Skipulags- og byggingarnefnd

99. fundur 08. maí 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 99  – 8. maí 2006.
 
 
Ár 2006, miðvikudaginn 8. maí kl. 1615 kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá:
 
1.         Hof á Höfðaströnd – hesthús
2.         Sveinsstaðir – Magnús Gunnarsson - byggingarleyfi íbúðarhús
3.         Lerkihlíð 4, íbúðarhús – umsókn um byggingarleyfi - Friðbjörn Jónsson
4.         Reykjaborg – viðbygging við fjárhús – Björn Ófeigsson
5.         Sjónarhóll ( Miklihóll – land) íbúðarhús – Sonja D. Hafsteinsdóttir
6.         Borgartún 2, Sauðárkróki – Sigurjón Jónsson
7.         Austurgata 10, Hofsósi – útlitsbreyting
8.         Raftahlíð 45, Sauðárkróki – Skjólveggir og setlaug
9.         Miðja Íslands – bréf 4x4 ferðaklúbbsins
10.     Slysavarnarfélagið Landsbjörg, bréf dagsett 18. apríl 2006
11.     Áskaffi – umsögn um vínveitingarleyfi.
12.     Sjávarborg II – íbúðarhús – umsókn um byggingarleyfi.
13.     Hólmagrund 6 - utanhússklæðning
14.     Önnur mál.
 
                        Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Hof á Höfðaströnd – Lagðir eru fram aðaluppdrættir af hesthúsi og þjálfunaraðstöðu fyrir hesta að Hofi á Höfðaströnd. Aðaluppdrættir gerðir af STUDIO GRANDA Steve Crister arkitekt. Framlagðir uppdrættir eru samþykktir.
 
2.      Sveinsstaðir í Tungusveit – byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi. Bragi Þór Haraldsson hjá Stoð ehf sækir, fh. Magnúsar G. Gunnarssonar um leyfi til að byggja íbúðarhús að Sveinsstöðum samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum, gerðum af Stoð ehf, Eyjólfi Þ. Þórarinssyni. Aðaluppdrættir dagsettir 21. apríl 2006. Erindið samþykkt.
 
3.      Lerkihlíð 4, íbúðarhús – umsókn um byggingarleyfi - Friðbjörn Jónsson, lóðarhafi lóðarinnar nr. 4 við Lerkihlíð á Sauðárkróki sækir um byggingarleyfi fyrir íbúðarhúsi og bílgeymslu á framangreindri lóð samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum sem dagsettir eru 4. maí 2006 og gerðir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Erindið samþykkt.
 
4.      Reykjaborg – viðbygging við fjárhús – Bragi Þór Haraldsson hjá Stoð ehf sækir, fh. Björns Ófeigssonar, Reykjaborg um leyfi til að byggja við fjárhúsið að Reykjaborg samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum, gerðum af Stoð ehf, Eyjólfi Þ. Þórarinssyni. Aðaluppdrættir dagsettir 2. maí 2006. Erindið samþykkt, með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits
5.      Sjónarhóll (Miklihóll – land) íbúðarhús – Sonja Drífa Hafsteinsdóttir, kt. 300473-3939, eigandi landspildu úr landi Miklahóls í Viðvíkursveit, landnúmer 202324, sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á landinu, samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt á Akranesi. Skipulags- og byggingarnefnd heimilar byggingarfulltrúa að samþykkja aðaluppdrætti þegar áritaðir aðaluppdrættir hafa borist.
 
6.      Borgartún 2, Sauðárkróki – Sigurjón Jónsson.  Bragi Þór Haraldsson hjá Stoð ehf sækir, fh.
Sigurjóns Jónssonar eiganda Borgartúns 2 á Sauðárkróki, um leyfi til að skipta eigninni í tvo eignarhluta samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum dagsettum 5. maí 2006. Erindið samþykkt.
 
7.      Austurgata 10, Hofsósi – útlitsbreyting. Jóhannes Pálsson, Austurgötu 10, Hofsósi óskar heimilda til að setja dyr á suðurhlið íbúðar sinnar út á sólpall samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Erindið samþykkt.
 
8.      Raftahlíð 45, Sauðárkróki – skjólveggir og setlaug. Baldur Ingi Baldursson, Raftahlíð 45 óskar eftir leyfi til að stækka sólpall, gera skjólveggi og setja niður setlaug í lóðina Raftahlíð 45 samkvæmt meðfylgjandi gögnum. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið enda sé samkomulag við eigendur aðliggjandi lóða varðandi skjólveggi. Þá vill skipulags- og byggingarnefnd bóka eftirfarandi vegna setlaugar:
Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær, meðan þær eru ekki í notkun, eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
9.      Miðja Íslands – bréf 4x4 ferðaklúbbsins. Ferðaklúbburinn 4x4, Skúli H. Skúlason formaður og Magnús Guðmundsson forstjóri Landmælinga Íslands óska, með bréfi dagsettu 6. febrúar 2006, eftir heimild skipulags- og byggingarnefndar til að reisa vörðu í “miðju Íslands”við Illviðrahnjúka. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti.
 
10.  Slysavarnarfélagið Landsbjörg, bréf dagsett 18. apríl 2006. Bréfið varðar hraðakstur á götum Sauðárkróks. Bréfið lagt fram.
 
11.  Áskaffi – umsögn um vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Auðar Herdísar Sigurðardóttur, kt. 170367-4569, fh. – Verslunarinnar Kompunnar ehf. / Áskaffis kt. 610101-3280 um leyfi til vínveitinga fyrir Áskaffi í Áshúsinu í Glaumbæ. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 31. maí 2006 til 30. nóvember 2006. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
12.  Sjávarborg II – íbúðarhús – umsókn um byggingarleyfi. Björn Hansen, fyrir hönd Haraldar Rafns Björnssonar, kt. 171181-4029, sem er lóðarhafi íbúðarhúsalóðar í landi Sjávarborgar II, landnúmer 203895, sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús á framangreindri lóð. Framlagður aðaluppdráttur er gerður af Ingaþór Björnssyni, kt.        130264 - 2609 hjá Verk­fræðistofu Suður­nesja. Uppdrættir dagsettir í maí 2006.- Erindið samþykkt.
 
13.  Hólmagrund 6, Sauðárkróki. Jón Árnason, Hólmagrund 6 sækir um að leyfi til að klæða utan íbúðarhús sitt við Hólmagrund 6, Sauðárkróki með hardi-plank plank klæðningu frá Þ. Þorgrímssyni. Klætt verður á trégrind og í grindina einangrað með steinullareinangrun Erindið samþykkt.
 
14.  Önnur mál. - Engin
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 1800
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.