Skipulags- og byggingarnefnd

306. fundur 01. júní 2017 kl. 15:00 - 17:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Einar Eðvald Einarsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Borgarflöt 17og19 - Umsókn um lóð.

1705183

Þröstur Magnússon kt. 060787-3529 sækir, fh. ÞERS eignir ehf kt. 620517-0620, um lóðirnar Borgarflöt 17 og 19 á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta lóðunum.

2.Fossárteigur (145929) - Umsókn um landskipti

1705144

Unnur Berglind Thorgeirsson, kt. 090443-3999, Páll Pétursson, kt. 210540-5639, Jóhann Pétursson, kt. 260428-4709, Hilmar Pétursson, kt. 110926-2789, Ríkey Lúðvíksdóttir, kt. 150546-4949, Camilla Munk Sörensen, kt. 301277-2029 og Björn Sigurður Jónsson, kt. 150269-4319 þinglýstir eigendur Fossárteigs landnúmer 145929 óska eftir heimild til að skipta 175,9 ha úr landi Fossárteigs landnúmer 145929. Óskað er eftir að landið sem verið er að stofna fái heitið „Fossárteigur land 1“, Meðfylgjandi afstöðumynd númer S01, verknúmer 777001, útg. 19.01.2017, unnin á Stoð ehf verkfræðistofu gerir nánari grein fyrir erindinu. Engin fasteign er á umræddri spildu. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Fossárteig landnr. 145929. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

3.Hverhólar (146177) - Umsókn um landskipti.

1705175

Freysteinn Traustason kt 180650-4909 þinglýstur eigandi jarðarinnar Hverhólar (landnr. 146177), óskar eftir leyfi til þess að skipta lóð úr landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Útskipta landið fær nafnið Hverhólar land 1.Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 1036, dags. 15. maí 2017. Þá er óskað eftir heimild til að leysa landið úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Hverhólar, landnr. 146177.

Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146177. Samþykkt.

4.Stóra-Gröf syðri - Umsókn um framkvæmdaleyfi - skógrækt

1705216

Laufey Leifsdóttir og Sigfús Ingi Sigfússon eigendur lögbýlisins Stóra-Gröf syðri, Landnúmer: 146004 óska eftir framkvæmdaleyfi til nytjaskógræktar á 20,5 hektara svæði í landi jarðarinnar.

Meðfylgjandi er hnitsettur uppdráttur af fyrirhuguðu skógræktarsvæði og uppdráttur sem sýnir legu núverandi raflínu og fyrirhugaðs jarðstrengs. 66kV loftlína liggur í gegnum svæðið. Ekki verður gróðursett undir eða við línuna. Skilið verður eftir 16 metra breitt ógróðursett svæði við og undir línunni. Niðurstaða skipulags- og byggingarfulltrúa er að umbeðin framkvæmd sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að umbeðið framkvæmdaleyfi verið veitt.

5.Eyrartún 1 Sauðárkróki - fyrirspurn

1705217

Magnús Freyr Gíslason kt. 051084-3149
leggur fram fyrirspurnaruppdrátt vegna fyrirhugaðrar byggingar einbýlishúss að Eyrartúni 1. Fyrirspurnin lítur að byggingu 225 ferm einbýslihúss úr forsteyptum einingum. Þakhalli 3-5°. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðið húsform.

6.Háahlíð 12 - Umsókn um bílastæði við lóð

1704167

Á fundi skipulags- og byggignarnefndar 3. maí sl. var umsókn Jóns Pálmasonar Háuhlíð 12 um bílastæði utan lóðarinnar afgreitt með eftirfarandi bókun:„Jón Pálmason kt.031157-8389 Háuhlíð 12 Sauðárkróki óskar eftir leyfi til að fjarlægja gras/jarðveg af norðurenda graseyjar framan við Háuhlíð 12 og setja hellur í staðinn. Í umsókn kemur fram að stæðið sé hugsað fyrir 1 bíl. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar ekki að gerð séu bílastæði utan lóðar,en heimilar breikkun á innkeyrslu um allt að 1,5 m til suðurs. Með tölvubréfi þann 3. maí sl. óskar Jón eftir að fá rökstuðning Skipulags- og bygginganefndar fyrir ákvörðun nefndarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd tók málið til umfjöllunar að nýju og samþykkir nú erindi Jóns eins og það var fyrir lagt á fundi 3 maí sl.

