Skipulags- og byggingarnefnd

328. fundur 04. september 2018 kl. 10:00 - 11:20 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Einar Eðvald Einarsson formaður
  • Regína Valdimarsdóttir varaform.
  • Álfhildur Leifsdóttir ritari
  • Sveinn Þ. Finster Úlfarsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Sigfús Ingi Sigfússon sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá
Sólborg Una Pálsdóttir verkefnisstjóri og Sólveig Olga Sigurðardóttir sátu fundinn.

1.Sauðárkrókur - Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn

1701129

Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna gamla bæjarhlutans í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna. Verksamningur var undirritaður 25. nóvember 2016.Farið yfir stöðu verkefnisins.

2.Hofsós - Verndarsvæði í byggð

1701130

Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna gamla bæjarhlutans í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna.Verksamningur var undirritaður 25. nóvember 2016. Farið yfir stöðu verkefnisins.Fundi slitið - kl. 11:20.