Skipulags- og byggingarnefnd

267. fundur 21. janúar 2015 kl. 08:30 - 10:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Dalspláss - Umsókn um framkvæmdaleyfi

1412050

Þinglýstir eigendur Litladals (landnr. 146204), Laugardals (landnr. 146194), Héraðsdals (landnr. 191974) og Héraðsdals I (landnr. 146172) sækja um framkvæmdaleyfi fyrir lögn hitaveitu frá dælustöð í landi Laugardals að Litladal, Héraðsdal og Héraðsdal I skv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, dags. 27. nóvember 2014. Lagnirnar foreinangruð plaströr PEX sem verða plægð niður. Erindi frestað.

2.Héraðsdalur 1 146172 - umsókn um byggingarreit

1412042

Gunnar B. Dungal kt. 191148-4959 sækir fh. B. Pálssonar ehf. kt 610105-1060 um að fá samþykktan byggingarreit vegan væntanlegrar sundlaugar við íbúðarhúsið Héraðsdal I, 146172. Framlagður afstöðuuppdráttur gerður á af Stoð ehf. verkfræðistofu, af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 7336, dagsettur 17.10.2014. Erindið samþykkt.

3.Breiðargerði 146154 - Umsókn um landskipti.

1501113

Sindri Sigfússon kt. 271156-4489, Guðmunda Sigfúsdóttir kt. 300455-2989, Steindór Sigfússon kt. 200953-5929 og Svanhildur Sigfúsdóttir kt. 200351-3559 eigendur jarðarinnar Breiðargerðis (landnr. 146154) sækja um leyfi til að skipta tveimur spildum út úr jörðinni, Breiðargerði land 1 og Breiðargerði land 2. Framlagður hnitsettur yfirlits- og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Þórði Karli Gunnarssyni tæknifræðingi. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 772201, dagsettur 16.10.2014. Einnig fylgjandi umsókn yfirlýsing eigenda aðliggjandi jarða um ágreiningslaus landamerki. Erindið samþykkt.

4.Kleifatún 8 - Beiðni um lóðarstækkun

1501115

Axel Sigurjón Eyjólfsson kt 300181-5549 og Ósk Bjarnadóttir kt 161084-3289 lóðarhafar lóðarinnar Kleifatún 8 Sauðárkróki óska eftir að fá lóðarstækkun, 3 m til norðurs inn á opið svæði sveitarfélagsins. Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda um erindið og frestar afgreiðslu.

5.Hof 146114 - Umsókn um landskipti

1407132

Rósa Sigurlaug Eiríksdóttir kt. 030153-5299, Hermundur Valdimar Eiríksson kt. 251054-5179, Jón Eiríksson kt. 050263-2829 og Helga Guðrún Eiríksdóttir kt. 010362-4749 eigendur Hofs í Varmahlíð, landnr. 146114, sækja um leyfi til þess að skipta þremur lóðum út úr landinu. Afmörkun lóðanna er sýnd á framlögðum hnitsettum yfirlits-og afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni verkfræðing. Númer uppdráttar er S-102 í verki nr. 7667, og er hann dagsettur 13. júní 2014. Snyrting með fastanúmer 214-0813 sem stendur á landinu fylgir landnúmeriðnu 146114. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Lambanes-Reykir lóð 146843 - Lóðarmál

1501201

Alfreð Hallgrímsson kt. 231225-3239, Margrét Einarsdóttir kt. 090364-5299 og Sigurbjörg Einarsdóttir kt. 290967-3929 eigendur sumarbústaðalandsins Lambanes-Reykir lóð, landnúmer 146843, sem er innan jarðarinnar Lambanes-Reykir landnúmer 146842, sem einnig er í eigu umsækjenda, sækja um staðfestingu skipulagsyfirvalda á afmörkun lóðarinnar. Á lóðinni stendur frístundahús, fastanúmer 214-4116 í eigu umsækjenda. Framlagðir hnitsettir yfirlits- og afstöðuuppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræði¬stofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdrátta er S-101 og S-102 í verki nr. 7701, dags. 10. júlí 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

