Skipulags- og byggingarnefnd

246. fundur 07. ágúst 2013 kl. 08:15 - 09:30 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Viggó Jónsson formaður
  • Gísli Sigurðsson ritari
  • Gísli Árnason aðalm.
  • Árni Gísli Brynleifsson varam. áheyrnarftr.
  • Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
  • Sigurður Hafsteinn Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa
Fundargerð ritaði: Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi
Dagskrá

1.Ósk um lykiltölur úr aðalskipulagi

1307004

Vegna endurskoðunar og uppfærslu á forsenduskjölum landsskipulagsstefnu er óskað eftir að sveitarfélagið yfirfari og endurskoði lykiltölur úr aðalskipulagi varðandi íbúaþróun, landnotkun ofl. Skipulags- og byggingarnefnd hefur yfirfarið aðalskipulagsstefnuna. Engar breytingar eru á fyrirliggjandi stefnu.

2.Heiði 145935 - Umsókn um deiliskipulag

1307103

Kristján Eggertsson arkitekt FAÍ óskar heimildar til að vinna deiliskipulag að frístundabyggð í landi Heiðar í Gönguskörðum, fh fjárfestingarfyrirtækisins Þórsgarðs ehf kt. 570209-0940 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar.
Deiliskipulagsáformin útheimta breytingu á landnotkun samkvæmt Aðalskipulagi sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021. Óskað eftir því að sveitarfélagið geri þær breytingar á Aðalskipulaginu sem nauðsynlegar eru til að þessi áform geti orðið að veruleika. Meðfylgjandi gögn eru uppdráttur, drög að deiliskipulagi, frá KRADS Klapparstíg sem sýnir fyrirhuguð áform í aðalatriðum og umsókn dagsett 18.07.2013. Varðandi drög að deiliskipulagi vill skipulags- og byggingarnefnd ma benda á gr, 5.3.2.14 í skipulagsreglugerð. Skipulags- og byggignarnefnd samþykkir að láta vinna breytingu á aðalskipulagi þegar nánari útfærsla er komin frá umsækjendum varðandi deiliskipulagstillögu.

3.Grundarstígur 1 - fyrirspurn um byggingarleyfi.

1305227

Grundarstígur 1 - fyrirspurn um byggingarleyfi. Málið áður á dagskrá nefndarinnar 12. júní sl. Þá m.a. bókað. ?Samþykkt að grenndarkynna erindið.? 21. júní sl var erindið sent út til kynningar. Frestur til að skila athugasemdum var gefinn til 22. júlí sl. Engar athugasemdir hafa borist við fyrirhugaða framkvæmd. Erindi íbúa á Grundarstíg 1 samþykkt eins og það er fyrir lagt.

4.Þjóðvegur í þéttbýli - Strandvegur

1210466

Þverárfjallsvegur (744) - Framkvæmdaleyfisumsókn. Fyrir liggur framkvæmdaleyfisumsókn frá Vegagerðinni kt. 680269-2899 dagsett 19. júlí 2013 varðandi breytingar á legu Þverárfjallsvegar um Sauðárkrók. Varðandi skipulagsáætlanir er framkvæmdin í samræmi við aðalskipulag Sveitarfélagsins Skagafjarðar 2009-2021 og í samræmi við deiliskipulag gamla bæjarins á Sauðárkróki frá 1987. Skoðun skipulags- og byggignarnefndar er að framkvæmdin hafi jákvæð samfélagsleg áhrif og að hún sé mjög mikilvæg vegna öryggi íbúa við norðurhluta Aðalgötu. Fyrir liggur umsögn Skipulagsstofnunar um að framkvæmdin sé ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Samþykkt að leggja til við sveitarstjórn að framkvæmdaleyfi sé veitt.

5.Róðhóll 146580 - Umsókn um landskipti

1307155

Jóhanna Marín Kristjánsdóttir kt. 070734-3899 eigandi jarðarinnar Róðhóls (landnr. 146580) í Skagafirði, sækir um leyfi til þess að skipta jörðinni, stofna land 1 úr landi jarðarinnar. Framlagður hnitsettur yfirlits og afstöðuuppdráttur sem gerður er á Stoð ehf. verkfræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur, gerir grein fyrir fyrirhuguðum landskiptum. Uppdrátturinn er númer S01 í verki nr. 7625, dags. 05.07.2013. Innan þess lands, sem verið er að skipta úr jörðinni Róðhóll landnr. 146580 standa eftirtalin mannvirki. 01 Ræktað land, 02 Geymsla, 03 Fjós, 04 Fjárhús, 05 Hlaða m/súgþurrkun, 06 Hlaða, 07 Haugstæði, 08 Véla/verkfærageymsla, 09 Íbúð, 10 Véla/verkfærageymsla, 11 Hlaða. Lögbýlarétturinn mun fylgja hinu nýja landnúmeri. Erindið samþykkt.

