Skipulags- og byggingarnefnd

239. fundur 10. desember 2012 kl. 17:00 - 18:35 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Pálmi Sigurður Sighvats áheyrnarftr.
  • Svanhildur Guðmundsdóttir áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen sviðsstjóri umhverfis- og tæknisviðs
  • Einar Andri Gíslason starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Fjárhagsáætlun 2013 - Skipulags-og byggingarnefnd

1210378

Fjárhagsáætlun 2013. Skipulags- og byggingarmál liður 09 lagður fram til umræðu. Jón Örn fór yfir áætlunina. Niðurstöðutölur eru gjöld kr. 58.843.000.- og tekjur kr. 9.270.000.- Heildarútgjöld kr. 49.573.000.- Þessum lið vísað til byggðarráðs til afgreiðslu.

2.Samþykkt um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis og þjónustugjöld tæknideildar

1211248

Farið yfir gildandi gjaldskrá um gatnagerðargjald, stofngjald fráveitu, byggingarleyfis og þjónustugjöld tæknideildar fyrir árið 2012. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að gera tillögu að nýjum samþykktum og gjaldskrá og leggja fyrir nefndina

3.Ríp 3 - Tilkynning um Skógræktarsamning

1209216

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 5. október sl., þá bókað. Tilkynning um Skógræktarsamning. Með bréfi dagsettu 13. september sl. tilkynna Norðurlandsskógar um skógræktarsamning varðandi jörðina Ríp 3 (146397). Samningurinn nær til 22,0 ha lands þar sem stunduð verður nytjaskógrækt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að svara erindinu í samræmi við stefnu Aðalskipulags Skagafjarðar. Í dag liggur fyrir liggur fyrir umsókn Valgerðar Jónsdóttur fh. Norðurlandsskóga dagsett 17.10.2012 ásamt fylgiskjali, uppdrætti sem merktur er Norðurlandsskógum. Ríp III, Reitakort í mælikvarða 4:4000. erindið samþykkt.

4.Styrkbeiðni - skráning reiðleiða

1210123

Erindi vísað frá byggðarráði. Lagt fram bréf frá Landssambandi hestamannafélaga, þar sem óskað er eftir fjárstuðningi við skráningu reiðleiða í kortagrunn Loftmynda ehf. Landsambandið gerir ráð fyrir að hægt verði á næstu fjórum árum að ljúka við skráningu allra reiðleiða á landinu fáist fjármagn í verkefnið. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir viðræðum við umsækjendur um verkefnið. í Aðalskipulagi er gerð grein fyrir meginreiðleiðum.

5.Ósk um úrbætur

1210106

Með bréfi dagsettu 8. október sl., bendir stjórn Byggingarsamvinnufélagsins Búhölda á að svæði milli lóðanna númer 20 og 22 við Laugatún sé ófrágengið og af því geti stafað hætta eins og það er. Einnig telur stjórn félagsins göngustíg sem þarna er ætlaður óþarfan. Gengið verður frá göngustíg milli lóðana samhliða frágangi lóðarhafa á lóðum sem að stígnum liggja.

6.Smáragrund 1, land 1 - Umsókn um landskipti.

1210384

Þorvaldur Óskarsson kt. 021033-3679 þinglýstur eigandi jarðarinnar Smáragrund 1, landnr. 146494 í Skagafirði sækir um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 5.873,0 m². landsspildu úr jörðinni. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir því landi sem um ræðir. Uppdrátturinn er í verki númer 7127, nr. S02, dagsettur 28. ágúst 2012. Einnig sækir Þorvaldur um að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn og öll hlunnindi fylgja áfram jörðinni Smáragrund 1, landnr. 146494. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

7.Sleitustaðir land 1 - Umsókn um landskipti.

