Skipulags- og byggingarnefnd

102. fundur 23. júní 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 102 -  23.06.2006.
____________________________________________________________________________
                       
Ár 2006, föstudaginn 23. júní kl.0830, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Einar E. Einarsson, Páll Dagbjartsson, Svanhildur Guðmundsdóttir, Margeir Friðriksson starfandi sveitarstjóri og Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi 
 
Dagskrá:
1.      Kosning formanns
2.      Kosning varaformanns
3.      Kosning ritara
4.      Starfshættir Skipulags- og byggingarnefndar.
5.      Önnur mál.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Margeir Friðriksson setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Óskaði hann eftir tilnefningu um formann. Fram kom tillaga um Einar E. Einarsson. Tillagan samþykkt.
 
  1. Tillaga kom fram um að Svanhildur Guðmundsdóttir yrði varaformaður nefndarinnar. Tillagan samþykkt.
 
  1. Tillaga kom fram um Pál Dagbjartsson sem ritara. Tillagan samþykkt.  
 
  1. Starfshættir Skipulags- og byggingarnefndar.
Almennar umræður urðu um starfshætti nefndarinnar.
 
  1. Önnur mál. Engin.
 
Fleira ekki gert, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl. 0940
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.