Skipulags- og byggingarnefnd

335. fundur 05. desember 2018 kl. 16:00 - 18:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun v. 2019 málaflokkur 09 - Skipulags- og byggingarmál

1811295

Lögð eru fram drög að fjárhagsáætlun fyrir málaflokk 09 Skipulags- og byggingarmál.Heildarútgjöld 67.589.888 kr. Sundurliðast tekjur kr. 11.660.000.- gjöld kr. 79.189.888- Rekstrarniðurstaða -67.589.888 kr. Samþykkt að vísa fjárhagsáætlun málaflokksins 09 til Byggðarráðs.

2.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar

1701316

Uppfærð tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Skagafjarðar 2009-2021 lögð fram.
Breytingartillagan fjallar um (A) Blöndulínu 3, (B) Sauðárkrókslínu 2, (C) virkjanakosti í Skagafirði, (D), urðunarsvæði við Brimnes, (E) nýtt tengivirki og rafstrengur á Sauðárkróki, (F) ný efnistökusvæði og (G) iðnaðarsvæði við Varmahlíð.
Í samræmi við 30. gr. skipulagslaga var vinnslutillaga að aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu og forsendum kynnt íbúum sveitarfélagsins, aðliggjandi sveitarfélögum og öðrum hagsmunaaðilum, bæði á almennum fundi og á heimasíðu sveitarfélagsins. Athugasemdarfrestur var í rúmar sex vikur og bárust 34 umsagnir og athugasemdir. Brugðist hefur verið við öllum umsögnum og athugasemdum. Skipulagsstofnun hefur heimilað auglýsingu á skipulagstillögunni, skv. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga, að teknu tilliti til athugasemda stofnunarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd hefur uppfært skipulagstillöguna í samræmi við athugasemdir Skipulagsstofnunar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að leggja uppfærða aðalskipulagsbreytingu ásamt umhverfisskýrslu til afgreiðslu sveitarstjórnar um að auglýsa skipulagsgögnin skv. 31. gr. skipulagslaga.

Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað:
Í ljósi þess að Blöndulína 3 er stóriðjulína sem þjónar sem slík engum hagsmunum fyrir Sveitarfélagið og íbúa þess og að umhverfsmati á þessari framkvæmd er ekki lokið, er mikilvægt að sveitarfélagið beiti sér fyrir því að sem mestur hluti áformaðra línulagna verði lagður sem jarðstrengur. Einnig er mikilvægt að ríkt samráð verði haft við landeigendur auk þess sem hagsmunum allra hlutaðeigenda verði haldið kröftulega til haga. Sveitarfélaginu ber að gæta hagsmuna íbúa Skagafjarðar og landeigenda í hvívetna og beita sér til þess á öllum stigum t.d. með því að gera kröfu um að Blöndulína 3 tengist raforkuneti Skagafjarðar í gegnum spennuvirki í Varmahlíð og um leið að Blöndulína 2 og Rangárvallalína fari að öllu leiti í jörð innan sveitarfélagsins jafnhliða lagningu Blöndulínu 3.
Þar sem fyrirtækið Landsnet gerir bæði kerfisáætlun og valkostagreiningu um línulögn hefur fyrirtækið fullkomna aðilastöðu í málinu. Því telja VG og óháð eðlilegt að Sveitarfélagið Skagafjörður kanni á sjálfstæðan hátt að hve miklu leiti sé unnt að leggja línuna í jörð en byggi mat sitt ekki á áliti Landsnets.

Meirihluti Skipulags og byggingarnefndar fagnar því að niðurstaða sé að komast í hvar Blöndulína 3 eigi að liggja í gegnum Sveitarfélagið Skagafjörð. Unnið hefur verið Umhverfismat fyrir mismunandi valkosti ásamt því að lögð hefur verið vinna í að meta málið út frá sem flestum sjónarhornum með það að markmiði að lágmarka þau áhrif sem línur eins og þessar óneitanlega hafa. Þess vegna eru þær mótvægisaðgerðir sem við nú leggjum til mikilvægar til að lágmarka áhrif að línulögnum um héraðið. Einnig er búið að tryggja staðsetningu á spennuvirki til að geta tengt Skagafjörð við nýju línuna en það er einnig mikilvægt fyrir framtíðina. Sveinn Úlfarsson tekur undir bókun meirihlutans.

3.Aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar - Endurskoðun

1812032

Samkvæmt 35. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 skal sveitarstjórn, að loknum sveitarstjórnarkosningum, meta hvort ástæða sé til þess að endurskoða aðalskipulag sveitarfélagsins. Skal sú ákvörðun, m.a. taka mið af því hvort landsskipulagsstefna kalli á endurskoðun aðalskipulags.