1210385

Sigurður Sigurðsson kt. 220361-5359 og Þorvaldur Óskarsson kt. 021033-3679 þinglýstir eigendur jarðarinnar Sleitustaða landnr. 146487 í Skagafirði sækja um leyfi Skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 26.635,0 m². landsspildu úr jörðinni. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir því landi sem um ræðir. Uppdrátturinn er í verki númer 7127, nr. S01, dagsettur 28. ágúst 2012. Umsækjendur sækja einnig um að spildan verði leyst úr landbúnaðarnotum. Lögbýlarétturinn og öll hlunnindi fylgja áfram jörðinni Sleitustaðir, landnr. 146487. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

8.Grafargerði (146527 )- Umsókn um byggingarreit.

1210398

Eyjólfur Þór Þórarinsson sækir fh. Magnúsar Boga Péturssonar kt. 050745-7679 þinglýsts eiganda Grafargerðis (landnr. 146527) um að fá samþykktan byggingarreit fyrir aðstöðuhús á jörðinni. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 74701, dags. 25. október 2012. Erindið samþykkt.

9.Vindheimar II lóð (146251) - Umsókn um byggingarreit.

1210396

Magnús Pétursson kt. 260547-2409.þ þinglýstur eigandi Vindheima II land (landnr. 146251) Skagafirði, óskar eftir að fá samþykktan byggingarreit fyrir aðstöðuhús. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S101 í verki nr. 72512, dags. 25. október 2012. Ennfremur er óskað eftir leyfi til þess að staðsetja nýja rotþró samkv. ofangreindum uppdrætti. Erindið samþykkt.

10.Starrastaðir land 1 (220303) - Umsókn um nafnleyfi.

1210395

Guðmundur Páll Ingólfsson kt.240682-4279 og Margrét Eyjólfsdóttir kt. 241287-3279, þinglýstir eigendur Starrastaðir land 1, landnúmerið 220303 í Skagafirði óska heimildar skipulags-og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að nefna landið Lækjargerði, ásamt húsinu á landinu stendur. Erindið samþykkt.

11.Efra-Haganes 1 lóð 8 (219261)- Umsókn um nafnleyfi.

1211005

Undirrituð þinglýstir eigendur lóðarinnar Efra-Haganes 1 lóð 8, landnúmer 219261, Fljótum í Skagafirði óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að nefna lóðina Brautarholt-lóð 1. Erindið samþykkt.

12.Efra-Haganes 1 lóð 9 (146801)- Umsókn um nafnleyfi.

1211003

Undirrituð þinglýstir eigendur lóðarinnar Efra-Haganes 1 lóð 9, landnúmer 146801, Fljótum í Skagafirði óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að nefna lóðina Brautarholt-Mýri. Erindið samþykkt.

13.Efra-Haganes 1 lóð 7 (146800)- Umsókn um nafnleyfi.

1211002

Undirrituð þinglýstir eigendur lóðarinnar Efra-Haganes 1 lóð 7, landnúmer 146800, Fljótum í Skagafirði óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að nefna lóðina Brautarholt-Grund. Erindið samþykkt.

14.Ásgeirsbrekka land B - Umsókn um landskipti.

1211140

Arna Björg Bjarnadóttir kt. 250476-3109, þinglýstur eigandi Ásgeirsbrekku í Skagafirði, landnr. 146402, sæki um heimild Skipulags-og byggingarnefndar og sveitarstjórnar Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að skipta 29,57 ha. landi úr jörðinni. Framlagður hnitsettur yfirlits-og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni gerir grein fyrir því landi sem um ræðir.. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7654, dags. 17. nóvember 2012. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Ásgeirsbrekku, landnr. 146402. Erindið samþykkt.
Sigurjón Þorðarson heilbrigðisfulltrúi sat fundinn undir þessum dagskrárlið.