7.Skagfirðingabraut - íþróttasvæði - deiliskipulag

1702083

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 12. apríl 2017, að fenginni tillögu Skipulags- og byggingarnefndar að auglýsa tillögu að deiliskipulagi sundlaugar- og íþróttasvæðið við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki samkvæmt 41. grein skipulagslaga nr. 123/2010. Auglýstur athugasemdafrestur var til 24. maí 2017. Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir deiliskipulagstillöguna óbreytta og vísar henni til afgreiðslu sveitarstjórnar.

8.Skíðasvæðið í Tindastóli - deiliskipulag 2017

1609042

Sveitarstjórn samþykkti á fundi sínum 15. mars 2017, að fenginni tillögu Skipulags- og byggingarnefndar að heimila Skíðadeild U.M.F. Tindastóls að vinna deiliskipulag fyrir skíðasvæðið í Tindastóli og samþykkt skipulagslýsingu sem dagsett er 21.02.2017. Skipulagslýsingin var í auglýsingu frá 22. mars til 20. apríl 2017 og umsagna leitað hjá lögboðnum umsagnaraðilum.Nú er til afgreiðslu tillaga að deiliskipulagi skíðasvæðisins unnin af Stoð ehf verkfræðistofu og dagsett 30.maí 2017.

Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir ofangreinda tillögu að deiliskipulagi leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt 41. grein skipulagslaga.

9.Skagfirðingabraut 51 - mjólkursamlag - umsókn um breytingu

1705237

Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri sækir um breytingu á áður samþykktum uppdráttum af próteinverksmiðju að Skagfirðingabraut 51. Skipulags- og byggignarnefnd óskar eftir nánari útlistun á þessari umsókn. Gerð verði grein fyrir heildargrunnplani hússins og aðkomu, ekki er ljóst af umsókn hvort þessi stækkun á að rúma nýjan inngang að húsnæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að umsækjandi skýri hvernig þessi stækkun fellur að núverandi deiliskipulagi.

10.Auglýsingarskilti - Umsókn um uppsetningu auglýsingarskilta

1705243

Magnús Barðdal Reynisson sækir, hf. Digital Horse kt. 601106-0780 um uppsetningu á tveim auglýsingskiltum, við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki og við Kirkjugötu á Hofsósi. Meðfylgjandi gögn gera nánari grein fyrir staðsetningu. Varðandi staðsetningu á skilti við Skagfirðingabraut er erindinu vísað til umsagnar sviðsstjóra veitu- og framkvæmdasviðs. Staðsetningu á skilti í Hofsósi, á gatnamótum Suðurbrautar og Kirkjugötu er hafnað, m.a með tilliti til umferðaröryggis

11.Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða

1705134

Lagt fram til kynningar. Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skipulag haf- og strandsvæða, 408. Mál. Þar kemur fram að umsagnir, séu þær einhverjar þurfi að berist nefndarsviði Alþingis eigi síðar en 2. júní nk. Skipulags- og byggingarnefnd gerir ekki athugasemdir við frumvarpsdrögin.12.Umsagnarbeiðni - frumvarp til laga um skóga og skógrækt

1705132

Umhverfis- og samgöngunefnd Alþingis hefur sent til umsagnar frumvarp til laga um skóga og skógrækt, 407. mál.

Í frumvarpsdrögunum kemur fram að ráðherra leggi fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um landsáætlun í skógrækt eigi sjaldnar en á tíu ára fresti. Landsáætlunin skal innihalda stefnu stjórnvalda í skógrækt, tölusett markmið, ásamt stöðu og framtíðarhorfum fyrir skógrækt í landinu. Einnig að skógræktin skuli veita framlög til skógræktar og skjólbeltaræktar á lögbýlum eftir því sem fjárlög kveða á um hverju sinni. Ekki er, að mati skipulags- og byggingarnefndar, kveðið nægjanlega skýrt á um að skógræktaráætlanir skuli vera í samræmi við skipulagsáætlanir sveitarfélga, sem hafa skipulagsvaldið. Þá er ekki ljóst í frumvarpsdrögunum hvort skógrækt á lögbýlum sé hluti af landshlutaáætlunum í skógrækt.

13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 47

1705004F

Fundargerð 47. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa lögð fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 17:00.