Skipulags- og byggingarnefnd

338. fundur 23. janúar 2019 kl. 20:00 - 22:00 í Miðgarði
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

1701316

Fundurinn er opinn kynningarfundur til að kynna auglýsta tillögu að breytingum á Aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021, ásamt umhverfisskýrslu skv. 7. gr. laga nr. 105/2006 um umhverfismat áætlana.
Tillagan fjallar um, (A) legu Blöndulínu 3 (raflína), (B) færslu á legu Sauðárkrókslínu 2, (C) áframhaldandi frestun á skipulagi fyrir virkjanakosti í Skagafirði, (D) urðunarsvæði við Brimnes er fellt út, (E) nýtt tengivirki og lega jarðstrengs á Sauðárkróki, (F) ný efnistökusvæði vegna framkvæmda og (G) stækkun iðnaðarsvæðis við Varmahlíð.
Í tillögu er gerð grein fyrir forsendum breytinga, útfærslu og umhverfisáhrifum skv. lögum nr. 105/2006.
Fundurinn var vel sóttur og að lokinni yfirferð um breytingartillöguna var orðið gefið laust. Margir kvöddu sér hljóðs og komu fram með ábendingar og athugasemdir sérstaklega varðandi legu Blöndulínu 3.
Í fundarlok var fundarmönnum þökkuð góð fundarseta og ítrekað að athugasemdir og ábendingar við tillöguna þurfi að vera skriflegar og berast fyrir 4. febrúar nk.

Fundi slitið - kl. 22:00.