6.Héraðsdalur 2 (172590) - Umsókn um byggingarreit

1307154

Jesper Lyhne Bækgaard kt. 260779-3039, f.h. Dan-Ice Mink ehf. kt. 480610-0830 sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Héraðsdals 2 (landnr. 172590) í Skagafirði, sækir um að fá samþykktan byggingarreit fyrir minkaskála í landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits -og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Sólveigu Olgu Sigurðardóttur. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 767101, dags. 25.07. 2013. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar umbeðnar umsagnir liggja fyrir.

7.Glæsibær 145975 - Umsókn um byggingarreit

1307153

Ragnheiður Erla Björnsdóttir 191247-4699 og Friðrik Stefánsson 200140-7619 þinglýstir eigendur jarðarinnar Glæsibær (landnr. 145975) í Skagafirði, sækja um að fá samþykktan byggingarreit fyrir aðstöðuhús í landi jarðarinnar. Framlagður yfirlits -og afstöðuuppdráttur gerður á Stoð ehf. verk¬fræðistofu af Eyjólfi Þ. Þórarinssyni. Númer uppdráttar er S01 í verki nr. 75352, dags. 26.07. 2013. Skipulags-og byggingarfulltrúa falið að afgreiða erindið þegar umbeðnar umsagnir liggja fyrir.

8.Faxatorg 143321 - Erindi Arionbanka

1306206

Faxatorg 143321 Erindi Arionbanka, bréf Sigurjóns Pálssonar framkvæmdastjóra rekstrarsviðs og Þóru M. Hjaltisted hdl. dagsett 11.júní sl., varðandi uppdrætti af lagt fram til kynningar.

9.Sölvanes 146238 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1307022

Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Magnúsar Óskarssonar kt. 160847-7199 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir ferðaþjónustu bænda að Sölvanesi, 560 Varmahlíð. Gististaður, flokkur III, heimagisting. Í svari til sýslumannsins á Sauðárkróki 1. júlí sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

10.Sólgarðar lóð 207636 - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1307020

Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Arnar Þórarinssonar kt. 120151-3049 fyrir hönd Ferðaþjónustunnar að Sólgörðum, um endurnýjun á rekstrarleyfi. Gististaður, flokkur II, gistiheimili. Í svari til sýslumannsins á Sauðárkróki 1. júlí sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

11.Skólagata 146653 (Höfðaborg) - Umsagnarbeiðni vegna rekstrarleyfis

1307019

Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Einars Þorvaldssonar kt. 180966-4399 fyrir hönd Félagsh. Höfðaborgar kt. 471074-0479 um endurnýjun á rekstrarleyfi. Veitingastaður, flokkur I, samkomusalir. Í svari til sýslumannsins á Sauðárkróki 1. júlí sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

12.Borgarmýri 5,Gæran - Umsagnarbeiðni vegna tækifærisleyfis

1307132

Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki um umsókn Laufeyjar Skúladóttur kt. 081079-3239 fyrir hönd Gærunnar ehf. kt. 690705-1330 um tækifærisleyfi fyrir Tónlistarhátíðina Gæruna 2013 sem haldin verður í húsnæði Loðskinns að Borgarmýri 5, 550 Sauðárkróki, dagana 16.-18. ágúst 2013. Tónlistarflutningur 22 hljómsveita frá kl: 18:00-02:00. Í svari til sýslumannsins á Sauðárkróki 23. júlí sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

13.Árgarður 146192 - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis

1307030

Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Ragnheiðar Óskar Jónsdóttur kt. 260273929 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Félagsheimilið Árgarð kt. 480475-0549, Steinsstaðahverfi. Veitingaleyfi samkomusalur flokkur I og gistileyfi svefnpokagisting, flokkur II. Í svari til sýslumannsins á Sauðárkróki 2. júlí sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

14.Hofsstaðir II (216120) - Umsagnarbeiðni vegna rekstarleyfis.