15.Sauðárkrókur Skarðseyri (218097) - Umsókn um lóð

1206014

Tekin til umsagnar lóðaumsókn FISk Seafood um 10.708 ferm lóð á hafnarsvæðinu, við Skarðseyri. Fyrirhuguð notkun er fyrir fiskþurrkunarhús. Samþykkt að úthluta Fisk Seafood lóðinni.
Svanhildur Guðmundsdóttir óskar bókað: Eftir að hafa kynnst samsvarandi starfsemi annarsstaðar á landinu, hlustað á umsagnir og álit þeirra sem að þeirri starfsemi hafa komið þá geri ég athugasemd við samþykkt þessarar umsóknar því ætla má að lyktarmengun frá starfsemi verksmiðjunnar sem reisa á muni skerða til muna lífsgæði íbúa og annarra í nágrenni hennar. Ég er ekki mótfallinn því að gefa leyfi fyrir starfseminni sem slíkri og mæli eindregið með að henni verði fundinn staður í nokkurra kílómetra fjarlægð frá byggð.
Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi mætti á fundinn undir þessum lið og svaraði spurningum fundarmanna.

16.Ögmundarstaðir - Umsókn um niðurrif mannvirkja

1212001

Lagt fram til kynningar. Umsókn Jóns Margeirs Hróðmarssonar kt. 3005615439 fh. Hróðmars Margeirssonar kt. 0509254559, um niðurrif mannvirkja á jörðinni Ögmundarstaðir landnúmer 146013. Sótt um leyfi til að rífa fjárhús og hlöðu. Erindið samþykkt.

17.Hættumat vegna skriðufalla og snjóflóða

1211151

Lagt fram bréf frá Veðurstofu Íslands varðandi gerð hættumats vegna skriðufalla og snjóflóða. Þar kemur fram að árið 2006 var gerð úttekt á því hvar væri ástæða til að kanna nánar ofanflóðahættu í grennd við þéttbýli á landinu. Niðurstaða þeirrar úttektar var að vegna aðstæðna á Sauðárkróki og fyrirliggjandi upplýsinga um skriðuföll og snjóflóð væri ástæða til að meta hættu þar. Fyrirkomulag þessara mála er þannig að það er að forminu til sveitarfélögin sem standa að slíku hættumati en Veðurstofan vinnur verkið og Ofanflóðasjóður greiðir allan kostnað. Viðkomandi sveitarfélagi er ætlað að hafa frumkvæði að gerð hættumats og skipa 2 af 4 fulltrúum hættumatsnefndar sem stýrir gerð hættumatsins, sér um kynningu á niðurstöðum og leggur þær að lokum fram til staðfestingar ráðherra.
Tekið er undir bókun Umhverfis- og samgöngunefndar og samþykkt að fara i þessa vinnu. Lagt til að Slökkviliðsstjóri og Skipulags- og byggingarfulltrúi verði fulltrúar sveitarfélagsins í hættumatsnefndinni.

18.Bréf Skipulagsstofnunar varðandi gildi deiliskipulags

1211115

Lagt fram til kynningar bréf Skipulagsstofnunar dagsett 9. nóvember sl., þar sem stofnunin vekur athygli á úrskurði úrskurðarnefndar skipulags-og byggingarmála frá 25. október sl. og byggir úrskurðarnefndin hann á nýjum skipulagslögum nr.123/2010.

19.Hólar,Ferðaþj.Hólum-umsögn um rekstrarleyfi

1211020

Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 5. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um rekstarleyfi fyrir ferðaþjónustuna á Hólum, endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Bjórsetur Íslands Hólum, Veitingahús/Brugghús. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 6. nóvember sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

20.Suðurgata 3 Veisluþj. - umsögn um rekstarleyfi

1211086

Lagt fram til kynningar. Erindi frá sýslumanninum á Sauðárkróki dagsett 9. nóvember sl., þar sem óskað er umsagnar um rekstarleyfisumsókn Lilju A. Ingimarsdóttur kt. 240739-2089 og Sóleyjar Skarphéðinsdóttur kt. 150649-3669. Endurnýjun á rekstarleyfi fyrir Veisluþjónustu að Suðurgötu 3,550 Sauðárkróki. Í svari til sýslumanninum á Sauðárkróki 12. nóvember sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

21.Sæmundargata 1B - Byggingarleyfi.

