbjört Hlín Stefánsdóttir kt.130972-5439 og Árni Sverrisson kt.241069-5759, þinglýstir eigendur jarðarinnar Efri-Ás, landnúmer 146428, óska eftir heimild til að stofna 1.050 m² byggingarreit á landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 721402 útg. 2. júlí 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni. Um er að ræða byggingarreit fyrir nýtt íbúðarhús. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fenginni umsögn minjavarðar.

3.Minni-Þverá (146861) - Umsókn um landskipti.

1907036

Iðunn Ósk Óskarsdóttir kt. 220781-4969 þinglýstur eigandi jarðarinnar Minni-Þverá, landnúmer 146861, óskar eftir heimild til að stofna 1.955,6 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Minni-Þverá 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 786201 útg. 28. maí 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.
Innan merkja fyrirhugaðrar spildu er matshluti 05 á jörðinni Minni-Þverá sem er 329 m² fjárhús með áburðarkjallara. Matshluti þessi skal fylgja útskiptri spildu. Erindið samþykkt.
Yfirferðarréttur að Minni-Þverá 1 er um vegarslóða í landi Minni-Þverár, landnr. 146861 samkvæmt afstöðuuppdrætti nr. S01. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Minni-Þverá, landnr. 146861.

4.Gautastaðir 146797 - Umsókn um landskipti

1906177

Birgir Gunnarsson kt. 050263-5419, f.h. þinglýstra landeigenda jarðarinnar Gautastaðir, landnúmer 146797, óskar eftir heimild til að stofna 3480 m² spildu úr landi jarðarinnar, sem „Gautastaðir 1“, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 784902 útg. 11. apríl 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni.Þá er óskað eftir því að útskipt spilda verði tekin úr landbúnaðarnotkun.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Gautastöðum, landnr. 146797. Erindið samþykkt.

5.Hofsós 218098 - Umsókn um uppsetningu auglýsingarskilta

1907002

Svava Ingimarsdóttir kt. 121170-3619 óskar eftir heimild til að setja niður auglýsingarskilti í Hofsósi, við Hofsósbraut gengt deildardalsvegi, Á gatnamótum Hofsósbrautar og Siglufjarðarvegar gengt Höfðastrandarvegi og norðar sundlaugarinnar. Skiltin eru 1m á hæð og 2m breið. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar, að fengnu leyfi Vegagerðarinnar, staðsetningu skilta við gatnamót Hofsósvegar nr 77 og Siglufjarðarvegar samkvæmt umsókn, en hafnar staðsetningu skiltis á lóð norðan sundlaugar þar sem skipulags- og byggingarnefnd telur ekki æskilegt að hafa slík auglýsingarskilti innan íbúðabyggðarinnar.

6.Lindargata 13 - Umsókn um leyfi til að gera bílastæði

1907108

Sigríður Hrefna Magnúsdottir kt. 071076-4909 eigandi Lindargötu 13 á Sauðárkróki óska eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að útbúa bílastæði á lóðinni norðan við húsið og að gangstétt og kantstein við húsið verði breytt vegna þessa. Erindið samþykkt. Framkvæmdin verði unnin á kostnað umsækjanda.

7.Sauðárkróksbraut 75 - Brú á eystri ós Héraðsvatna - Framkvæmdaleyfi

1907104

Fyrirliggur erindi frá Sjótækni ehf kt. 600802-3210 um heimild til viðhaldsviðgerða á brúnni yfir Austurós Héraðsvatna á vegi 75-06. Brúin er 130 m löng einbreið stálbitabrú með steyptu gólfi. Verkefnið felst í að sandblása og mála stálbita og skúffur brúarinnar, og felur einnig í sér merkingar vinnuaðstöðu, uppsetningu aðstöðu fyrir starfsmenn, varnir fyrir starfsmenn og umhverfi, uppsetningu verkpalla og að lokum allur frágangur á verkstað. Verkið er útboðsverk á vegum Vegagerðarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemd við erindið.

8.Fyrirspurn um lóð - KS - Magnús Freyr Jónsson

1907106

Fyrirliggjandi er fyrirspurn frá Magnúsi Frey Jónssyni fh. Reykjarhöfða ehf. um lóð fyrir um 500 fermetra gámaeiningahús, gistiaðstöðu. Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt er að slík bygging falli vel að umhverfi og byggðinni sem fyrir er. Afla þarf nánari upplýsinga um erindið frá umsækjenda.

9.Miklibær og Miklibær lóð 1 (146569-220599) - Umsókn um samruna lands

1906112

Eigandi Hlíðarendabúsins ehf. kt. 500717 1300 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Miklibær, landnúmer 146569 og þinglýstir eigendur Miklibær lóð 1 landnúmer 220599 óskum eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar og staðfestingu sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að sameina „Miklabæ lóð 1“ landi jarðarinnar Miklibær, skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti nr. S01 í verki 760502 útg. 6. júní 2019. Afstöðuppdráttur var unnin hjá Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni og Braga Þór Haraldssyni. Engin fasteign er á umræddri spildu. Erindið samþykkt.

10.Birkimelur 20 - Umsókn um lóð

1907134

Ingólfur Karel Bergland Ingvarsson kt. 270898-2119 sækir um lóðina Birkimelur 20 í Varmahlíð. Samþykkt að úthluta Ingólfi Karel lóðinni.

11.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 89

1906021F

89. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

12.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 90

1907004F

90. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 10:12.