Skipulags- og byggingarnefnd

92. fundur 22. febrúar 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 92– 22. febrúar 2006.
 
Ár 2006, miðvikudaginn 22. febrúar kl. 0815, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa  og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Kynning á helstu niðurstöðum íbúakönnunar IMG Gallup varðandi skipulags- og byggingarmál – Bjarni Maronsson
2.      Starfsmannastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar – erindi frá Sveitarstjórn
3.      Reykjarhólsskógur – umsókn um lóðir undir sumarhús – Ingvi og Sigurður Sigfússynir
4.      Bréf félags dúklagningar- og veggfóðrarameistara
5.      Stóra Gerði – umsókn um byggingarreit fyrir vélaskemmu - Gunnar Þórðarson
6.      Grafargerði – viðbygging við íbúðarhús – Guðmundur Þór f.h. eigenda.
7.      Flæðigerði 25 – Umsókn um byggingarleyfi f. hesthúsi
8.      Þverárfjallsvegur – Aðalskipulagsbreyting  
9.      Skipulagsmál -
10.  Önnur mál.
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Kynning á helstu niðurstöðum íbúakönnunar IMG Gallup varðandi skipulags- og byggingarmál – Bjarni Maronsson fór yfir niðurstöðurnar.
 
  1. Starfsmannastefna Sveitarfélagsins Skagafjarðar – erindi frá Sveitarstjórn. Lagt fram til kynningar.
 
  1. Reykjarhólsskógur – umsókn um lóðir undir sumarhús – Ingvi og Sigurður Sigfússynir sækja, með bréfi dagsettu 16. febrúar 2006 um lóðir nr. 2, 4, 10, 12, 14, 16, 18 og 20 í landi Reykjarhóls. Vísað er til samþykkts deiliskipulags af svæðinu. Skipulags- og byggingarnefnd tekur jákvætt í erindið og felur tæknideild að gera tillögu að lóðarsamningi og leigutíma og jafnframt leggja fram kostnaðartölur vegna gatnagerðar og veitukerfa.
 
  1. Bréf félags dúklagningar- og veggfóðrarameistara dagsett 6. febrúar 2006 lagt fram.
 
  1. Stóra Gerði – umsókn um byggingarreit fyrir vélaskemmu - Erindið var áður á dagskrá skipulags- og byggingarnefndar þann 18. janúar sl. Þá var samþykkt að óska eftir meðmælum skipulagsstofnunar varðandi afgreiðslu málsins. Fyrir liggur nú umsókn Minjavarðar nl vestra dagsett 30 janúar og bréf Gunnars Þórðarsonar dagsett 13. febrúar varðandi málið. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða  skipulags- og byggingarlaga.”
 
 
  1. Grafargerði – viðbygging við íbúðarhús – Guðmundur Þór Guðmundsson byggingarfræðingur fh. eigenda sækir um leyfi til að byggja við íbúðarhúsið í Grafargerði samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum, gerðum af honum sjálfum og dagsettir eru 14.02.2006. Erindið samþykkt.
 
  1. Flæðigerði 25 – Ásmundur Pálmason og Þór Jónsson sækja um byggingarleyfi fyrir hesthúsi á lóðinni nr. 25 við Flæðagerði samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum gerðum af ARKO Ásmundi Jóhannssyni arkitekt. Erindið samþykkt.
 
  1. Aðalskipulag Sauðárkróks Þverárfjallsvegur – Aðalskipulagsbreyting. Skipulags- og byggingarnefnd staðfestir áður gerða samþykkt sína á breytingu á aðalskipulagi Sauðárkróks er tekur til legu Þverárfjallsvegar um Gönguskarðaárós. Tillagan hefur verið auglýst skv. 18. gr. skipulags- og byggingarlaga og engar formlegar athugasemdir hafa borist. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framlagða tillögu óbreytta.
 
  1. Skipulagsmál – Rætt um skipulagsmál og gerð Aðalskipulagsins.
 
  1. Önnur mál – engin
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl 1008
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.