Skipulags- og byggingarnefnd

298. fundur 01. febrúar 2017 kl. 10:00 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Iðutún 17 - Umsókn um lóð

1701321

Sigurður Snorri Gunnarsson kt. 240990-2459 Raftahlíð 7a sækir um lóðina nr. 17 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Sigurði Snorra lóðinni.

2.Iðutún 18 - Umsókn um lóð

1701358

Sigríður Regína Valdimarsdóttir kt. 160986-3449 og Stefán Þór Þórsson kt. 080889-2169 Víðigrund 22 Sauðárkróki sækja um lóðina nr. 18 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Sigríði Regínu og Stefáni Þór lóðinni.

3.Iðutún 19 - Umsókn um lóð

1701291

Jóhann Gunnlaugsson kt. 110481-5439 Suðurvegi 18 Skagaströnd sækir um lóðina nr. 19 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Jóhanni lóðinni.

4.Iðutún 21 - Umsókn um lóð

1701292

Helgi Sævar Árnason kt. 200287-3989 Raftahlíð 63 sæki hér með um lóðina nr. 21 við Iðutún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta Helga Sævari lóðinni.

5.Miklibær Óslandshlíð 146569 - Umsókn um stofnun lóðar 2 og lóðar 3

1701087

Með umsókn dagsettri 9. janúar 2017 sækir Jón Einar Kjartansson kt. 311068-5209 eigandi jarðarinnar Miklibær (landnr. 146569) í Óslandshlíð um heimild skipulags -og byggingarnefndar og sveitarstjórnar til að skipta tveimur lóðum út úr jörðinni. Miklibær lóð 2, 9005,0 m² og Miklibær lóð 3, 19510,0 m². Framlagður yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir erindinu. Númer uppdráttar er S101 í verki nr. 7605, dags. 3. janúar 2017. Á lóð 2 stendur íbúðarhús með matsnúmer 214-3372 og véla/verkfærageymsla með matsnúmer 214-3378. Á lóð 3 stendur fjós með matsnúmer 214-3373, hlaða með matsnúmer 214-3375, mjólkurhús með matsnúmer 214-3377 og blásarahús með matsnúmer 214-3382. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Miklibær, landnr. 146569. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146569. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Hofsós - Verndarsvæði í byggð

1701130

Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna kvosarinnar í Hofsósi. Samþykkt að breyta afmörkun verndarsvæðisins til samræmis við deiliskipulag svæðisins frá árinu 2000.

7.Sauðárkrókur - Verndarsvæði í byggð - gamli bærinn

1701129

Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna kvosarinnar í Hofsósi. Samþykkt að breyta afmörkun verndarsvæðisins til samræmis við deiliskipulag gamla bæjarins frá árinu 1986.

8.Sæmundargata 13 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

1701252

Guðjón S. Magnússon kt 250572-4929 fyrir hönd eigenda Sæmundargötu 13 á Sauðárkróki óskar umsagnar skipulags- og byggingarnefndar um hvort leyfi fáist til breytinga á húsnæðinu. Fyrirhugað er að breyta hluta viðbyggingar í bílageymslu. Ef leyfi fæst til breytinganna verður skilað inn til byggingarfulltrúa fullnægjandi gögnum. Meðfylgjandi fyrirspurninni er fyrirspurnaruppdráttur sem sýnir fyrirhugaðar breytingar. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið.

9.Sölvanes146238 - Umsókn um byggingarreit

1612226

Rúnar Máni Gunnarsson kt 100969-3359 og Eydís Magnúsdóttir kt 310373-5249 sækja fyrir hönd Smiðjugrundar ehf. kt. 650114-1010, eiganda jarðarinnar Sölvaness, landnúmer 146238, um að fá samþykktan byggingarreit undir frístundahús í landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni gerir grein fyrir byggingarreitnum. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 769901, dagsettur 21. desember 2016. Fyrir liggur umsögn minjavarðar dagsett 27. janúar sl um byggingarreitinn. Erindið samþykkt.

Fundi slitið - kl. 11:00.