Skipulags- og byggingarnefnd

97. fundur 05. apríl 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 97  – 5. apríl 2006.
 
 
Ár 2006, miðvikudaginn 5. apríl kl. 1615 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.         Birkihlíð – fjós – umsókn um byggingarleyfi.
2.         Kvistahlíð 6, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi
3.         Iðutún 25 - umsókn um byggingarleyfi
4.         Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar
5.         Starfsmannastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar
6.         Álfgeirsvellir – stöðuleyfi – Indriði Stefánsson
7.         Litla-Hlíð – landskipti – Arnþór Traustason
8.         Mælifellsá – landskipti – Margeir Björnsson
9.         Kaffi Krókur – umsögn um vínveitingaleyfi
10.     Víðigrund 5, Sauðárkróki – breytt notkun.
11.     Kortlagning vega og vegslóða – Bréf Umhverfisstofnunar
12.     Laugatún 13-27 – fyrirspurnarteikning
13.     Ártorg 6, Sauðárkróki – fyrirspurn um lóð – Pósturinn
14.     Önnur mál.
 
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
 
Afgreiðslur:
 
1.    Birkihlíð – fjós – umsókn um byggingarleyfi. Þröstur Erlingsson, eigandi jarðarinnar Birkihlíðar í Skagafirði, sækir um byggingarleyfi fyrir legubásafjósi samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Aðaluppdrættir dagsettir í apríl 2006. Erindið samþykkt.
 
2.    Kvistahlíð 6, Sauðárkróki – umsókn um byggingarleyfi. Ólafur E. Friðriksson, kt. 030957-4749, fyrir hönd Skarphéðins Stefánssonar, kt. 251079-3159, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishúsi á lóðinni nr. 6 við Kvistahlíð á Sauðárkróki. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Bjarna Reykjalín arkitekt á Akureyri, dagsettir 30. mars 2006. Erindið samþykkt.
 
3.    Iðutún 25, Sauðárkróki - umsókn um byggingarleyfi. Kolbrún Passaro, kt. 040280-6189 og Svavar Birgisson, kt. 010580-3079 sækja um byggingarleyfi fyrir einbýlishús úr timbri á steyptum grunni á lóðinni nr. 25 við Iðutún. Framlagðir aðaluppdrættir gerðir af Hugverk, hönnunarþjónusta í Kópavogi, Stefáni Ingólfssyni, arkitekt. Erindið samþykkt.
 
4.    Jafnréttisáætlun Sveitarfélagsins Skagafjarðar.
     tt um drög að jafnréttisáætlun sveitarfélagsins, sem vísað var til nefndarinnar frá Félags- og tómstundanefnd. Tekið er undir eftirfarandi bókun atvinnu- og ferðamálanefndar frá 29. mars  Nefndin beinir því til Félags- og tómstundanefndar að við endurskoðun á Jafnréttisstefnu Sveitarfélagsins Skagafjarðar verði sérstök áhersla lögð á að eyða kynbundnum launamun, sömu laun verði greidd fyrir sambærileg störf og að kynin hafi jafna möguleika varðandi framgang í starfi. Ennfremur verði hugað sérstaklega að frumkvöðlastarfi kvenna og að því að jafna hlut kynjanna í einstökum starfsgreinum. Nefndin bendir einnig á að með markvissum aðgerðum til að auka fjölbreytni atvinnulífs megi ennfremur stuðla að jöfnum tækifærum kynjanna.”
 
5.    Starfsmannastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Erindi frá Sveitarstjórn. Rætt um starfsmannastefnu. Skipulags- og byggingarnefnd telur mikilvægt að starfsmannastefna taki á bæði réttindum og skyldum starfsmanna sem og Sveitarfélagsins sem vinnuveitanda. Þá beinir nefndin því til sveitarstjóra og sviðsstjóra sem ábyrgð hafa á framkvæmd málsins, hver á sínu sviði, að þess verði gætt að starfsmannastefna leiði ekki til verulegrar útgjaldaaukningar fyrir sveitarfélagið.
 
