Skipulags- og byggingarnefnd

291. fundur 15. ágúst 2016 kl. 14:00 - 15:10 Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Gísli Sigurðsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fellstún 3 - Umsókn um breikkun innkeyrslu.

1605169

Eiður Baldursson 290169-3999 og Þórey Gunnarsdóttir 120772-3179, eigendur einbýlishússins númer 3 við Fellstún á Sauðárkróki óskar heimildar Skipulags-og byggingarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar til að fá að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 2,7 metra breikkun til suðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins. Framlögð gögn gera grein fyrir fyrirhugaðri framkvæmd. Fyrir liggur umsögn Indriða Þórs Einarssonar sviðstjóra veitu-og framkvæmdasviðs þar sem fram kemur Veitu- og framkvæmdasvið gerir ekki athugasemd við breikkun innkeyrslu við Fellstún 3. Einnig kemur fram að eigandi skuli kynna sér legu lagna á svæðinu, verði tjón á lögnum í eigu sveitarfélagsins vegna framkvæmdanna skal húseigandi tilkynna það og lagfæra á eigin kostnað. Erindið samþykkt. Hildur óskar bókað að hún sitji hjá við afgreiðslu þessa liðar.

2.Miklihóll land 2 (221574) - Umsókn um byggingarreit

1606243

Knútur Aadnegard kt 020951-2069 eigandi Miklihólls land 2 (221574) óskar eftir færslu á áður samþykktum byggingarreit fyrir frístundahús á landinu. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 23. apríl 2014. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir umbeðinni breytingu. Uppdrátturinn er í verki númer 71891, nr. S-01, dagsettur 23. júní 2016. Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjavarðar Norðurlands vestra. Erindið samþykkt.

3.Brúnastaðir 146789 - Umsókn um landskipti

1604161

Jóhannes H. Ríkharðsson kt. 030366-4929 og Stefanía Hjördís Leifsdóttir kt. 210665-3909 eigendur jarðarinnar Brúnastaðir (landnr. 146789) í Fljótum Skagafirði, sækja um heimild til að stofna lóð úr landi jarðarinnar, lóðina Brúnastaðir lóð 1. Meðfylgjandi hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerir grein fyrir umbeðnum landskiptum. Uppdrátturinn gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-02 í verki nr. 7455, dags. 4. apríl 2016. Á lóðinni stendur frístundahús með matsnúmer/fastanúmer 232-5984 Óskað er eftir heimild til að leysa lóðina úr landbúnaðarnotkun. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Brúnastaðir, landnr. 146789. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146789. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

4.Umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð

1606280

Skipulags- og byggingarnefnd hefur farið yfir erindi sem beint er til nefndarinnar frá byggðarráði og fjallar um umsóknir um styrki til að undirbúa tillögur að verndarsvæði í byggð. Nefndin metur það svo að það sé nauðsynlegt að hlúa að menningarsögulegu gildi húsa og byggðaheilda í Skagafirði og leggur til við Byggðarráð að sótt verði um styrki til Minjastofnunar til að undirbúa tillögur að sérstökum verndarsvæðum í byggð, með áherslu á gamla bæinn á Sauðárkróki og Kvosina á Hofsósi sem fyrstu byggð innan þéttbýlis sem meta beri í þessu sambandi og hafa samráð við íbúa um. Að þeirri vinnu lokinni er kominn grundvöllur að fyrstu tillögugerð til forsætisráðherra um verndarsvæði í byggð í Skagafirði og mörk þeirra.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 32

1607003F

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 32. fundur, haldinn miðvikudaginn 26. júlí 2016, lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 15:10.