Skipulags- og byggingarnefnd

259. fundur 11. júlí 2014 kl. 08:30 - 10:35 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson aðalm.
  • Hildur Þóra Magnúsdóttir aðalm.
  • Gísli Sigurðsson varam.
  • Guðni Kristjánsson áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
  • Ásta Björg Pálmadótttir sveitarstjóri
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Kosning formanns, varaformanns og ritara

1406191

Fyrir liggur tillaga um formann Viggó Jónsson,varaformann Ásmund Pálmason og ritara Hildi Þóru Magnúsdóttur. Tillagan samþykkt. Áheyrnarfulltrúi er Guðni Kristjánsson.

2.Skagfirðingabraut 8 - Umsókn um framkvæmdaleyfi.

1406264

Lúðvík R. Kemp og Ólafía K. Sigurðardóttir eigendur einbýlishússins Skagfirðingabraut á Sauðárkróki óska heimildar Skipulags- og byggingarnefndar til að breyta innkeyrslu að lóðinni. Innkeyrsla á lóðina er frá Suðurgötu. Nú er óskað eftir að fá einnig innkeyrslu á lóðina frá Skagfirðingabraut þannig að gegnumkeyrsla geti verið um lóðina. Meðfylgjandi gögn sem skíra hugmyndir umsækjenda eru dagsett eru 25. júní 2014. Skipulags- og byggingarnefnd hafnar erindinu og telur að gegnumakstur um lóðina geti ógnað umferðaröryggi.

3.Suðurgata 11 - Umsókn um byggingarleyfi

1405139

Hólmfríður Runólfsdóttir eigandi einbýlishúss nr 11 við Suðurgötu sækir hér með um leyfi til að gera breytingu á núverandi geymsluhúsi á lóð. Breytingin felst í að stækka geymsluhúsið og hækka þak. Meðfylgjandi uppdrættirnir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing og eru þeir dagsettir 15.05.2014 í verki 0514 teikn.nr. 01.
Stærð húss eftir stækkun verður 21,6 fermetrar. Samþykkt að grendarkynna erindið.

4.Kýrholt lóð 2 - Umsókn um byggingarreit og vegtengingu.

1407004

Steinþór Tryggvason í Kýrholti, eigandi lóðarinnar Kýrholt lóð 2 sem hefur landnúmer 222278 óskar eftir leyfi fyrir byggingarreit fyrir frístundarhús á lóðinni. Meðfylgjandi afstöðuppdráttur er gerður hjá Stoð ehf verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni tæknifræðing. Uppdráttur S102 og er hann dagsettur 27. júní 2014. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið að fengnum umsögnum hlutaðeigandi aðila.

5.Drekahlíð 4 - Umsókn um framkvæmdaleyfi

1405130

Undir þessum lið viku Gísli Sigurðsson og Sigurður H. Ingvarsson af fundi. Hjalti Magnússon og Sigurlaug Reynaldsdóttir eigendur einbýlishússins Drekahlíð 4 á Sauðárkróki óskar heimildar Skipulags- og byggingarnefndar sveitarfélagsins Skagafjarðar til að breikka innkeyrslu að lóðinni. Sótt er um 2,3 metra breikkun til norðurs, yfir lagnasvæði sveitarfélagsins eins og fram kemur á meðfylgjandi fylgigögnum. Erindinu frestað.

6.Skipulagsdagurinn 29. ágúst 2014

1406261

Lagt fram til kynningar. Árlegur samráðsfundur Skipulagsstofnunar með sveitarfélögum verður haldinn 29. ágúst næstkomandi á Grand Hótel í Reykjavík undir yfirskriftinni Skipulagsdagurinn 2014. Til fundarins er boðið sveitarstjórnarmönnum, fulltrúum í skipulagsnefndum sveitarfélaga, skipulagsfulltrúum og öðrum starfsmönnum sveitarfélaga sem annast skipulagsmál. Fundurinn er að venju haldinn í samráði við Samband íslenskra sveitarfélaga.

Fundi slitið - kl. 10:35.