Skipulags- og byggingarnefnd

285. fundur 11. apríl 2016 kl. 10:00 - 11:18 í Ráðhúsi, Skagf.braut 17-21
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
  • Gísli Sigurðsson varam.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Hólar 146440 - Starfsleyfisumsókn - gömlu Fjárhúsin - Bleikjukynbótastöð

1603199

Vegna endurnýjunar á starfsleyfi fyrir bleikjukynbótastöðina að Hólum í Hjaltadal óskar Háskólinn á Hólum eftir, með bréfi dagsettu 21. mars 2016, að Sveitarfélagið Skagafjörður meti hvort starfsemi sú sem lýst er í meðfylgjandi erindi skuli fara í umhverfismat. Starfsemin fellur undir C- flokk í 1. viðauka í lögum um mat á umhverfisáhrifum nr. 106/2000
Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur yfirfarið umsóknargögnin og skoðað starfsemi bleikjukynbótastöðvarinnar vegna þessa erindis. Það er mat skipulags- og byggingarfulltrúa að starfsemin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála niðurstöðu skipulags- og byggingarfulltrúa.

2.Skagfirðingabraut 51 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

1603180

Í samræmi við 38. grein skipulagslaga óskar Kaupélag Skagfirðinga eftir heimild Skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar til að annast og kosta gerð deiliskipulags deiliskipulags á svokölluðum Mjólkurstöðvarreit. Á reitnum eru lóðirnar Skagfirðingabraut 51 og Ártorg 1. Meðfylgjandi umsókn er lýsingu á skipulagsverkefninu, sbr. 1. mgr. 40. gr., Skipulagslaga. Jafnframt fylgir erindinu fyrirspurnargögn sem greina fyrirhugaðar framkvæmdir á lóðinni Skagfirðingabraut 51. Skipulags - og byggingarnefnd leggur til við sveitarstjórn að framkvæmdaraðila sé heimilað að vinna deiliskipulag á lóðarreitnum.

3.Víðigrund 5 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

1512021

Fyrir liggur fyrirspurn Þrastar Magnússonar, fh. Byggingarnefndar Oddfellow Víðigrund 5 Sauðárkróki um leyfi til að byggja við húseignina að Víðigrund 5 og fjölga við það bílastæðum. Erindið var áður á dagskrá nefndarinnar þann 6 janúar sl. Ný gögn, frá Mark-stofu ehf. á Akranesi, Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt sem skýra umsókn umsækjenda voru móttekin 6 apríl sl. Samþykkt að grendarkynna erindið samkv 44 grein skipulagslaga 123/2010.

4.Sauðárkrókur 218097 - Siglingaklúbburinn Drangey - Umsókn um setlaug

1603203

Fyrir liggur fyrirspurn Ingvars Páls Ingvarssonar fh Siglingaklúbbsins Drangey um heimild til að staðsetja setlaug við smábátahöfnina á Sauðárkróki samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindinu vísað til umhverfis - og samgöngunefndar.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 23

1603015F

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 23. fundur, haldinn 23. mars 2016 lagður fram til kynningar.

6.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 24

1603016F

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa, 24. fundur, haldinn 7. apríl 2016 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 11:18.