Skipulags- og byggingarnefnd

51. fundur 21. apríl 2004
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  51 – 21. apríl 2004
 
Ár 2004, miðvikudaginn 21. apríl kl. 1315 , kom  Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í  Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen skipulags – og byggingarfulltrúi, Sigurður H. Ingvarsson  starfsmaður  og Óskar S. Óskarsson slökkviliðsstjóri.
 
Dagskrá:
 
1.      Öldustígur 6 – Bílgeymsla, umsókn um byggingarleyfi.
2.      Suðurgata 10 – Bílgeymsla, umsókn um byggingarleyfi.
3.      Suðurgata 12 – Einbýlishús / bílgeymsla, umsókn um byggingarleyfi.
4.      Steinsstaðir lóð – Viðbygging við Lynghaga, umsókn um byggingarleyfi.
5.      Bakkakot í Vesturdal – Íbúðarhús, afturköllun og umsókn um byggingarleyfi.
6.      Hólatún 10, Skr. – bílgeymsla / sólstofa, umsókn um byggingarleyfi.
7.      Birkihlíð 13 – sólstofa / skjólveggir, umsókn um byggingarleyfi.
8.      Neðri-Ás – vélageymsla, umsókn um byggingarleyfi.
9.      Suðurbraut 5, Hofsósi – bílgeymsla, umsókn um byggingarleyfi.
10.  Jaðar, land. – Íbúðarhús, umsókn um byggingarleyfi.
11.  Hlíðarendi, Óslandshlíð – fjós, umsókn um byggingarleyfi.
12.  Norðurbrún 3, Varmahlíð – gluggabreyting.
13.  Skefilsstaðir - byggingarreitur.
14.  Syðri-Hofdalir – byggingarreitur.
15.  Langamýri – byggingarreitur.
16.  Bárustígur 4 – innkeyrsla.
17.  Fiskvegur í Reykjafossi, smávirkjun.
18.  Hólavegur 16, Sauðárkróksapótek
19.  Hegranesvegur.
20.  Efri-Ás – breytt notkun útihúsa, umsókn um byggingarleyfi.
21.  Garður í Hegranesi – íbúðarhús, umsókn um byggingarleyfi
22.  Önnur mál.
·        Kaffi Krókur – umsögn um vínveitingarleyfi
·        Þverárfjallsvegur, erindi frá Byggðarráði.
 
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
 
Afgreiðslur:
 
1.           Öldustígur 6, Sauðárkróki. – Hallfríður Bára Haraldsdóttir, Öldustíg 6 sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Árna Ragnarssyni arkitekt á Sauðárkróki og eru dagsettir í mars 2004. Erindið samþykkt.  
 
2.           Suðurgata 10, Sauðárkróki. Ægir Ásbjörnsson, Suðurgötu 10 sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu/geymsluhúsnæði á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Árna Ragnarssyni arkitekt á Sauðárkróki og eru dagsettir í mars 2004. Erindið er samþykkt.
 
3.           Suðurgata 12, Sauðárkróki. – Baldvin Jónsson, Suðurgötu 12 sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús og bílgeymslu á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af ES teiknistofunni, Suðurlandsbraut 48, Sigurði Kjartanssyni og eru dagsettir 17. og 31. mars 2004. Erindið er samþykkt.
 
4.           Steinsstaðir, lóð – Viðbygging við Lynghaga. Stefán Agnar Magnússon byggingafræðingur, Hraunbæ 74 í Reykjavík sækir um leyfi til að byggja viðbyggingu við sumarhús sitt, Lynghaga, sem stendur á lóð úr landi Steinsstaða. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af honum sjálfum og eru dagsettir 12. mars 2004. Erindið samþykkt. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á eftirfarandi vegna setlaugar. Setlaugar á lóðum skulu búnar læsanlegu loki til að hylja þær meðan þær eru ekki í notkun eða öðrum búnaði til varnar slysum. Umhverfis setlaugarnar þarf að vera handrið þannig útbúið að ekki sé hætta á að börn geti dottið í setlaugina. Hitastýrð blöndunartæki eða annar búnaður þarf að vera svo að vatnshiti fari ekki yfir 43°C við töppunarstað.
 
5.           Bakkakot í Vesturdal. – Magnús H. Ólafsson arkitekt á Akranesi sækir um, fyrir hönd eiganda, byggingarleyfi fyrir einnar hæðar íbúðarhúsi á lóð úr landi Bakkakots í Vesturdal. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Magnúsi H. Ólafssyni arkitekt og eru dagsettir 16. júli 2003 og mótteknir 31. mars 2004. Jafnframt er óskað eftir niðurfellingu á veittu byggingarleyfi fyrir tveggja hæða húsi á lóðinni, sem samþykkt var 16. febrúar 2004. Bæði erindin samþykkt.
 
6.           Hólatún 10, Sauðárkróki. Steinunn Rósa Guðmundsdóttir, Hólatúni 10 sækir um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu og sólstofu sem byggja á við íbúðarhúsið að Hólatúni 10. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi í Miklagarði, dagsettir í september 2002 og mótteknir 7. apríl sl. Erindið samþykkt. Sigurbjörg óskar bókað að hún taki ekki þátt í afgreiðslu þessa liðar.
 
7.           Birkihlíð 13, Sauðárkróki.  Björn Björnsson, Birkihlíð 13 sækir um leyfi til að gera sólskála við íbúðarhús sitt að Birkihlíð 13 og gera skjólveggi sunnan við húsið samkvæmt meðfylgjandi gögnum, sem unnin eru  af Sigurði Björnssyni verkfr og dagsett eru 4. apríl 2004. Erindið samþykkt.
 