7.Lambanes-Reykir lóð 146844 - Lóðarmál

1501202

Alfreð Hallgrímsson kt. 231225-3239, Margrét Einarsdóttir kt. 090364-5299 og Sigurbjörg Einarsdóttir kt. 290967-3929 eigendur Lambanes-Reykir lóð, landnúmer 146844 sem er innan jarðarinnar Lambanes-Reykir landnúmer 146842, sem einnig er í eigu umsækjenda, sækja um leyfi til að sameina lóðina framangreindri jörð. Á lóðinni stendur geymsla/spennistöð með fastanúmer 214-4117 í eigu umsækjenda. Framlagðir hnitsettir yfirlits- og afstöðuuppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræði¬stofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdrátta er S-101 og S-102 í verki nr. 7701, dags. 10. júlí 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

8.Lambanes-Reykir lóð 176898 - Lóðarmál

1501203

Alfreð Hallgrímsson kt. 231225-3239, Margrét Einarsdóttir kt. 090364-5299 og Sigurbjörg Einarsdóttir kt. 290967-3929 eigendur Lambanes-Reykir lóð, landnúmer 176898 sem er innan jarðarinnar Lambanes-Reykir landnúmer 146842, sem einnig er í eigu umsækjenda, sækja um leyfi til að sameina lóðina framangreindri jörð. Lóðin er án húsa og annarra mannvirkja. Framlagðir hnitsettir yfirlits- og afstöðuuppdrættir gerðir á Stoð ehf. verkfræði¬stofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdrátta er S-101 og S-102 í verki nr. 7701, dags. 10. júlí 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

9.Lynghvammur 146847 - Lóðarmál

1501204

Alfreð Hallgrímsson kt. 231225-3239, Margrét Einarsdóttir kt. 090364-5299 og Sigurbjörg Einarsdóttir kt. 290967-3929 eigendur íbúðarhúsalóðarinnar Lynghvammur, landnúmer 146847, sem er innan jarðarinnar Lambanes-Reykir landnúmer 146842, sem einnig er í eigu umsækjenda, sækja um staðfestingu skipulagsyfirvalda á afmörkun framangreindrar lóðar. Á lóðinni stendur íbúðarhús, fastanúmer 214-4122 í eigu Hafliða Jónssonar kt. 250150-2109 sem einnig skrifar undir erindið og samþykkir afmörkun lóðarinnar. Framlagðir hnitsettir yfirlits- og afstöðuuppdrættir gerðir eru á Stoð ehf. verkfræði¬stofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdrátta er S-101 og S-102 í verki nr. 7701, dags. 10. júlí 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

10.Varmahlíð 146131 - Fyrirspurn vegna áforma um viðbyggingu við Hótel Varmahlíð

1412052

Í samræmi við bókun Skipulags- og byggingarnefndar frá 8. desember sl. og samþykkt sveitastjórnar frá 16. desember sl. var erindi Páll Dagbjartsson fh. Gestagangs ehf., varðandi stækkun Hótels Varmahlíðar sent landeiganda, Varmahlíðarstjórn kt 580288-2519 til umsagnar. Varmahlíðarstjórn óskaði eftir að skipulags- og byggingarfulltrúi kæmi á fund stjórnarinnar og færi yfir erindið. Sá fundur fór fram 14. janúar sl.

11.Eyrarvegur 18 - Fyrirspurn um byggingarframkvæmd

1409156

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 16. janúar sl. byggingarleyfi vegna byggingar hráefnismóttökuskýlis við frystihús FISK Seafood ehf. að Eyrarvegi 18 á Sauðárkróki. Byggingaráform voru samþykkt 15. október 2014.

12.Suðurgata 1 - Umsókn um byggingarleyfi

1412097

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 15. desember sl. byggingaráform vegna breytinga á innraskipulagi lögreglustöðvarinnar og sýsluskrifsstofunnar að Suðurgötu 1 á Sauðárkróki. Umsækjandi Kjartan Sævarssonar, f.h. Fasteigna ríkissjóðs kt. 690981-0259,

13.Grenihlíð 9 - Umsókn um byggingarleyfi.

1501026

Skipulags- og byggingarfulltrúi samþykkti 30. desember sl. byggingarleyfi vegna útlitsbreytingar á raðhúsinu Grenihlíð 9. Sauðárkróki. Breytingin felur í sér að settir verða tveir gluggar á norður stafn hússins. Umsækjandi Þröstur Magnússonar kt. 060787-3529 og Sigríður K. Björnsdóttir kt. 280788-2609.

