Skipulags- og byggingarnefnd

63. fundur 26. janúar 2005
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  63 – 26. janúar 2005
 
 
Ár 2005, miðvikudaginn 26. janúar kl. 815 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir , Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson starfsmaður byggingarfulltrúa og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki – breytingar innanhúss
2.      Fosshótel Áning – umsögn um vínveitingarleyfi
3.      Videosport ehf / Ólafshús - umsögn um vínveitingarleyfi
4.      Barmahlíð 1, bílgeymsla – Sæmundur Hafsteinsson
5.      Ægisstígur 4 – bílgeymsla, fyrirspurn
6.      Kirkjutorg 5 – stöðuleyfi fyrir gám - Íslandspóstur
7.      Þverárfjallsvegur, frá Sveitarstjórn 14.12. 2004
8.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn og óskaði þeim gleðilegs árs.
 
Afgreiðslur:
 
1.      Heilbrigðisstofnunin á Sauðárkróki – Birgir Gunnarsson framkvæmdastjóri Heilbrigðisstofnunarinnar á Sauðárkróki sækir um leyfi til að breyta innri skipan í suðurenda þriðju hæðar Dvalarheimilis aldraðra samkvæmt aðaluppdrætti gerðum af ArkitektÁrna og dagsettur er í desember 2004. Erindið samþykkt.
 
2.      Fosshótel Áning – Umsögn um vínveitingarleyfi – Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Renato Gruenenfelder kt. 280667-2189 fh. Fosshótel Áning um endurnýjað leyfi til vínveitinga fyrir Fosshótel Áningu, Sauðárkróki. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. júní 2005 til 31. ágúst 2005.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
3.      Videosport ehf / Ólafshús – Umsögn um vínveitingarleyfi – Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi Sigurpáls Þ. Aðalsteinssonar kt. 081170-5419 fh. Videosport ehf / Ólafshúss um leyfi til vínveitinga  fyrir Videosport ehf / Ólafshús, Aðalgötu 15, Sauðárkróki. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. janúar 2005 til 31. desember 2006.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
4.      Barmahlíð 1, bílgeymsla – Sæmundur Hafsteinsson, Barmahlíð 1 sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum, gerðum af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi. Byggingarnefnd gerir athugasemdir við vegghæð, þakform og hæðarsetningu bílgeymslunnar og getur ekki fallist á framlagðan uppdrátt.
 
5.      Ægisstígur 4 – bílgeymsla, fyrirspurn frá Jóhannesi Þórðarsyni um leyfi til að byggja bílgeymslu í samræmi við fyrirspurnartillögu frá honum sjálfum sem móttekin er af byggingarfulltrúa 11. janúar sl.
Byggingarnefnd gerir athugasemdir við vegghæð, þakform og hæðarsetningu bílgeymslunnar og getur ekki fallist á framlagða tillögu.
 
6.      Kirkjutorg 5 – stöðuleyfi fyrir gám - Íslandspóstur. Pétur Einarsson hjá fasteignadeild Íslandspósts hf sækir um tímabundið stöðuleyfi fyrir gám á baklóð Kirkjutorgs 5, Sauðárkróki, til að leysa tímabundin geymsluvandræði fyrirtækisins á staðnum. Stöðuleyfi veitt fyrir gáminn til 1. júní 2005.
 
            Nú vék Bjarni Maronsson af fundi og tók sæti hans Gísli Gunnarsson
 
7.      Þverárfjallsvegur, frá Sveitarstjórn 14.12.2004
Samþykkt að óska eftir fundi með fulltrúum vegagerðarinnar varðandi legu Þverárfjallsvegar.
 
            Nú vék Gísli Gunnarsson af fundi og Bjarni Maronsson kom inn.
 
8.      Önnur mál –
Syðri Mælifellsá I, landskipti.
 
Björn Sveinsson og Margeir Björnsson þinglýstir eigendur jarðanna Syðri-Mælifellsá 1 landnr. 146222 og Mælifellsár  landnr. 146221, Efribyggð í  Skagafirði,  sækja hér með um með vísan til IV. kafla Jarðalaga nr. 81 frá 9. júní 2004 heimild Skipulags- og bygginganefndar og Sveitarstjórnar Skagafjarðar til að:
  1. Skipta 669 ha.  landspildu út úr  jörðinni  Syðri-Mælifellsá 1, landnr. 144633, sem er í eigu Björns Sveinssonar kt. 101052-2149. Fyrir skiptin er jörðin 857 ha. samkv. yfirlits/afstöðumynd. 
  2. Sameina 669 ha. landspildu, sem fyrirhugað er að skipta út úr jörðinni  Syðri-Mælifellsá 1, landnr. 146222, jörðinni Mælifellsá landnr. 146221, en jörðin Mælifellsá er í eigu Margeirs Björnssonar kt. 191038-2079. Eftir sameiningu framangreindrar landspildu og jarðarinnar Mælifellsár verður jörðin Mælifellsá  1444 ha. samkv. yfirlits/afstöðumynd.
 
Land það sem um ræðir í umsókn þessari er nánar  tilgreint og hnitasett á meðfylgjandi yfirlits- og afstöðuuppdrætti, sem gerður er af Hjalta Þórðarsyni landfræðingi á Hólum í Hjaltadal.
669 ha. landspildan, sem fyrirhugað er að skipta út úr jörðinni Syðri-Mælifellsá 1, landnr. 144633, hefur þegar verið seld Margeiri Björnssyni kt. 191038-2079. samkv. óþinglýstu  afsali og landamerkjabréfi, sem dagsett eru 15. desember 2004.
 
Lögbýlarétturinn mun áfram fylgja Syðri-Mælifellsá 1, landnr. 146222, þ.a.s landi því sem eftir stendur og  áfram verður í eigu Björns Sveinssonar.
 
Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir framkomið erindi.
           
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1008
                                    Jón Örn Berndsen
                                    ritari fundargerðar.