Skipulags- og byggingarnefnd

271. fundur 27. mars 2015 kl. 10:00 - 12:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Glaumbær - deiliskipulag

1310208

Fyrir fundinum liggur skipulagslýsing vegna fyrirhugaðrar gerðar deiliskipulags fyrir safnasvæði Byggðasafns Skagfrðinga í Glaumbæ, dagsett 15.03.2015 unnin af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Lýsing skipulagsverkefnisins er unnin í samræmi við 40. grein Skipulagslaga. Skipulags- og bygginnarnefnd samþykkir framlagða skipulagslýsingu og leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði kynnt samkvæmt ákvæðum Skipulagslaga.

2.Freyjugata - Fyrirspurn um byggingarleyfi

1503030

Fasteignafélagið Ámundakinn ehf á Blönduósi hefur sótt um lóð fyrir nýbyggingu á sk. Freyjugötureit austan Freyjugötu með aðkomu frá Knarrarstíg. Áform félagsins er að byggja um 1000 m2 skrifstofuhúa á einni hæð. Til þessa fundar kom Jóhannes Torfason frá Ámundakinn ehf til viðæðna við skipulags- og byggingarnefnd vegna umsóknarinnar og um áform félagsins.

3.Skógargata 1 - Umsókn um lóð

1503090

Knútur Aadnegard eigandi Skógargötu 1 Sauðárkróki hefur óskað eftir við Skipulags- og byggingarnefnd að fá stækkun á lóð Skógargötu 1. Til þessa fundar kom Knútur Aadnegard til viðæðna við skipulags- og byggingarnefnd vegna umsóknarinnar. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir að skoða lóðarmál á umræddum reit.

4.Laugardalur 146194 - Umsókn um leyfi til skógræktar

1503174

Norðurlandsskógar, Valgerður Jónsdóttir framkvæmdastjóri, Norðurlandsskóga sækir um leyfi til nytjaskógræktar á 22,5 ha. svæði í landi jarðarinnar Laugardals. Framlögð gögn dagsett 18. mars 2015. Fyrir liggur samningur um þáttöku í nytjaskógrækt milli Norðurlandsskóga kt. 420500-3510 og B. Pálssonar ehf. kt. 610105-1060 sem er eigandi jarðarinnar Laugardals. Erindinu frestað til næsta fundar.

5.Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa - 3

1503002F

Afgreiðslufundur byggingarfulltrúa 3. fundur, 24. mars 2015 lagður fram til kynningar.

Fundi slitið - kl. 12:00.