Skipulags- og byggingarnefnd

265. fundur 05. desember 2014 kl. 09:00 - 09:55 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Ásmundur Jósef Pálmason varaform.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir ritari
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Starfshættir Skipulags- og byggingarnefndar

1412040

Til umræðu var bókun Hildar Þóru Magnúsdóttur á fundi sveitarstjórnar 26. nóvember sl sem varðað fundarsköp og starfshætti skipulags- og byggingarnefndar. Fundarmenn eru sammála um að bókunin sé á misskilningi byggð og Hildur Þóra dregur umrædda bókun sína til baka. Sátt er um að skilja þennan ágreining að baki svo góður starfsandi geti ríkt í nefndinni.

Fundi slitið - kl. 09:55.