Skipulags- og byggingarnefnd

254. fundur 12. febrúar 2014 kl. 09:15 - 10:10 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Árni Gísli Brynleifsson áheyrnarftr.
  • Pálmi Sigurður Sighvats áheyrnarftr.
Starfsmenn
  • Jón Örn Berndsen byggingarfulltrúi
  • Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Aðalgata 19 - Umsókn um breytta notkun húsnæðis.

1401238

Ingunn H. Hafstað sækir fyrir hönd eigenda Aðalgötu 19 um breytta notkun húsnæðisins. Fyrirhugað er að starfsemi í eigninni verði tvíþætt, annars vegar bar í húsnæði gamla apóteksins og hins vegar gistiheimili í þeim hluta hússins sem áður var íbúð. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir breytta notkun húsnæðisins.

2.Glaumbær lóð (222026) - Umsókn um landskipti

1401148

Guðmundur Þór Guðmundsson, fyrir hönd Kirkjumálasjóðs, sem er skráður eigandi jarðarinnar Glaumbæjar í Skagafirði, landnr. 146031, sækir um heimild til að stofna lóð úr landi jarðarinnar, skv. meðfylgjandi hnitsettum afstöðuuppdrætti, gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Atla Gunnari Arnórssyni. Númer uppdráttar er S-101 í verki nr. 7482-1, dags. 2. janúar 2014.
Íbúðarhús með fastanúmerið 214-0436 mun tilheyra lóðinni. Lögbýlaréttur og öll hlunnindi munu tilheyra Glaumbæ, landnr. 146031. Jafnframt er óskað heimildar til þess að leysa hina nýstofnuðu lóð úr landbúnaðarnotum.
Fyrir liggur samþykki ábúenda jarðarinnar. Erindið samþykkt.

3.Íslenskt Eldsneyti ehf. - Umsókn um lóð

1401064

Lögð var fram umsókn um lóð frá Íslensku Eldsneyti ehf. Fyrirtækið óskar eftir því að fá að staðsetja 50m3 tank undir vistvænt eldsneyti á lóð við smábátahöfnina. Tankurinn sem um ræðir er ofanjarðar með áfastri eldsneytisdælu. Skipulags- og byggingarnefnd er sammála bókun Umhverfis- og samgöngunefnd og hafnar því að staðsetja slíka starfsemi á lóð við smábátahöfnina. Umsækjanda er bent á skipulagða lóð fyrir slíka starfsemi á mótum Strandvegar og Borgargerðis.

4.Jöklatún 5-7 5R - Fyrirspurn um byggingarleyfi.

1309381

Málið áður á dagskrá nefndarinnar 9.10.2013, þá óskað frekari gagna. Eigendur parhúss sem stendur á lóðinni nr. 7 við Jöklatún á Sauðárkróki leita umsagnar Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar vegna fyrirhugaðra breytinga á framangreindu íbúðarhúsi. Fyrirhugaðar breytingar varða bygging bílskúrs á lóðinni samtengdu íbúðarhúsi. Meðfylgjandi gögn dagsett 3.2.2014.
Skipulags og byggingarnefnd samþykkir að grenndarkynna erindið.

5.Fellstún 18 - Umsókn um lóð

1401326

Sigurður Eiríksson kt. 061156-5189 sækir um lóðina nr. 18 við Fellstún á Sauðárkróki fyrir íbúðarhús. Erindið Samþykkt. Umsækjanda er bent á að byggingarframkvæmdir þurfa að hefjast innan eins árs frá lóðarúthlutun annars fellur lóðin aftur til sveitarfélagsins.

6.Lindargata 1 - Fyrirspurn um byggingarleyfi

1402026

Spíra ehf. Kt 420207-0770 eigandi Lindargötu 1 sækir um heimild til að dýpka kjallara hússins og setja dyr á norður hlið þess samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að afgreiða erindið að fengnum fullnægjandi gögnum.

7.Miðhús 146567 - Umsókn um niðurrif mannvirkja.

1402064

Sigmundur Jón Jóhannesson kt. 210865-4899 eigandi Miðhúsa, landnúmer 146567, sækir um að rífa íbúðarhús sem stendur á jörðinni. Fastanúmer hússins er 214-3361. Erindið samþykkt.

8.Skipulagsstofnun - Boð um þátttöku í samráðsvettvangi

1401287

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar þar sem boðið er til þátttöku í samráðshópum um mótun Landsskipulagsstefnu 2015-2026. Samþykkt að formaður nefndarinnar ásamt sveitarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa taki þátt í samráðsvettvangi um mótun Landskipulagsstefnu.

9.Syðri-Hofdalir, lóð 3 - Umsókn um landskipti

1402119

Trausti Kristjánsson kt. 070153-2709 eigandi jarðarinnar Syðri-Hofdala (landnr. 146421) Viðvíkursveit í Skagafirði, óskar heimildar til þess að stofna lóð 3 (222113) í landi jarðarinnar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Númer uppdráttar er S14 í verki nr. 10174. og er hann dagsettur 31. janúar 2014. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja dælustöð fyrir Hitaveitu Skagafjarðar. Einnig er sótt um lausn lóðarinnar úr landbúnaðarnotum. Öll hlunnindi munu áfram tilheyra jörðinni Syðri-Hofdalir landnr. 146421. Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146421. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

10.Syðri-Hofdalir lóð 197709 - Umsókn um staðfestingu lóðarmarka

1402029

Trausti Kristjánsson kt. 070153-2709 eigandi jarðarinnar Syðri-Hofdala (landnr. 146421) og eigendi lóðarinnar Syðri-Hofdalir lóð (landnr. 197709) Viðvíkursveit í Skagafirði óskar staðfestingar skipulags-og byggingarnefndar á afmörkin lóðarinnar og stækkun hennar, líkt og sýnt er á meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer. 72131 nr. S-111, og er hann dagsettur 2. febrúar 2014. Á lóðinni stendur skráð íbúðarhús byggt 1954 með fastanúmer 214-2643. Íbúðarhús byggt 1983 með matsnúmer 214-2654 er í dag matshluti 14 á jörðinni Syðri-Hofdalir 146421 en færist við breytingu lóðarmarkanna yfir á lóðina Syðri-Hofdalir lóð 197709. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.

11.Hóll 145979 - Umsókn um byggingarreit

1402157

Jón Grétarsson kt.081177-4499 og Hrefna Hafsteinsdóttir kt. 030480-5119, eigendur jarðarinnar Hóls í Sæmundarhlíð, (landnr. 145979) óska eftir að fá samþykktan byggingarreit fyrir fjós á jörðinni. framlagður afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verkfræðistofu af Braga Þór Haraldssyni. Uppdrátturinn er í verki númer 74344, nr. S101 og er hann dags. 6. febrúar 2014. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar umsagnir hlutaðeigandi liggja fyrir.

Fundi slitið - kl. 10:10.