Skipulags- og byggingarnefnd

295. fundur 09. desember 2016 kl. 08:30 - 09:30 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Valdimar Óskar Sigmarsson varam.
  • Hanna Þrúður Þórðardóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Iðutún 1-3 Sauðárkróki- Umsókn um lóð

1611290

Með umsókn dagsettri 29.11.2016 sækja Búhöldar hsf. Kt 630500-2140 um parhúsalóðina nr. 1-3 við Iðutún á Sauðárkróki.Erindið samþykkt.

2.Iðutún 5- 7 Sauðárkróki Umsókn um lóð

1611291

Með umsókn dagsettri 29.11.2016 sækja Búhöldar hsf. Kt 630500-2140 um parhúsalóðina nr. 5-7 við Iðutún á Sauðárkróki.Erindið samþykkt.

3.Iðutún 9-11 Sauðárkróki - Umsókn um lóð

1611292

Með umsókn dagsettri 29.11.2016 sækja Búhöldar hsf. Kt 630500-2140 um parhúsalóðina nr. 9-11 við Iðutún á Sauðárkróki.Erindið samþykkt.

4.Iðutún 12 - Umsókn um lóð.

1612026

Með umsókn dagsettri 5. 12. 2016 sækir Pétur Örn Jóhannsson kt. 020792-4189 um einbýlishúsalóðina númer 12 við Iðutún.Erindið samþykkt.

5.Eyrartún 3 Sauðárkróki - Lóðarumsókn

1611169

Með umsókn dagsettri 16. 11. 2016 sækir Hilmar Haukur Aadnegard kt. 031061-4829 um einbýlishúsalóðina númer 3 við Eyrartún. Erindið samþykkt.

6.Glaumbær II 146034 - Umsókn um landskipti.

1611281

Með umsókn dagsettri 24.11.2016 Sækja Birna Valdimarsdóttir kt. 300786-2279 og Þorbergur Gíslason kt. 151184-2519 eigendur Glaumbæjar II um heimild skipulags- og byggingarnefndar og sveitastjórnar til að skipta 13.709 fermetra lóð úr landi jarðarinnar. Framlagðir uppdrættir dagsettir 16. nóvember 2016 gerðir á Stoð ehf verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gera grein fyrir erindinu. Fram kemur í umsókn að lögbýlaréttur muni áfram tilheyra Glaumbæ II landnúmer 146034. Þá er óskað eftir að umrædd landspilda verði leyst úr landbúnaðarnotum.Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

7.Litla-Gröf (145986) - Umsókn um breytta notkun byggingarleyfi.

1611167

Með tölvubréfi dagsettu 21.11.2016 sækir Linda Björk Jónsdóttir kt. 260277-4809 einn af eigendum Litlu-Grafar, landnúmer 145986, um leyfi skipulags- og byggingarnefndar og sveitastjórnar til að breyta notkun matshluta 04. Matshlutinn er skráður sem fjós í Þjóðskrá en breytist í ferðaþjónustuhús. Fyrir liggur samþykki meðeiganda.

Erindið samþykkt.

8.Austurgata 5 - Umsókn um breytta notkun og byggingarleyfi.

1612012

Indriði Þór Einarsson sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs sækir fh. Eignasjóðs sveitarfélagsins Skagafjarðar um heimild til að breyta notkun Austurgötu 5 á Hofsósi. Sótt er um að breyta notkun húsnæðisins tímabundið, til tveggja ára, í leikskóla. Meðfylgjandi uppdrættir gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing gera grein fyrir breytingunum.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir tímabundna breytta notkun húsnæðis,til tveggja ára.

9.Eyrarvegur 20 - Umsókn um lóð

1611143

Ágúst Andrésson forstöðumaður sækir, fh. Kjötafurðarstöðvar KS, um lóð vestan Eyrarvegar gengt Sláturhúsi KS. Fyrirhuguð notkun er bílastæði. Erindi frestað og vísað til gerðar deiliskipulags.

10.Gjaldskrá skipulagsfulltrúa v. 2017

1611059

Lögð fram til umræðu breyting á gjaldskrá skipulagsfulltrúa vegna framkvæmda- og þjónustugjalda í Sveitarfélaginu Skagafirði. Breytingin er aðlöguð að breyttu lagaumhverfi.Fyrirliggjandi drög samþykkt og vísað til Byggðarráðs til afgreiðslu.

11.Garður 146375 - Hegranesþing deiliskipulag

1512022

Lögð er fram deiliskipulagstillaga, greinargerð og uppdrættir, vegna deiliskipulags í landi Garðs í Hegranesi. Tillagan ber heitið Hegranesþing í Skagafirði Deiliskipulag. Skipulagslýsing var auglýst og kynnt í apríl 2016 og komu engar alvarlega athugasemdir fram frá umsagnaraðilum.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða deiliskipulagstillögu og leggur til við sveitarstjórn að deiliskipulagstillagan verði auglýst samkvæmt ákvæðum 41. greinar Skipulagslaga 123/2010

12.Reykjarhóll tjaldstæð 200362 - Lóðarmál

1612057

Þórdís Friðbjörnsdóttir sækir fyrir hönd Menningarseturs Skagfirðinga í Varmahlíð, kt. 580288-2519, um heimild til að stækka lóðina Reykjarhóll tjaldstæði, landnr. 200362, (tjaldsvæðalóð í Varmahlíð, eign Varmahlíðarstjórnar kt. 580288-2519.)

Meðfylgjandi hnitsett lóðarblað gerir grein fyrir umbeðnum breytingum. Lóðarblaðið er gert á Stoð ehf. verkfræðistofu af Birni Magnúsi Árnasyni, dags. 7. desember 2016.

Upphaflega er lóðin afmörkuð á lóðarblaði frá 27. október 2004, stærð 9.970 m2. Fyrirhuguð stækkun lóðarinnar nú er 8.720 m2, heildarstærð lóðar eftir stækkun verður 18.690 m2. Stækkun lóðarinnar er skipt úr landi Varmahlíð, landnr. 220287, sem einnig er í eigu Varmahlíðarstjórnar.Erindið samþykkt.13.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 38

1611014F

Lögð fram til kynningar fundargerð 38. afgreiðslufundar byggingarfulltrúa.

Fundi slitið - kl. 09:30.