Skipulags- og byggingarnefnd

293. fundur 25. október 2016 kl. 08:30 - 11:00 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kleifatún 12 Sauðárkróki - Umsókn um lóð

1610004

Sigurpáll Þ Aðalsteinsson kt. 081170-5419 og Kristín Elfa Magnúsdóttir kt.230476-5869 óska eftir að fá úthlutað einbýlishúsalóðinni nr. 12 við Kleifatún á Sauðárkróki. Samþykkt að úthluta umsækjendum lóðinni.

2.Aðalgata 16 b - lóðarmál

1608006

Fyrir liggur yfirlitsuppdráttur sem sýnir breytta lóðarstærð fyrir Aðalgötu 16b og einnig nýja lóð fyrir svokallað "Maddömukot" Yfirlitsuppdráttur dagsettur 28.09.2016. Samkvæmt uppdrættinum verður lóðin Aðalgata 16b 1.398 m2 og lóðin fyrir "Maddömukotið" 221 m2.Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta lóðarstærð Aðalgötu 16b og stofnun lóðar fyrir svokallað "Maddömukot".
Skipulags- og byggingarfullrúa falið að stofna lóðirnar.

3.Aðalgata 22 - Umsókn um eldsneytisafgreiðsluplans.

1609039

Olíuverslun Íslands hf óskar eftir leyfi fyri afgreiðsluplani, eldsneytisdælu og olíuskilju vegna olíuafgreiðslu í Aðalgötu 22. Meðfylgjandi yfirlitsuppdráttur ef gerður hjá Stoð ehf af Þórði K. Gunnarssyni. Umbeðin mannvirki eru utan lóðarinnar Aðalgata 22. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu. Uppbygging bensínstöðvar á þessum stað samræmist ekki skipulagsáætlunum sveitarfélagsins. Olíuverslun Íslands hefur áður verið bent á heppilegar lóðir til að byggja bensínstöð á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarnefnd er nú sem endra nær tilbúin í þær viðræður.

4.Umsókn um lóðir við Laugatún og framlag sveitarfélagsins vegna þeirra

1608039

Fyrir er tekin umsókn Búhölda um lóðir við Laugarún 21-23, 25-27 og 29-31 á Sauðárkróki Erindið var tekið fyrir í Byggðarráði 8. september sl. og þar m.a bókað:
"Byggðarráð samþykkir að veita stofnframlag til Búhölda hsf. til byggingar þriggja parhúsa í formi niðurfellingar á lóða- og gatnagerðargjöldum á grundvelli laga um húsnæðismál. Einnig vill byggðarráð beina því til skipulags- og byggingarnefndar að úthluta félaginu þegar tilbúnum lóðum."
Í umsókn Búhölda kemur fram að fyrirhugað sé að byggja þrjú parhús, eftir sömu teikningu og Búhöldar hafa byggt eftir undanfarin ár.
Í skipulagi er gert ráð fyrir að við Laugartún 21-23 og 25-27 verði byggð hús á tveimur hæðum. Lóð nr. 29-31 er ekki til við götuna.
Skipulags- og byggingarnefnd hafnar umsókn Búhölda um lóðir við Laugatún en bendir á að lausar eru til umsóknar parhúsalóðir við Iðutún 1-3, 5-7 og 9-11.

5.Varðandi byggingar við Laugatún á Sauðárkróki - tilmæli frá íbúum

1610007

Lagt fram bréf dagsett 1. október 2016 frá íbúum við Laugatún 14-32 sem búa í fasteignum Búhölda hsf. Vilja þeir koma á framfæri að þeir vænti þess að þau hús sem eftir er að byggja við Laugatún verði á einni hæð svo þeir geti notið kvöldsólarinnar við hús sín. Ofangreindu erindi samþykkti Byggðarráð á fundi 6. október sl. að vísa erindinu til skipulags- og bygginganefndar. Skipulags- og byggingarnefnd áréttar að samkvæmt skipulagi verða byggð tveggja hæða hús vestan Laugatúns. Slík hús varpa ekki skugga á íbúðir austan götunnar.

