Skipulags- og byggingarnefnd

91. fundur 01. febrúar 2006
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 91– 01. febrúar 2006.
 
Ár 2006, miðvikudaginn 1. febrúar kl. 0815, kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa  og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Birkihlíð í Skagafirði – umsókn um byggingarreit
2.      Iðutún 14, Sauðárkróki – lóð skilað inn
3.      Iðutún 16, Sauðárkróki – lóð skilað inn
4.      Iðutún 16, Sauðárkróki – lóðarumsókn
5.      Bær á Höfðaströnd – listasetur
6.      Skipulagsmál
7.      Önnur mál
 
                        Bjarni Maronsson  setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
  1. Birkihlíð í Skagafirði – umsókn um byggingarreit. Þröstur H. Erlingsson bóndi í Birkihlíð sækir um leyfi til að byggja fjós í landi Birkihlíðar ásamt með tilheyrandi aðkomu. Staðsetning kemur fram  á meðfylgjandi  yfirlits- og afstöðuuppdrætti, sem gerður er af Stoð  ehf. Braga Þór Haraldssyni og dagsettur er 30. janúar 2006. Fyrirhugað er að byggja  um 1000 m2 fjósbyggingu á jörðinni ásamt tilheyrandi haugkjallara. Fyrir liggur umsögn Vegagerðarinnar vegna nýrrar aðkomu að byggingunni af Sauðárkróksbraut. Samþykkt að óska eftir meðmælum Skipulagsstofnunar með veitingu leyfis sbr. 3. tl. Bráðabirgðaákvæða  skipulags- og byggingarlaga
 
  1. Iðutún 14, Sauðárkróki – Ríkarður Másson og Herdís Þórðardóttir á Sauðárkróki skila, með bréfi dagsettu 23. janúar 2006,  til Sveitarfélagsins lóðinni ásamt tilheyrandi lóðarréttindum. Lóðinni var úthlutað til þeirra á fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. október sl. Erindið samþykkt.
 
  1. Iðutún 16, Sauðárkróki – Sigurgeir Þórarinsson og Jóhanna Valdimarsdóttir á Sauðárkróki skila, með bréfi dagsettu 23. janúar 2006, til Sveitarfélagsins lóðinni ásamt tilheyrandi lóðarréttindum. Lóðinni var úthlutað til þeirra á fundi skipulags- og byggingarnefndar 11. október sl. Erindið samþykkt
 
  1. Iðutún 16 á Sauðárkróki. Ríkarður Másson og Herdís Þórðardóttir á Sauðárkróki sækja, með bréfi dagsettu 23. janúar 2006, um lóðina Iðutún 16 á Sauðárkróki. Erindið samþykkt.
 
  1. Bær á Höfðaströnd – listasetur. Ólafur E. Friðriksson byggingarstjóri, f.h. Höfðastrandar ehf, kt. 430505-0840, Blikanesi 9, Garðabæ, sækir um breytingu á áður samþykktu byggingarleyfi á nýbyggingu listaseturs að Bæ á Höfðaströnd. Byggingarleyfið  var samþykkt á fundi skipulags- og byggingarnefndar Skagafjarðar þann 17. ágúst sl.
 
Breytingin felst í því,  að útveggir hlöðunnar, sem endurbyggja átti samkvæmt byggingarleyfinu frá 17. ágúst, verða fjarlægðir. Áður var áformað að þeir stæðu en nú er óskað eftir að fá að fjarlægja útveggina og endurbyggja þá. Stoð ehf. Bragi Þór Haraldsson er að endurvinna burðarvirkjauppdrætti með tilliti til þessa. Erindið er samþykkt.
 
  1. Skipulagsmál – Rætt um skipulagsmál, gerð Aðalskipulagsins og sérstaklega þéttbýlisuppdrátt Sauðárkróks.
 
  1. Önnur mál. – engin
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt. Fundi slitið kl 935
 
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.