Skipulags- og byggingarnefnd

54. fundur 08. júní 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  54 – 8. júní 2004
 
Ár 2004, þriðjudaginn 8. júní kl. 1615 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson  starfsmaður byggingarfulltrúa.
 
Dagskrá:
 
1.      Aðalskipulag
2.      Sæmundarhlíð, Akurhlíð - framkvæmdir
3.      Skógargata 19, Sauðárkróki – rif á húsi
4.      Biskupsbústaðurinn Hólum – gluggabreyting
5.      Umsögn um vínveitingarleyfi – Sölva-Bar
6.      Umsögn um vínveitingarleyfi – Ólafshús
7.      Umsögn um vínveitingarleyfi – Undir Byrðunni, Hólum í Hjaltadal
8.      Ljósleiðaralögn – Varmahlíð – Steinsstaðir – Tunguháls, Framkvæmdaleyfi
9.      Önnur mál.
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
 
Afgreiðslur:
 
1.           Aðalskipulag. Á fundinn kom Árni Ragnarsson arkitekt vegna vinnu við Aðalskipulag og vegna umræðna um 3. tillögu ráðgjafa að Aðalskipulagi Skagafjarðar 2004–2016. Nefndin samþykkir að kynna þessa tillögu Sveitarstjórnar- og nefndarfólki. Tillagan fari síðan í almenna kynningu.
Gunnar Bragi Sveinsson óskar bókað : “Undirritaður telur eðlilegt að tillaga að aðalskipulagi fyrir Skagafjörð sé kynnt hið fyrsta. Samþykki mitt fyrir því að tillagan sé kynnt felur ekki í sér samþykki við alla kafla hennar s.s.við kafla 6.3.10.2 um veitur og virkjanir og aðra kafla, er kunna að takmarka möguleika á virkjun vatnasvæðis Héraðsvatna og/eða nýtingu orkunnar til atvinnuuppbyggingar.”
 
        Bjarni Maronsson óskar bókað :  
“Ég undirritaður lýsi ánægju með 3. tillögu að aðalskipulagi Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sem nú liggur fyrir til kynningar. Fagna ber þeirri samstöðu sem náðst hefur í Skipulags- og byggingarnefnd um meginhluta tillagnanna en leggja þarf áherslu á að reynt verði að ná samkomulagi um kafla 6.3.10.2. Ég tel að góð samstaða innan sveitarstjórnar um Aðalskipulag Skagafjarðar 2004-2016 sé ein helsta forsenda þess að það geti nýst sem best til hagsbóta fyrir þróun mannlífs og byggðar í héraðinu á komandi árum. “
 
Árni Ragnarsson vék nú af fundi og Hallgrímur Ingólfsson, sviðstjóri Umhverfis – og tæknisviðs, kom á fundinn
2.           Sæmundarhlíð, Akurhlíð – Farið var yfir fjórar tillögur varðandi hugsanlega færslu á Sæmundarhlíðinni gegnt versluninni Hlíðarkaup og farið yfir kostnaðartölur vegna þessa, sem Stoð ehf. Eyjólfur Þór Þórarinsson hefur unnið fyrir Tæknideild Sveitarfélagsins.
 
Hallgrímur Ingólfsson vék nú af fundi.
 
3.           Skógargata 19, Sauðárkróki – Hallgrímur Ingólfsson, sviðstjóri Umhverfis- og tæknisviðs, óskar heimildar til að rífa íbúðarhúsið að Skógargötu 19. Rif á húsinu er í samræmi við gildandi deiliskipulag. Í Bæjar- og húsakönnun er húsið ekki talið hafa hátt varðveislugildi og er erindið samþykkt.
 
4.           Biskupsbústaðurinn Hólum – gluggabreyting. Margrét Sigtryggsdóttir, Hólum í Hjaltadal, óskar heimildar til að fá að breyta einum glugga á Biskupsbústaðnum að Hólum í Hjaltadal samkvæmt meðfylgjandi gögnum og umsókn sem móttekin er 2. júní sl. Erindið er samþykkt.
 
5.           Umsögn um vínveitingarleyfi – Sölva-Bar. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi  Ólafs Arnar Jónssonar f.h. Ferðaþjónustunnar að Lónkoti um leyfi til vínveitinga fyrir veitingahúsið Sölva-Bar. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. júní – 30. september 2004.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
 
6.           Umsögn um vínveitingarleyfi – Ólafshús. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi  Ólafs Jónssonar f.h. Ólafshúss ehf um leyfi til vínveitinga fyrir veitingahúsið Ólafshús, Aðalgötu 15, Sauðárkróki. Sótt er um leyfið til 24. apríl 2008.   Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
 
7.           Umsögn um vínveitingarleyfi – Undir Byrðunni, Hólum í Hjaltadal Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi  Öldu Kristinsdóttur f.h. JASK ehf. um leyfi til tímabundinna vínveitinga fyrir veitingastaðinn Undir byrðunni að Hólum í Hjaltadal. Um er að ræða tímabundið leyfi frá 1. júní – 31. ágúst 2004.  Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið
 
8.           Ljósleiðaralögn – Varmahlíð – Steinsstaðir – Tunguháls, Framkvæmdaleyfi. Jóhann Örn Guðmundsson, deildarstjóri Sambandsdeildar Símans sækir um framkvæmdaleyfi til að leggja ljósleiðarastreng úr tengistöð í Varmahlíð í tengistöð við Tunguháls. Erindið er dagsett 2. júní sl og fylgja því loftmyndir sem sýna lagnaleiðina. Fyrirliggjandi er samþykki hlutaðeigandi landeigenda. Erindið samþykkt
 
9.           Önnur mál – engin.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið, fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1814
Jón Örn Berndsen, ritari fundargerðar.