1210285

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Þórarinn S Thorlacius kt. 2506542359 f.h. Dodda málara ehf, kt. 620299-2439, dagsett 1. október 2012. Umsókn um leyfi til að breyta útliti hússins sem stendur á lóðinni númer 1B við Sæmundargötu á Sauðárkróki.. Byggingarleyfi samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 2. október 2012.

22.Háahlíð 6 - Byggingarleyfi.

1210465

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Málfríðar Ólafar Haraldsdóttur kt. 280367-3039, sem dagsett er 30. október 2012. Umsókn um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á lóðinni númer 6 við Háuhlíð á Sauðárkróki. Byggingarleyfi veitt 30. október 2012.

23.Grundarstígur 24 - Byggingarleyfi

1209237

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Ómars Freys Sveinssonar kt-161181-5529 og Erlu Bjarkar Helgadóttur kt. 101181-5109 dagsett 24. október. 2012. Umsókn um leyfi til að byggja opið skýli milli íbúðarhúss og bílskúrs á lóðinni nr. 24 við Grundarstíg á Sauðárkróki. Byggingarleyfi veitt 16. nóvember 2012.

24.Nátthagi 12 - Byggingarleyfi.

1210188

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Brodda R. Hansen kt. 011070-3459 dagsett 11. október 2012. Umsókn um leyfi til að breyta útliti og innangerð einbýlishúss sem stendur á lóðinni nr. 12 við Nátthaga á Hólum í Hjaltadal. Byggingarleyfi veitt16. nóvember 2012

25.Barmahlíð 6 - Byggingarleyfi.

1211163

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Hjartar Ingasonar kt. 080352-3799 dagsett 21. nóvember 2012. Umsókn um leyfi til að breyta ytra útlit einbýlishússins sem stendur á lóðinni nr. 6 við Barmahlíð á Sauðárkróki, ásamt því að byggja garðhús og skjólvegg. Byggingarleyfi veitt 27. nóvember 2012.

26.Hof (146539) - Byggingarleyfi.

1211152

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Einars Guðmannssonar kt. 090656-5549 f.h. Hofstorfunnar slf. kt. 410703-3940 dagsett 20. nóvember 2012. Umsókn um leyfi til að breyta innangerð hesthúss á jörðinni Hofi (146539) á Höfðaströnd. Byggingarleyfi veitt 27. nóvember 2012.

27.Ljótsstaðir lóð - samþykkt byggingaráform

1208025

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Elsu Stefánsdóttur kt. 260153-7499 og Steinunnar H. Erlingsdóttur kt. 210185-2679 f.h. Ljótsstaða ehf. kt. 451110-0630, sem er eigandi vélsmiðju og íbúðar sem stendur á lóðinni Ljótsstaðir lóð (194809). Umsóknin er dagsett 8. ágúst 2012, og varðar breyta notkun hússins í hesthús ásamt því að breyt innra og ytra útliti þess. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 18.10.2012.

28.Suðurbraut 9 - Samþykkt byggingaráform.

1210388

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Þórólfs Gíslasonar kt. 190352-2859, f.h. Kaupfélags Skagfirðinga, dagsett 24. október 2012. Umsókn um leyfi til að breyta innangerð jarðhæðar og ytra útliti verslunarhúsnæðis sem stendur á lóðinni númer 9 við Suðurbraut á Hofsósi. Byggingaráform samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 20. nóvember 2012.

29.Áshildarholt land(220469)- Samþykkt byggingaráform.

1211030

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Sigurðar Vilhjálmssonar kt. 110341-7769 dagsett 19. nóvember 2012. Umsóknin um leyfi til að byggja einbýlishús á lóðinni Áshildarholt land með landnúmerið 220469, Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 28. nóvember 2012.

Fundi slitið - kl. 18:35.