Skipulags- og byggingarnefnd

96. fundur 29. mars 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 96  – 29. mars 2006.
 
Ár 2006, miðvikudaginn 29. mars kl. 1615 kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
 
Mætt voru:
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Einar E. Einarsson og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi og Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður skipulags- og byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá:
 
1.    Barmahlíð 1, Sauðárkróki – bílgeymsla
2.    Miklihóll land – umsókn um byggingarleyfi
3.    Varmahlíð - umsögn um vínveitingarleyfi
4.    Gilstún 28 - umsókn um byggingarleyfi
5.    Stóra- Gerði - umsókn um byggingarleyfi
6.      Önnur mál
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Barmahlíð 1, Sauðárkróki. Sæmundur Þór Hafsteinsson, eigandi einbýlishúss á lóðinni nr. 1 við Barmahlíð á Sauðárkróki, sækir, með bréfi dagsettu 14. mars 2006, um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi fyrirspurnaruppdráttum dagsettum 20.02.2006, gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi í Stóru-Seylu.
Málið var áður á dagskrá Skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 26. janúar 2005 og 1. desember 2004. Skipulags- og byggingarnefnd fellst á framlagðan fyrirspurnar­uppdrátt og heimilar fullnaðarvinnslu.
 
  1. Miklihóll – land. Sonja Drífa Hafsteinsdóttir kt. 300473-3939, eigandi landspildu úr landi Miklahóls í Viðvíkursveit, landnúmer 202324, sækir hér með um leyfi til að byggja íbúðar­hús á landinu. Staðsetning kemur fram á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti sem gerður er af Stoð ehf. Braga Þór Haraldssyni.
Fyrirhugað er að byggja einlyft timburhús á jörðinni um 165 m2 íbúð með áfastri 42 m2 geymslu og bílgeymslu, samtals um 207 m2.       Jafnframt er sótt um heimild til að stofna þjónustubýli á landinu.
Fyrir liggur jákvæð umsögn Minjavarðar Nl. vestra og Vegagerðarinnar vegna staðsetningar og aðkomu að fyrirhugaðri byggingu.
Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga varðandi byggingarreit.
 
  1. Varmahlíð - umsögn um vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Svanhildar Pálsdóttur kt. 130770-4369, fh. Hótels Varmahlíðar kt. 410206-0990, um leyfi til vínveitinga fyrir Hótel Varmahlíð kt. 410206-0990. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. febrúar 2006 – 1. febrúar 2008. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
  1.  Gilstún 28, Sauðárkróki. Sigurbjörn Bogason, kt. 240464-7219, Hólatúni 1, Sauðárkróki, sækir um byggingarleyfi fyrir einbýlishús við Gilstúni 28, Sauðárkróki, samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Kvarða, Gísla Gunnarssyni byggingarfræðingi kt. 020649-2409. Erindið samþykkt.
 
  1. Stóra-Gerði, umsókn um byggingarleyfi. Erindið var áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar þann 22. febrúar sl. Þá var samþykkt að óska eftir meðmælum skipulags­stofnunar varðandi afgreiðslu málsins. Meðfylgjandi erindi Skipulags- og byggingarfulltrúa til Skipulagsstofnunar var umsókn Minjavarðar Nl vestra, dagsett 30 janúar, og bréf Gunnars Þórðarsonar, dagsett 13. febrúar, varðandi málið. Í svarbréfi Skipulagsstofnunar kemur fram að stofnunin geti ekki mælt með veitingu byggingarleyfis á grundvelli 3. tl. bráðabirgðaákvæða  skipulags- og byggingarlaga, þar sem ekki er aðeins um byggingu véla­geymslu að ræða heldur einnig framkvæmdir við gerð samgöngusafnsins.
Skipulags- og byggingarnefnd óskar eftir að svæði verði deiliskipulagt áður en til fram­kvæmda kemur.
 
  1. Önnur mál. Engin.
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 1656
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.