1307093

Lagt fram til kynningar. Erindi frá Sýslumanninum á Sauðárkróki þar sem óskað er umsagnar um umsókn Vésteins Vésteinssonar kt.180942-4759 fyrir hönd Gestagarðs kt.630609-0970 um endurnýjun á rekstrarleyfi fyrir Bændagistingu að Hofsstöðum II,551 Sauðárkrókur. Gististaður flokkur III, heimagisting. Í svari til sýslumannsins á Sauðárkróki 22. júlí sl., gerir skipulags-og byggingarfulltrúi ekki athugasemd við umsóknina.

15.Reykjarhólsvegur 20A - Umsókn um byggingarleyfi

1306239

Lagt fram til kynningar. Umsókn Atla Brusmark Kárasonar um leyfi fyrir byggingu smáhýsi á lóðinni nr. 20A við Reykjarhólsveg í Varmahlíð. Umbeðið leyfi veitt af bygingarfulltrúa 28. júní 2013.

16.Skarðseyri 5 - Umsókn um byggingarleyfi

1306202

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Einars Einarssonar framkvæmdarstjóra, fh. Steinullar hf. kt. 590183-0249, dagsett er 18. júní 2013. Umsókn um leyfi til að byggja viðbyggingu norðan við ofnhús verksmiðjunnar sem stendur á lóðinni númer 5 við Skarðseyri. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 21. júní 2013.

17.Valadalur 146074 - Umsókn um byggingarleyfi

1305148

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Eiríks Kristjáns Gissurarsonar kt. 060653-5859. Umsókn um leyfi til að byggja rafstöðvarhús á jörðinni Valadal (146074). Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 1. júlí 2013. Byggingarleyfi veitt 10. júlí 2013.

18.Kjarvalsstaðir (146471) - Umsókn um byggingarleyfi.

1307056

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Friðbjörns Jónssonar kt. 120658-4099, f.h. Eyrúnar B. Guðmundsdóttur kt. 140578-4019 og Víðis Sigurðssonar kt. 010776-3419. Umsókn um leyfi til að breyta útliti íbúðarhúss á Kjarvalsstöðum (146471). Breytingin felst í að einangra og klæða húsið utan. Byggingarleyfi veitt 21. júní 2013.

19.Ríp 2 146396 - Umsókn um byggingarleyfi

1306057

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Birgis Þórðarsonar kt. 070660-5479, dagsett 4. júní 2013. Umsókn um leyfi til að byggja gestahús á jörðinni Ríp II, landnúmer 146396. Byggingarleyfi veitt 20. júní 2013.

20.Herjólfsstaðir (145886)- Umsókn um byggingarleyfi.

1304240

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Einars Kolbeinssonar hjá Stíganda ehf. kt. 620269-7279, f.h. Jóhönnu Stefánsdóttur kt. 290658-4549. Umsókn um leyfi til að fjarlægja núverandi einbýlishús með fastanúmerið 213-9546 á jörðinni Herjólfsstaðir (145886) í Skagafirði og byggja frístundahús í sama bæjarstæði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 26. júní 2013. Byggingarleyfi veitt 26. júní 2013.

21.Hof land 195048 - Umsókn um byggingarleyfi

1302215

Lagt fram til kynningar. byggingarleyfisumsókn Magnúsar H Ólafssonar kt. 150550-4759, f.h. Jóns Ásbergssonar kt. 310550-2489, sem dagsett er 26. febrúar 2013. Umsókn um leyfi til að byggja frístundahús á landinu Hof land (195048) í Skagafirði. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa þann 18. júlí 2013. Byggingarleyfi veitt 18. júlí 2013.

22.Marbæli land 1(221580)-Umsókn um byggingarleyfi.

1307122

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Árna Sigurðssonsar kt. 140444-2359 og Ragnheiðar Guðmundsdóttur kt. 161248-2319, dagsett 15. maí 2013. Umsókn um leyfi til að byggja íbúðarhús á lóðinni Marbæli land 1 með landnúmerið 221580. Byggingaráform eru samþykkt af skipulags- og byggingarfulltrúa 22. júlí 2013.

23.Skagfirðingabraut 7 - Umsókn um byggingarleyfi.

1307148

Lagt fram til kynningar. Byggingarleyfisumsókn Pálma Jónssonar kt. 200980-5149 og Maríu Eymundsdóttur kt. 040684-2209, dagsett 19. júlí 2013. Umsókn um leyfi til að breyta útliti einbýlishúss sem stendur á lóð nr. 7 við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki. Breytingin felst í að einangra og klæða húsið utan. Byggingarleyfi veitt 26. júlí 2013.

Fundi slitið - kl. 09:30.