6.Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð

1606280

Sveitarfélagið sendi inn umsóknir um styrki úr húsafriðunarsjóði til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Sótt var um styrk til tveggja verkefna, annars vegar vegna "gamla bæjarhlutans" á Sauðárkróki og hins vegar vegna hvosarinnar í Hofsósi. Styrkur fékkst til beggja verkefnanna. Skipulags- og byggingarnefnd lýsir ánægju sinni með þessa niðurstöðu og mun í framhaldinu halda vinnufund til að koma verkefninu af stað.

7.Lundur 146852 - Umsókn um landskipti

1610011

Sigurlína Kr. Kristinsdóttir kt. 130158-3669 eigandi jarðarinnar Lunds (landnr. 146852) í Stíflu sækir um leyfi til þess að skipta hluta úr landi jarðarinnar. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 771702, dags. 29. sept. 2016. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146852. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

8.Helluland land 202496 - Umsókn um landskipti

1610103

Hannes Þorbjörn Friðriksson kt. 280355-5349 eigandi jarðarinnar Helluland land (landnr. 202496) í Hegranesi, sækir um leyfi til þess að skipta hluta úr landi jarðarinnar. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-01 í verki nr. 740701, dags. 10. okt. 2016. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

9.Fornós 12 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.

1609200

Ásbjörn Svavar Ásgeirsson kt. 130463-4289 og Sigríður Sunneva Pálsdóttir kt. 150570-4849, eigendur einbýlishússins númer 12 við Fornós á Sauðárkróki óska heimildar Skipulags - og byggingarnefndar til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 4,0 metra breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrir liggur umsögn Indriða Þórs Einarssonar sviðstjóra veitu -og framkvæmdasviðs þar sem fram kemur að Veitu- og framkvæmdasvið gerir ekki athugasemd við breikkun innkeyrslu við Fornós 12. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á að innkeyrslan að lóðinni verði breikkuð um allt að 2 m til suðurs.

10.Smáragrund 4 - Umsókn um innkeyrslu á lóð

1609267

Oddný Finnbogadóttir kt. 111148-2369 eigandi einbýlishússins númer 4 við Smáragrund á Sauðárkróki óskar heimildar Skipulags - og byggingarnefndar til að fá að gera nýja innkeyrslu inn á lóðina. Fyrirhuguð innkeyrsla er frá Smáragrund, í suðurmörkum lóðarinnar, breidd 3,50 m. Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrir liggur umsögn Indriða Þórs Einarssonar sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs þar sem fram kemur að Veitu- og framkvæmdasvið gerir ekki athugasemd við framkvæmdina. Skipulags- og byggingarnefnd felur byggingarfulltrúa að leita umsagnar íbúa í Smáragrund 6.

11.Skógargata 19B (143749) - Byggingarskilmálar.

1610185

Fyrir fundinum liggja drög að byggingarskilmálum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir drögin með þeim breytingum sem fundurinn gerði á þeim.

12.Hraun 146545 - Umsókn um byggingarleyfi

1609148

Magnús Pétursson kt. 200256-5739 eigandi jarðarinnar Hrauns landnúmer 146545, í Sléttuhlíð sækir um að fá samþykktan byggingarreit fyrir mykjutank við fjósið á Hrauni. Staðsening skv. meðfylgjandi uppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, af Braga Þór Haraldssyni, dags. 6. september 2016. Númer uppdráttar S01 í verki nr. 7272. Fyrir liggja umsagnir Skagafjarðarveitna og Minjavarðar Norðurlands vestra sem ekki gera athugasemd við staðsetningu tanksins. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

13.Breiðargerði 146154 - Umsókn um stöðuleyfi

1609216

Elínborg Erla Ásgeirsdóttir kt. 060488-3129 eigandi jarðarinnar Breiðargerði landnúmer 146154, sækir um stöðuleyfi fyrir 18 m² gám á jörðinni. Meðfylgjandi gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri staðsetningu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir umbeðið stöðuleyfi. Stöðuleyfi veitt til eins árs eða til 20. október 2017.

14.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 34

1608014F

34. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

15.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 35

1609011F

35. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

16.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 36

1610001F

36. afgreiðslufundur byggingarfulltrúa lagður fram til kynningar

Fundi slitið - kl. 11:00.