Skipulags- og byggingarnefnd

258. fundur 30. apríl 2014 kl. 09:15 - 10:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Hrefna Gerður Björnsdóttir varam. áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Gil lóð 1 - Umsókn um landskipti

1404255

Símon Skarphéðinsson kt. 120850-3509 og Brynja Ingimundardóttir kt. 140251-2329 eigendur að landinu Gil lóð 1 (landnr. 220944) í Borgarsveit, sækja um leyfi fyrir stofnun lóðar með heitið Gil lóð 2, úr lóðinni Gils lóðar 1. Einnig er óskað eftir því að Gil lóð 1 landnr. 220944 og Gil lóð 2 verði leystar úr landbúnaðarnotkun. Framlagður uppdráttur gerir grein fyrir skiptingu lóðarinnar. Uppdrátturinn er gerður á Stoð ehf. Verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S-03 í verki nr. 72247, dags. 15. apríl 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

2.Sauðárkrókur 218097 - Umsókn um lóð fyrir hótelbyggingu.

1404253

Pétur Bjarnason og Auðunn S. Guðmundsson sækja með bréfi dagsettu 22. apríl sl., fh. Hymis ehf. kt 621292-3589 um að fá úthlutað lóð á Flæðum við Faxatorg fyrir hótelbyggingu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og óskar eftir nánari upplýsingum frá umsækjendum þar sem þeir geri nánari grein fyrir áformum sínum.

3.Glaumbær - deiliskipulag

1310208

Lögð fram til kynningar forsögn Sigríðar Sigurðardóttur forstöðumaðumans Byggðasafns Skagfirðinga í Glaumbæ dagsett 24. apríl 2014, varðandi stefnumótun um framtíð safnasvæðis í Glaumbæ. Jón Örn skipulags-og byggingarfulltrúi gerði grein fyrir fundi sem haldinn var í Glaumbæ þann 22. apríl sl. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir fyrir sitt leiti þá stefnu sem mörkuð er í forsögn forstöðumanns Byggðasafnsins.

4.Gönguskarðsárvirkjun 143907 - Fyrirspurn um framkvæmdaleyfi

1310348

Lögð fram til kynningar tillaga að greinargerð með deiliskipulagi unnin á Verkís hf. af Sunnu Ósk Kristjánsdóttur og Þórhildi Guðmundsdóttur í mars 2014. Einnig lagður fram tillöguuppdráttur að deiliskipulagi fyrir virkjanasvæðið. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að vinna áfram að málinu með umsækjendum

5.Efra-Hagan 2, land 1 (222258) - Umsókn um landskipti

1403202

Fyrir liggur Landskiptagerð, yfirlýsing dagsett 15.11.2013, vegna skiptingar á jörðinni Efra-Haganes II, landnúmer 146794, Fljótum í Skagafirði, lögð fram af Stefáni Þórarni Ólafssyni hrl., fyrir hönd eigenda. Fram kemur í Landskiptagerð, skiptayfirlýsingu skipting hlunninda og að lögbýlarétturinn fylgi áfram Efra-Haganesi II, landnúmer 146794. Útskipta landið hefur á uppdrætti heitið Efra-Hagan II, land 1og fengið úthlutað landnúmerinu 222258. Framlagður yfirlits/afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir landskiptunum. Uppdrátturinn er í verki númer 720211, nr. S01, dagsettur 25. september 2013. Fram kemur á uppdrætti breyting dagsett 17. mars 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

6.Efra-Hagan 2, land 2 (222259) - Umsókn um lóð

1403203

Fyrir liggur umsókn frá Stefáni Þórarni Ólafssyni hrl., dagsett 29.4.2014 fyrir hönd eigenda jarðarinnar Efra-Haganes II, landnúmer 146794, Fljótum í Skagafirði, ásamt Landskiptagerð, yfirlýsing sem dagsett er 15.11.2013, vegna skiptingu jarðarinnar. Fram kemur í Landskiptagerð, skiptayfirlýsingu skipting hlunninda og að lögbýlarétturinn fylgi áfram Efra-Haganesi II, landnúmer 146794. Lóðin hefur á uppdrætti heitið Efra-Hagan II, land 2 og hefur fengið úthlutað landnúmerinu 222259. Innan lóðarinnar er gamla íbúðarhús jarðarinnar, í dag skráð sumarbústaður með matsnúmerið 214-3933. Framlagður yfirlits/afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir landskiptunum. Uppdrátturinn er í verki númer 720211, nr. S01, dagsettur 25. september 2013. Fram kemur á uppdrætti breyting dagsett 17. mars 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

7.Efra-Hagan 2, Sandurinn (222260) - Umsókn um landskipti

1403204

Fyrir liggur Landskiptagerð, yfirlýsing dagsett 15.11.2013, vegna skiptingar á jörðinni Efra-Haganes II, landnúmer 146794, Fljótum í Skagafirði, lögð fram af Stefáni Þórarni Ólafssyni hrl., fyrir hönd eigenda. Fram kemur í skiptayfirlýsingu að Sandurinn í Víkinni verði áfram í óskiptri sameign allar og að lögbýlarétturinn fylgi áfram Efra-Haganesi II, landnúmer 146794. Útskipta landið hefur á uppdrætti heitið Efra-Hagan II, Sandurinn og hefur fengið úthlutað landnúmerinu 222260. Framlagður yfirlits/afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni gerir grein fyrir landskiptunum. Uppdrátturinn er í verki númer 720211, nr. S01, dagsettur 25. september 2013. Fram kemur á uppdrætti breyting dagsett 17. mars 2014. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

8.Gil (145930)- Umsókn um byggingarleyfi.

1404152

Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Ómars Jenssonar kt. 190468-4299 fh. Gilsbúsins ehf. kt. 540502-5790, dagsett 23. apríl 2014. Umsókn um leyfi til að breyta og byggja við fjósið á jörðinni Gili í Skagafirði (145930). Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 29. apríl 2014.

9.Árfell 215214 - Umsókn um byggingarleyfi

1404183

Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Gylfa Ingimarssonar kt. 140370-5929, dagsett 14. apríl 2014. Umsókn um leyfi til að byggja við og breyta sumarhúsi sem stendur á landinu Árfell, landnr. 215214. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 29. apríl 2014.

10.Lindargata 1 og 3 - Umsókn um byggingarleyfi

1403358

Lagt fram til kynningar byggingarleyfisumsókn Tómasar Árdal kt. 210959-5489, f.h. Spíru ehf. kt. 420207-0770, dagsett er 26. mars 2014. Umsókn um leyfi til að breyta kjallara að Lindargötu 1, koma þar fyrir framleiðslueldhúsi sem þjóna á matsal í kjallara að Lindargötu 3, ásamt byggingu tengigangs. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 28. apríl 2014.

Fundi slitið - kl. 10:30.