Skipulags- og byggingarnefnd

322. fundur 11. maí 2018 kl. 09:30 - 11:50 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Gísli Sigurðsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Álftagerði lóð 211872 - Umsókn um byggingarreit

1805054

Kristvina Gísladóttir kt. 010375-5339 og Atli Gunnar Arnórsson kt. 120379-4029 þinglýstir eigendur Álftagerðis, lóð með landnr. 211872, óska eftir heimild til þess að stofna byggingarreit á lóðinni, skv. meðfylgjandi afstöðu¬uppdrætti, sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni, dags. 8. maí 2018. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7381-3.Um er að ræða byggingarreit fyrir íbúðarhús, einnar hæðar hús úr forsteypum einingum. Samhliða er sótt um heimild til að breyta nafni lóðarinnar úr Álftagerði lóð í Álftagerði 1. Erindið samþykkt.

2.Efra Haganes I lóð 3 (219260) -Umsókn um byggingarleyfi

1805043

Haukur B. Sigmarsson kt. 200782-5779 sækir, fh. Fljótabakka ehf kt. 531210 3520 sem er lóðarhafi lóðarinnar Efra Haganes 3, um heimild til að breyta notkun gamla verslunarhússins sem er á lóðinni.
Húsið var byggt 1933 af Samvinufélagi Fljótamanna og var verslunarhús um langt skeið. Nú er fyrihugað að starfsemi í húsinu verði rekin í tengslum við rekstur fjallaskálans á Deplum. Meiningi er að húsinu verði afþreying fyrir gesti að Deplum. Meðfylgjandi aðaluppdrættir gerðir af Teiknistofunni Kollgátu gera nánari grein fyrir erindinu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun.

3.Freyjugata 25 - Deiliskipulag

1711178

Ólafur E. Friðriksson kt 030957-4749 óskar eftir fh.. lóðarhafa, Sýls ehf. Borgarröst 8, Sauðárkróki að skipulags og byggingarnefnd og sveitarstjórn taki til skipulagslegrar meðferðar og afgreiðslu meðfylgjandi deiliskipulagstillögu af lóðinni. Fyrirhugað er að breyta gamla skólahúsinu á lóðinni i í fjölbýlishús með 11 íbúðum. Jafnframt að skipta lóðinni upp í fjóra hluta, þannig að auk lóðar undir fjölbýlishúsið verði skilgreindar þrjár nýjar lóðir. Tvær lóðir fyrir parhús við Freyjugötu og ein lóð fyrir parhús við Ránarstíg. Deiliskipulagssvæðið/reiturinn afmarkast af Freyjugötu í vestri, Ránarstíg í suðri, Sæmundargötu í austri og af íbúðarhúsalóðum við Knarrarstíg í norðri. Stærð skipulagssvæðisins er 6.760 m².
Skipulagslýsing vegna deiliskipulags á lóðinni Freyjugata 25 á Sauðárkróki var auglýst og kynnt samkvæmt 40. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt skipulagslögum.

4.Borgarteigur 10b - RARIK - Umsókn um lóð

1803272

Andri Páll Hilmarsson deildarstjóri fasteigna hjá RARIK ohf. óskar eftir lóðinni Borgarteigur 10b á Sauðárkróki undir aðveitustöð. Lóðin er samkvæmt lóðaryfirlitsblaði 2547 fermetrar. Samþykkt.

5.Suðurbraut 9 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

1803020

Málið var áður á dagskrá nefndarinnar á síðasta fundi og þá var bókað. "Guðlaugur Pálsson deildarstjóri framkvæmdadeildar N1 óskar eftir heimild til að flytja afgreiðsludælur sem eru á lóðinni Suðurbraut 9 í Hofsósi. Óskað er eftir að fá að staðsetja afgreiðsludælurnar á opnu svæði við gatnamót Túngötu og Suðurbrautar. Meðfylgjandi afstöðumynd dagsett 28.02.2018 gerð af Kristjáni G. Leifssyni kt. 230873-5699 gerir grein fyrir erindinu. Erindinu hafnað. Skipulags-og byggingarnefnd er fús til viðræðna við umsækjanda um hentugan stað fyrir eldsneytisafgreiðslu í Hofsósi.“ Á þennan fund nefndarinnar kom Guðlaugur Pálsson og gerði grein fyrir sjónarmiðum umsækjenda, Guðlaugur vinnur málið áfram og leggur fyrir ný drög.

6.Laugarhvammur (146196) - Umsókn um landskipti

1803234

Friðrik Rúnar Friðriksson kt. 141156-5009 þinglýstur eigandi jarðarinnar Laugarhvamms (146196) óskar eftir heimild til að stofna 0,84 ha. landspildu ur landi jarðarinnar. Óskað er eftir að landspildan fá i heitið Laugarhvammur land 15. Meðfylgjandi afstöðuuppdráttur S-04a dagsettur 12. desember 2011 er unnin hjá Stoð ehf. af Eyjólfi Þór Þórarinssyni.Á spildunni er borhola fyrir heitt vatn og um spilduna liggur Merkigarðsvegur (7575) þjóðvegur í þéttbýli. Landskiptin samþykkt.

7.Sauðárkrókur - Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn

1701129

Á fundin komu Sólborg Una Pálsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir og fóru yfir stöðu verkefnisins.

8.Hofsós - Verndarsvæði í byggð

1701130

Á fundin komu Sólborg Una Pálsdóttir og Sólveig Olga Sigurðardóttir og fóru yfir stöðu verkefnisins.

9.Hraun I lóð (146823) - Umsókn um lóðarstækkun

1804126

Guðmundur Viðar Pétursson kt. 270857-3379 og fh. Gáseyrarinnar ehf. kt. 670605-1750 Guðrún Björk Pétursdóttir kt. 120250-5909 sem eru þinglýstir eigendur jarðarinnar Hraun l, landnúmer 146818, Fljótum í Skagafirði sæki um, með vísan til IV kafla, Jarðalaga nr, 81 frá 9. júní 2004 heimild til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að:
1. Skipta 3748,0 m² og 3887,0m² landspildum út úr framangreindri jörð.
Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 11.04.2018 gerður af Hákoni Jenssyni hjá Búgarði Ráðgjafaþjónustu Norðurlandi, Óseyri 2, Akureyri.
2.Sameina spildurnar lóðinni Hraun I lóð, landnúmer 146823.
3.Þá er sótt um með vísan til vísan til II kafla, Jarðalaga lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum.
4.Einnig sótt um að nefna lóðina Hraun I lóð, landnúmer 146823 Hraun 3
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja framangreindu landnúmerinu 146818.
Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

10.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 68

1805003F

Fundargerð 68. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:50.