14.Kynning: Tillaga að Landsskipulagsstefnu 2015-2026 til kynningar

1412217

Skipulagsstofnun hefur lagt fram til kynningar tillögu að Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Í tillögunni er sett fram stefna um skipulag á miðhálendi Íslands, skipulag í dreifbýli, búsetumynstur og skipulag á haf- og strandsvæðum. Athugasemdafrestur er auglýstur til 13. febrúar nk.

15.Gil lóð 1 - Umsókn um nafnleyfi

1501029

Símon Baldur Skarphéðinsson kt. 120850-3509 og Sigrún Brynja Ingimundardóttir kt. 140251-2329, eigendur lóðarinnar Gil lóð 1, landnúmer 220944 óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að nefna lóðina Skálholt 1. Erindið samþykkt

16.Gil lóð 2 - Umsókn um nafnleyfi

1501031

Símon Baldur Skarphéðinsson kt. 120850-3509 og Sigrún Brynja Ingimundardóttir kt. 140251-2329, fyrir hönd Vinnuvéla Símonar ehf. kt. 510200-3220 sem er eigandi lóðarinnar Gil lóð 2, landnúmer 222525 óska heimildar skipulags- og byggingarnefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að nefna lóðina Skálholt 2. Erindið samþykkt

17.Reykir land 145951 - Umsókn um staðfestingu lóðarmarka

1412216

Sigríður Auðunsdóttir, kt. 200439-4579 eigandi Reykja land, landnúmer 145951, sækir um staðfestingu skipulagsyfirvalda á afmörkun landsins. Á framlögðum hnitsettum uppdrætti er landið skráð 2988,0 m². Uppdrátturinn er gerður af Söru Axelsdóttur arkitekt kt. 270280-6179 og er hann í verki númer 14_02, teikning nr. 1.01, dagsett 30.12.2014. Fram kemur á uppdrætti að landmælingar séu unnar hjá Stoð ehf. verkfræðistofu í október 2014, af Atla Gunnari Arnórssyni verkfræðing. Einnig skrifa undir umsóknina Jón Sigurður Eiríksson kt. 080129-2469 og Ægir Birgisson kt. 281266-5009 og staðfesta þar afmörkun framangreindrar lóðar, en þeir eru meðeigendur umsækjanda aðliggjandi jarðar sem er Reykir landnr. 145950. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

18.Lambatungur 146188 - stofnun fasteignar, þjóðlendur

1412065

Fyrir liggur erindi/umsókn Forsætisráðuneytisins undirritað af Páli Þórhallssyni og Sigurði Erni Guðleifssyni fyrir hönd ráðherra. Þar er sótt um stofnun fasteignar (þjóðlendu) og er það gert með vísan til 14. Gr. laga laga um skráningu og mat fasteigna nr. 6/2001 m.sbr. Fylgjandi umsókn eru úrdráttur úr úrskurði óbyggðanefndar í máli nr. 4/2008 dags. 19 júní 2009. Dómur Hæstaréttar Íslands í máli 250/2011 dags. 27. September 2012 og landspildublaði.
Erindinu frestað og óskað verður eftir nákvæmari uppdrætti - landspildublaði.

19.Bakkaflöt 146198 - Umsókn um byggingarreit

1412064

Sigurður Friðriksson kt. 010449-2279 eigandi jarðarinnar Bakkaflöt landnr. 146198 sækir um að fá samþykkan byggingarreit fyrir frístundahús á jörðinni. Framlagður uppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 734621, nr. S-101 og er hann dagsettur 2. desember 2014. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fengnum umsögnum hlutaðeigandi.

20.Laugardalur 146194 - Umsókn um framkvæmdaleyfi og byggingarreit

1412043

Gunnar B. Dungal kt 191148-4959 sækir, fh B. Pálssonar ehf. kt 610105-1060 sem er þinglýstur eigandi Laugardals í Dalsplássi, um leyfi fyrir staðsetningu á borholu og byggingarreit fyrir dæluhús í landi Laugardals samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni byggingartæknifræðingi. Afstöðuppdráttur dagsettur 27. nóvember 2014. Skipulags- og byggingarfulltrúi hefur, með vísan í lög nr. 57/1998, óskað eftir frekari gögnum varðandi umsóknina. Erindi frestað.

Fundi slitið - kl. 10:00.