Skipulags- og byggingarnefnd

77. fundur 13. júlí 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur 77 – 13. júlí  2005
 
Ár 2005, miðvikudaginn 13. júlí kl. 1630, kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Gísli Gunnarsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson og Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi.
 
Dagskrá:
 
1.      Hólar í Hjaltadal – v Nátthagi – deiliskipulag
2.      Nátthagi 19, 20 og 21 Hólum – byggingarleyfisumsókn
3.      Hólar í Hjaltadal – v Nátthagi – gatnagerð, vinnutenging
4.      Miklihóll, land – umsókn um landskipti – Margrét Sigurmonsdóttir
5.      Ljótsstaðir – umsókn um landsskipti – Lánasjóður landbúnaðarins
6.      Önnur mál
 
                        Sigurbjörg Guðmundsdóttir setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Hólar í Hjaltadal – Deiliskipulag íbúðarsvæðis við Nátthaga á Hólum. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar, dagsett 8. júlí 2005, þar sem Skipulagsstofnun samþykkir auglýsingu deiliskipulagsins í B- deild Stjórnartíðinda.
 
2.      Nátthagi 19, 20 og 21, Hólum – byggingarleyfisumsókn  Ólafur E. Friðriksson, fh. Þráar ehf. sækir um byggingarleyfi fyrir 3 fjölbýlishúsum við Nátthaga að Hólum í Hjaltadal. Húsin standa við Nátthaga 19, Nátthaga 20 og Nátthaga 21. Meðfylgjandi eru aðaluppdrættir gerðir af Birni Kristleifssyni arkitekt á Egilsstöðum og eru þeir dagsettir 3. mars 2005.
          Erindið samþykkt.
 
3.      Hólar í Hjaltadal – v Nátthagi – gatnagerð, vinnutenging. Í framhaldi af umsókn Ólafs E. Friðrikssonar, f.h Þráar ehf. um byggingarleyfi fyrir 3 fjölbýlishúsum við Nátthaga, sækir hann um leyfi til að gera vegslóða inn á byggingarsvæðið, sunnanfrá. Er það gert til að þurfa ekki að þjónusta byggingarsvæðið norðan frá, um Nátthaga og skólahlaðið á Hólastað á byggingartímanum.
Þar sem þessi tenging, sem sýnd er á meðfylgjandi uppdrætti frá Stoð ehf, Braga Þór Haraldssyni á Sauðárkróki, er í samræmi við niðurstöðu íbúafundar á Hólum sem Skipulags- og byggingarnefnd gekkst fyrir, samþykkir Skipulags – og byggingarnefnd erindið.Tengingin verður fjarlægð að verktíma loknum brjóti hún í bága við skipulag Hólastaðar.
Samþykkt með fyrirvara um umsögn Minjavrðar Norðurlands vestra.
 
4.      Miklihóll, land – umsókn um landskipti – Margrét Sigurmonsdóttir, þinglýstur eigandi 97,3 ha lands með landnúmerið 196598, sem skipt hefur verið út úr jörðinni Miklahóli í Skagafirði, sækir um, með vísan til IV kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004, heimild  Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 20,3 ha. landspildu út úr framangreindu landi. Land það sem um ræðir er nánar  tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits-afstöðuuppdrætti sem gerður er af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Uppdráttur dagsettur 23.06.2005. Tölvunafn myndar er, h:71\7189landamerki2.s01.
Land það sem hefur landnúmerið 196598 er ekki lögbýli. Afrit af þinglýstri yfirlýsingu varðandi ágreiningslaus landamerki dags. 29. október 2003 er meðfylgjandi.
Erindið samþykkt.
 
5.      Ljótsstaðir – umsókn um landsskipti – Guðmundur Stefánsson fyrir hönd Lánasjóðs landbúnaðarins sem er þinglýstur eigandi jarðarinnar Ljótsstaða í Unadal Skagafirði  landnr, 146555 sæki hér með um með vísan til IV kafla,  Jarðalaga nr,  81 frá 9. júní 2004 heimildar til Skipulags- og bygginganefndar og Sveitastjórnar Skagafjarðar til að skipta 9.957,20 m² landspildu út úr framangreindri jörð, en fylgjandi þessum landskiptum er þegar stofnuð lóð  sem er 160,0 m² samkvæmt skrám FMR og hefur lóðin landnúmerið 146556. Sameina á framangreinda lóð landi því sem fyrirhugað er að skipta út úr jörðinni. Land það sem um ræðir er nánar tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits-afstöðuuppdrætti dags, 14. júní 2005 sem gerður er af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni. Fyrirhugað er að selja Jósef Þóroddssyni kt 200833-3099 útskipta landið, en hann er lóðarhafi framangreindrar lóðar samkv, óþinglýstum lóðarleigusamningum sem dagsettir eru 05.07.1976 og 06.09.2000.Árið 1976 byggði hann sumarhús á lóðinni og hefur það fastanúmerið 214-3304.
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja framangreindu landnúmeri, þ.a.s. 146555.
Erindið samþykkt
 
6.      Önnur mál.- Engin.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
Fundi slitið kl. 1708
 
Jón Örn Berndsen
ritari fundargerðar.