Skipulags- og byggingarnefnd

64. fundur 16. febrúar 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  64 – 16. febrúar 2005.
 
Ár 2005, miðvikudaginn 16. febrúar kl. 815 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
 
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Gil í Borgarsveit – umsókn um byggingarleyfi.
2.      Álfgeirsvellir – umsókn um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhúsi, gámum.
3.      Gilhagi – umsókn um breytta notkun húsnæðis.
4.      Dalatún 13 – umsókn um breytingar á bílskúr.
5.      Lóð Kaupfélags Skagfirðinga,  Varmahlíð  - verðskilti.
6.      Borgarsíða 8 – umsókn um byggingarleyfi.   
7.      Hraun á Skaga –  umsókn um byggingarleyfi.
8.      Hólavegur 19 -  umsókn um byggingarleyfi.
9.      Valagerði – umsókn frá Birgi Haukssyni.
10.  Bréf  Búhölda, dagsett 14. febrúar 2005.
11.  Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
Afgreiðslur:
 
1.           Gil í Borgarsveit – Ómar B. Jensson fh. félagsbúsins á Gili sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu, korngeymslu, samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum gerðum af Magnúsi Sigsteinssyni hjá byggingarþjónustu bændasamtaka Íslands. Erindið samþykkt.
 
2.           Álfgeirsvellir á Efri byggð. Indriði Stefánsson óskar leyfis til að flytja og setja niður aðstöðuhús, gámaeiningar, á Álfgeirsvöllum í Skagafirði. Fyrirhugað er að setja umrætt aðstöðuhús niður norðvestan við íbúðarhúsið Álfheima, samkv. meðfylgjandi afstöðuuppdrætti gerðum af STOÐ ehf. Samþykkt að veita stöðuleyfi til eins árs.
 
3.           Gilhagi í Tungusveit. Indriði Stefánsson, Álfgeirsvöllum, fyrir hönd Kristjáns Stefánssonar, Laugavegi 13 í Varmahlíð, óskar eftir leyfi fyrir breyttri notkun húsnæðis þ.e.a.s. breyta geymsluhúsnæði í íbúðarhús. Hús það sem um ræðir var  byggt sem íbúðarhús árið 1976.  Leyfi var veitt fyrir breyttri notkun þess 5. maí 1998 og þá sem geymsluhúsnæði. Engar breytingar hafa verið gerðar á húsnæðinu eftir að leyfi var veitt fyrir breyttri notkun. Erindið samþykkt.
 
4.           Dalatún 13, bílgeymsla – Hilmar Aadnegard, Dalatúni 13, sækir um leyfi til að breikka innkeyrsluhurð í bílgeymslu á lóðinni nr. 13 við Dalatún. Meðfylgjandi er staðfesting burðarþolshönnuðar á að burðarþol byggingarinnar rýrist ekki til skaða við framkvæmdirnar. Erindið samþykkt.
 
5.           Varmahlíð – lóð Kaupfélags Skagfirðinga. Umsókn um verðskilti. Málið var áður á dagskrá 3. nóvember 2004.  ASK arkitektar Skógarhlíð, Valdimar Harðarson fh. Olíufélagsins ehf., sækir um leyfi til að staðsetja verðskilti á lóð KS í Varmahlíð. Sótt er um uppsetningu skiltisins í samræmi við reglur samkeppnisstofnunar frá 12. desember 2002 um verðmerkingar á bifreiðaeldsneyti. Meðfylgjandi er afstöðuuppdráttur sem sýnir staðsetningu skiltisins. Fyrir liggur umsögn og samþykki lóðarhafa og er erindið samþykkt.
 
6.           Borgarsíða 8 – umsókn um byggingarleyfi. Guðmundur Ragnarsson rekstrarstjóri f.h Vegagerðarinnar sækir um leyfi til að byggja við umdæmisskrifstofu Vegagerðarinnar að Borgarsíðu 8, Sauðárkróki samkvæmt aðaluppdráttum gerðum af Önnu Sigríði Jóhannsdóttur frá VA Arkitektum, dagsett 21.01.2005. Erindið samþykkt.
 
7.           Hraun á Skaga – umsókn um byggingarleyfi. Jóhann Rögnvaldsson og Sigrún Marta Gunnarsdóttir til heimilis að Hrauni á Skaga sækja um leyfi til að byggja bílgeymslu og tengibyggingu við íbúðarhús sitt að Hrauni á Skaga samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum, gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing. Þá sækja þau jafnframt um leyfi til að nefna íbúðarhúsið Hraun III – Erindið samþykkt.
 
8.           Hólavegur 19, Sauðárkróki. Finnur Þór Friðriksson kt. 070651-3199, Hólavegi 19, sækir um byggingarleyfi fyrir garðskála við íbúðarhúsið að Hólavegi 19. Framlagðir aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðing og eru dagsettir 15.11.2004. Erindið samþykkt.
 
9.           Valagerði – Birgir Árdal Hauksson í Valagerði sækir um leyfi til að fjarlægja gömul braggafjárhús í Valagerði, matshluti 03 og 04 og endurbyggja þau. Erindið samþykkt og byggingar­fulltrúa falið að afla tilskilinna gagna hjá umsækjanda.
 
10.       Bréf  Búhölda, dagsett 14. febrúar 2005 lagt fram. Þar óska Búhöldar eftir að fá til bygginga allar þær lóðir sem hægt er að bæta við í Hásæti og Forsæti. Telja Búhöldar að hægt sé að bæta við 3-4 raðhúsalengjum við báðar göturnar og telja að það fullnægi byggingaráformum Búhölda fram á mitt ár 2006. Að öðrum kosti óska Búhöldar eftir öllum þeim lóðum sem í boði eru við Laugatún. Skipulags- og byggingarnefnd fellst ekki á að breyta samþykktu deiliskipulagi við Hásæti og Forsæti. Nefndin fellst á að heimila Búhöldum að byggja á lóðinni nr. 12 við Hásæti með þeim skilyrðum sem sett hafa verið af Fornleifavernd ríkisins, Minjaverði Norðurlands vestra. Skipulags- og byggingarnefnd leggur til við Byggðarráð að leitað verði leiða til að fjármagna lengingu á Laugartúninu til norðurs, og það gert byggingarhæft. Þá vill Skipulags- og byggingarnefnd ítreka að byggingarhæfar lóðir fyrir parhús eru við Iðutúnið.
 
11.       Önnur mál –  Engin.
 
           
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1021
                                    Jón Örn Berndsen
                                    ritari fundargerðar.