Þar sem gildandi aðalskipulag er til ársins 2021 telur Skipulags- og byggingarnefnd þörf á að endurskoða skipulagsstefnu sveitarfélagsins, m.a. þarf að skerpa á stefnu um þéttbýli og þróun byggðar, skoða atvinnuþróun og áhrif hennar á skipulag sveitarfélagsins. Þá hafa á gildistíma aðalskipulagsins ný skipulagslög, náttúruverndarlög og landsskipulagsstefna tekið gildi og því nauðsynlegt að endurskoða aðalskipulagið m.t.t. þess.

Í ljósi ofnaritaðs leggur Skipulags- og byggingarnefnd til við sveitarstjórn að hafin verði vinna við heildarendurskoðun aðalskipulags sveitarfélagsins Skagafjarðar til a.m.k. 12. ára.

4.Hofsós - Verndarsvæði í byggð

1701130

Fyrir fundinum liggur tillaga að verndarsvæði í byggð, fyrir afmarkað svæði á Hofsósi. Lagt er til að byggðakjarnarnir, Plássið og Sandurinn, verði gerðir að verndarsvæði í byggð samkvæmt lögum um verndarsvæði í byggð nr. 87/2015 og reglugerð nr. 575/2016. Í lögunum er verndarsvæði í byggð skilgreint sem „Afmörkuð byggð með varðveislugildi sem nýtur verndar samkvæmt ákvörðun ráðherra á grundvelli laga þessara.“
Með þessari tillögu er markmiðið að festa verndun svæðisins í sessi með það að markmiði að framtíðaruppbygging svæðisins taki mið af þeirri menningarsögulegu arfleifð sem svæðið býr yfir. Tillagan skiptist í sex meginkafla 1)afmörkun og inngang 2) lýsingu 3) greiningu 4) varðveislumat og verndarflokkun 5) verndun og uppbyggingu 6) Verndarsvæði og skipulag. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu til íbúakynningar

5.Skagfirðingabraut 13 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

1602048

Fyrirliggjandi er fyrirspurn Sigurjóns Þórðarsonar kt. 290664-4119 Skagfirðingabraut 13 um heimild til að byggja bílskúr og aðstöðuhús á lóðinni Skagfirðingabraut 13. Meðfylgjandi eru útilitsteikning sem gerir nánari grein fyrir erindinu. Samþykkt að óska eftir nánari skýringum frá umsækjanda á erindinu.

6.Freyjugata 1B - Umsókn um breytingu á lóðarmörkum.

1811187

Ólafur Helgi Jóhannsson kt. 160750-7319,Freyjugötu 1B á Sauðárkróki sæki um stækkun á lóð um íbúðarhúsið að Freyjugötu 1B samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Umsækjandi óskar eftir að lóðin verði um 380 fermetrar eftir breyting. Erindið samþykkt.

7.Aðalgata 21A og B - Umsókn um byggingarleyfi og breytta notkun.

1811189

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir, fh. sveitarfélagsins um heimild til að breyta notkun húsanna Aðalgata 21A og Aðalgata 21B. Fyrirhugað er að starfrækja móttöku- og sýningarhald fyrir ferðamenn í húsunum.
Meðfylgjandi uppdrættir, unnir hjá Stoð ehf. gera nánari grein fyrir málinu. Erindið samþykkt.

Álfhildur Leifsdóttir óskar bókað. Í ljósi þess að Sveitarstjórn Skagafjarðar hefur enn ekki samþykkt starfsemi Sýndarveruleika ehf. í Aðalgötu 21A og 21B tek ég ekki þátt í afgreiðslu þessa máls.


8.Suðurbraut 9 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

1803020

Lagður fram tölvupóstur frá Guðlaugi Pálssyni verkefnisstjóra hjá N1 varðandi afgreiðslu skipulags- og byggingarnefndar frá 24. október sl. á erindi N1.

9.Keldudalur lóð 194449 - Umsókn um breytta notkun

1811257

Þórarinn Leifsson kt. 230866-4309 sækir f.h. Keldudals ehf. kt. 570196-2359 um að skráningu fasteignarinnar 214-2439 á landnúmeri 194449 verði breytt úr sumarbústað í íbúðarhúsnæði og lóð hússins verði skráð sem íbúðarhússlóð. Erindið samþykkt. Álfhildur Leifsdóttir tók ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 79

1811013F

Fundargerð 79. afgreiðslufunduar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar11.Kerfisáætlun Landsnets 2019-2028 Verkefnis- og matslýsing

1811289

Fyrir liggur til kynningar, verkefnis- og matslýsing vegna Kerfisáætlunar Landsnets 2019-2028.

Fundi slitið - kl. 18:15.