Skipulags- og byggingarnefnd

337. fundur 23. janúar 2019 kl. 15:30 - 17:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun

1812032

Sveitarstjórn samþykkir samhljóða á fundi 12. desember 2018 að hafin verði vinna við heildarendurskoðun á aðalskipulagi sveitarfélagsins til 12 ára.
Við endurskoðun aðalskipulagsins gefast tækifæri til að virkja íbúa og atvinnulíf í sveitarfélaginu til að hafa áhrif á umhverfi sitt og þróun sveitarfélagsins. Slík samráðsvinna getur haft jákvæð áhrif á samfélagið og gert skipulagsvinnuna betri og nytsamlegri. Endurskoðun aðalskipulags verður stefnumarkandi heildarsýn varðandi þróun sveitarfélagsins a.m.k. til næstu 12 ára. Skipulaginu er ætlað að stuðla að hagkvæmri og skynsamlegri nýtingu lands, móta stefnu um þróun byggðar og landnotkunar, og leggja mat á helstu áhrif skipulags á umhverfið og samfélag.
Á fundinum var farið yfir helstu viðfangsefni sem tengjast gerð nýs aðalskipulags og verklag við þá vinnu.
Stefán Gunnar Thors sat fund nefndarinnar.

Fundi slitið - kl. 17:30.