Skipulags- og byggingarnefnd

120. fundur 03. apríl 2007
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 120 – 3. apríl 2007.
____________________________________________________________________________
 
Ár 2007, þriðjudaginn 3. apríl kl.1315  kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Jón Örn Berndsen skipulags- og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá :
 
1.      Hátún 2 á Langholti – umsókn um byggingarreit
2.      Hofsós – lóðamál
3.      Skíðastaðir á Neðribyggð – stofnun lóðar fyrir vatnstank
4.      Iðutún 12 – umsókn um lóð fyrir einbýlishús
5.      Iðutún 21 - umsókn um lóð fyrir einbýlishús
6.      Laugarhvammur – lóð nr. 10 umsókn um byggingarleyfi
7.      Ártorg 4 – Ábær – breytingar
8.      Flokka ehf. – lóðarumsókn lóð við Borgarteig
9.      Borgarflöt 17- 21 – Flokka ehf – lóðum skilað
10.  Borgarflöt 9 – 13 – Ómar Kjartansson – lóðum skilað.
11.  Kleifatún 1-3 – umsókn um lóð.
12.  Önnur mál.
           
Einar Einarsson setti fund og bauð fundarmenn velkomna.
 
Afgreiðslur:
 
1.    Hátún 2 á Langholti – umsókn um byggingarreit. Ragnar Gunnlaugsson, Hátúni II óskar  heimildar til að stofna byggingarreit fyrir íbúðarhús í landi jarðarinnar samkvæmt meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er af Stoð ehf. Verkfræðistofu, Atla Gunnari Arnórssyni. Varðandi erindið þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
 
2.    Hofsós – lóðamál – Rædd lóða- og skipulagsmál í Hofsósi.
 
3.    Skíðastaðir á Neðribyggð, stofnun lóðar fyrir vatnstank. Felix Antonsson, eigandi Skíðastaða sækir um heimild til að stofna leigulóð í landi Skíðastaða undir neysluvatnstank fyrir Skagafjarðarveitur samkvæmt meðfylgjandi afstöðuuppdrætti, sem gerður er af Stoð ehf. Verkfræðistofu, dagsettur 23. janúar 2007. Fyrir liggur samþykki hlutaðeigandi aðila varðandi aðkomu að lóðinni. Erindið samþykkt.
 
4.    Iðutún 12, Sauðárkróki, umsókn um lóð fyrir einbýlishús. Óli B. Jónsson kt. 120776-5419 og Sigríður Sóley Guðnadóttir kt. 250775-4669 sækja um lóðina nr. 12 við Iðutún á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
5.    Iðutún 21, Sauðárkróki, umsókn um lóð fyrir einbýlishús. Jón Rúnar Hilmarsson kt. 230266-5579- og Alexandra Chernyshova kt. 181079-2239 Austurgötu 5, Hofsósi sækja um lóðina nr. 21 við Iðutún á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
 
6.    Laugarhvammur – lóð nr. 10, umsókn um byggingarleyfi. Magnús E Svavarsson kt 201054-2609 og Kristín E. Magnúsdóttir kt. 230476-5869 sækja um byggingarleyfi fyrir sumarhúsi á leigulóð sinni nr. 10 í landi Laugarhvamms samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum, gerðum af Bjarna Reykjalín, arkitekt á Akureyri. Varðandi erindið þá samþykkir skipulags- og byggingarnefnd að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga.
 
7.    Ártorg 4, Sauðárkróki, Ábær, breytingar. Valdimar Harðarson arkitekt kt. 0250151-2559 fh. Olíufélagsins ehf. kt. 541201-3940 sækir um leyfi til að breyta innra skipulagi og ytra útliti hússins nr. 4 við Ártorg. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að samþykkja breytingarnar þegar fullnægjandi gögn liggja fyrir.
 
8.    Flokka ehf. – lóðarumsókn, lóð við Borgarteig. Ómar Kjartansson, Ártúni 13, fyrir hönd Flokku ehf kt. 410606-0460, Ártúni 13, Sauðárkróki fer þess á leit við Skipulags – og byggingarnefnd Skagafjarðar að fá úthlutað lóð við Borgarteig á Sauðárkróki. Lóð, sem óskað er eftir að fá úthlutað, er 10.200 m2 austan Borgarteigs, nánar tiltekið austur af Borgarteigi  9 og 11. Á lóðinni er fyrirhugað að byggja yfir þá starfsemi sem áður var áformað að risi á lóðunum nr. 9-21 við Borgarflöt.
       Erindið samþykkt. Skipulags- og byggingarfulltrúa falið að útbúa lóðarblað og skilmála.
 
9.    Borgarflöt 17- 21 – Flokka ehf – lóðum skilað. Ómar Kjartansson fh. Flokku ehf  skilar hér með inn lóðunum nr. 17 - 21 við Borgarflöt á Sauðárkróki sem fyrirtækinu var úthlutað af skipulags- og byggingarnefnd 9. janúar sl. Erindið samþykkt.
 
10.    Borgarflöt 9 – 13 – Ómar Kjartansson – lóðum skilað. Ómar Kjartansson fh. ÓK-
       gámaþjónustu skilar hér með inn lóðunum nr. 9 – 13 við Borgarflöt á Sauðárkróki sem fyrirtækinu Ók-gámaþjónustu var úthlutað af skipulags- og byggingarnefnd 21. mars 2006. Erindið samþykkt
 
11.    Kleifatún 1-3 – umsókn um lóð. Þórður Eyjólfsson, Hásæti 11b, Sauðárkróki, fh. Búhölda hsf, sækir um lóðina Kleifatún 1-3 á Sauðárkróki  til að byggja parhús á lóðinni. Erindið samþykkt.
 
12.    Önnur mál.
 
     Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
                        Fundi slitið kl. 1420
 
                                                                                                                        Jón Örn Berndsen,
                                                                                                                        ritari fundargerðar.