6.    Álfgeirsvellir á Efri-byggð. Indriði Stefánsson óskar eftir áframhaldandi leyfi fyrir aðstöðuhúsi, gámaeiningum, að Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Leyfi var veitt fyrir einingunum 3. mars 2005. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur gerður af STOÐ ehf. Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs, þe. til 1. maí 2007.
 
7.    Litla-Hlíð – landskipti. Arnþór Traustason og Marta María Friðþjófsdóttir, þinglýstir eigendur jarðarinnar Litlu-Hlíðar í Skagafirði, landnr. 146203 sækja um, með vísan til IV. kafla  Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 14.969,00 m²  landspildu út úr framangreindri jörð.
 
Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er 17. mars 2006, gerður af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni.
          Uppdráttur nr. S-101. Verknúmer 70321.
          Á landi því sem fyrirhugað er að skipta út úr Litlu-Hlíð stendur einbýlishús, mhl. 19 sem    byggt var árið 1994, fastanúmer 221-9727.
          Fyrirhugað er að útskipta landið verði séreign Mörtu Maríu Friðþjófsdóttur kt. 230364-6999,      en á því stendur framangreint íbúðarhús sem er séreign hennar.
          Einnig er sótt um með vísan til laga um bæjarnöfn nr. 35 frá 1953, að fá að nefna landið, sem        verið er að skipta út úr jörðinni, ásamt einbýlishúsi sem á því stendur, Litlu-Hlíð II.
 
          Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja landnúmerinu 146203.
          Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
8.    Mælifellsá – landskipti. Margeir Björnsson, Mælifellsá sækir um heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 731,0 m²  landspildu út úr framangreindri jörð Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á yfirlits-afstöðuuppdrætti sem dagsettur er í janúar 2006 og er gerður hjá Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen,  Uppdráttur nr. 2004.02.19-01. Erindið samþykkt eins og það er fyrir lagt.
 
9.    Kaffi Krókur – umsögn um vínveitingaleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Jóns Daníels Jónssonar, kt. 120968-3439 fh. - Kaffi Króks á Sauðárkróki um endurnýjað leyfi til vínveitinga fyrir Jask ehf. Kaffi Krók á Sauðárkróki. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. desember 2005 til 1. desember 2007.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
10.     Víðigrund 5, Sauðárkróki – breytt notkun. Guðmundur Þór Guðmundsson fh. Stjórnar húsfélagsins að Víðigrund 5, Sauðárkróki sækir um breytingu á notkun húsnæðisins, þ.e að hluti hússins verði skráð í samræmi við núverandi notkun. Félagsheimili í stað íbúðar. Erindið samþykkt.
 
11.     Kortlagning vega og vegslóða – Bréf Umhverfisstofnunar, dagsett 30. mars 2006, lagt fram. Þar er óskað eftir samstarfi við sveitarfélög sem stjórnsýslu og skipulagsvald hafa á hálendi Íslands varðandi það að kortleggja vegi og vegslóða.
 
12.     Laugatún 13-27 – fyrirspurnarteikning. Friðrik Jónsson ehf leggur fram fyrirspurnaruppdrátt af fjórum fjögurra íbúða húsum við Laugartún 13-27 á Sauðárkróki. Fyrirspurnaruppdráttur er unninn af Bjarna Reykjalín arkitekt, dagsettur 30. mars 2006. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á framlagðan fyrirspurnaruppdrátt.
 
13.     Ártorg 6, Sauðárkróki – fyrirspurn um lóð  Hörður Jónsson framkvæmdastjóri pósthúsa og Pétur Einarsson hjá Fasteignadeild Íslandspósts lögðu fram á fundi sl. mánudag, með skipulags- og byggingarfulltrúa og fjármálastjóra sveitarfélagsins, tillöguteikningu að póstmiðstöð sem Íslandspóstur hefur áform um að reisa á Sauðárkróki. Skipulags- og byggingarfulltrúi kynnti erindið fyrir nefndinni.
 
14.     Önnur mál.  – Engin.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 1746
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.