8.           Neðri-Ás, Hjaltadal. Erlingur Garðarsson, Neðra-Ási sækir um byggingarleyfi fyrir vélageymslu að Neðra-Ási samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum, sem gerðir eru af Stoð ehf. verkfræðistofu, Braga Þór Haraldssyni, á Sauðárkróki og dagsettir eru í mars 2004. Erindið samþykkt.
 
9.           Suðurbraut 5, Hofsósi – Stoð ehf. Verkfræðistofa, Eyjólfur Þór Þórarinsson sækir, f.h. Björns Þórs Haraldssonar, Suðurbraut 5, um byggingarleyfi fyrir bílgeymslu á lóðinni. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru unnir af Stoð ehf. verkfræðistofu, Eyjólfi Þór Þórarinssyni, og eru dagsettir í maí 2003 og mótteknir 7. apríl sl. Erindið samþykkt.
 
10.       Jaðar, land. – Íbúðarhús, umsókn um byggingarleyfi frá Páli  Jónssyni. Áður á dagskrá 12. janúar s.l. en þá var samþykkt að óska álits hlutaðeigandi nágranna á málinu. Athugasemd við veitingu byggingarleyfis kom frá Inga Tryggvasyni hdl. f.h eigenda Jaðars. Byggingarfulltrúi hefur aflað álitsgerðar Árna Pálssonar, lögmanns Sveitarfélagsins, á framkomnum athugasemdum og er honum falið að svara þeim á grundvelli þess. Afgreiðslu á byggingarleyfisumsókn Páls Jónssonar er frestað til næsta fundar.
 
11.       Hlíðarendi í Óslandshlíð. Jón Einar Kjartansson,, Hlíðarenda sækir um leyfi til að byggja fjós á jörðinni Hlíðarenda samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum, sem gerðir eru af Stoð ehf. verkfræðistofu og dagsettir eru í apríl 2004. Erindið samþykkt.
 
12.       Norðurbrún 3, Varmahlíð. Guðmundur Márusson, Norðurbrún 3 sækir um leyfi til að breyta póstasetningu í glugga á suðurhlið hússins samkvæmt meðfylgjandi gögnum, sem dagsett eru 16. apríl 2004. Erindið samþykkt –
 
13.       Skefilsstaðir á Skaga. Sverrir Björnsson, Smáragrund 20, Sauðárkróki sækir, f.h. eiganda Eyjólfs Sverrissonar, um byggingarreit fyrir sumarhúsi á jörðinni Skefilsstöðum. Meðfylgjandi er yfirlits- og afstöðumynd gerð af Stoð ehf., dags. í febrúar 2004. Samþykkt að óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. vegna málsins.
 
14.       Syðri-Hofdalir. Ingibjörg Klara Helgadóttir, Syðri Hofdölum um sækir byggingarreit fyrir fjárhúsi á jörðinni Syðri Hofdölum. Meðfylgjandi er yfirlits- og afstöðumynd gerð af Stoð ehf. dags. í apríl 2004. Samþykkt að óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. vegna málsins.
 
15.       Löngumýri, Skagafirði. Gísli Gunnarsson, formaður Löngumýrarnefndar, sækir, fh. Löngumýrarnefndar, með erindi dagsettu 18. apríl 2004 um leyfi til að stofna lóð úr landi Löngumýrar. Þá er óskað eftir samþykki fyrir að leysa lóðina úr landbúnaðarnotum.  Einnig er óskað eftir samþykki á byggingarreit fyrir íbúðarhús staðarhaldara á lóðinni. Samþykkt að óska eftir afgreiðslu Skipulagsstofnunar skv. 3. tl. bráðabirgðaákvæða skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 m.s.br. vegna afgreiðslu á fyrirhuguðum byggingarreit. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir, að fengnu samþykki Jarðarnefndar, stofnun lóðarinnar og lausn hennar úr landbúnaðarnotum.
 
16.       Bárustígur 4, Sauðárkróki. Eybjörg Guðnadóttir og Vilhelm Páll Pálsson, Bárustíg 4 sækja um leyfi til að fjarlægja hálfbyggða bílgeymslu af lóðinni og jafnframt að fá breytingu á innkeyrslu á lóðina, þannig að innan lóðar sé hægt að koma fyrir bílastæði fyrir tvo bíla. Byggingarfulltrúi hefur þegar heimilað að fjarlægja bílgeymsluna og er erindi umsækjenda samþykkt.
 
17.       Fiskvegur í Reykjafossi, smávirkjun. Erindi frá Elínu H. B. Sigurjónsdóttur, Reykjum 1   varðandi smávirkjun í fiskvegi við Reykjafoss hefur verið til umfjöllunar undanfarið vegna beiðni hennar um að erindið yrði kynnt hlutaðeigandi aðilum, sbr. bókun Skipulags- og byggingarnefndar 16. febrúar s.l. Byggingarfulltrúi gerði grein fyrir aðkomu sinni að málinu. Grenndarkynningu er lokið og niðurstöður hafa verið sendar hlutaðeigandi aðilum.
 
18.       Hólavegur 16, Sauðárkróki, Sauðárkróksapótek. Elín Kjartansdóttir arkitekt fai hjá arkitektur.is, Hverfisgötu 26, Reykjavík, sækir, f.h. húseiganda, um leyfi til að gera breytingar á inngangi hússins samkvæmt meðfylgjandi gögnum gerðum af arkitektur.is/ Elínu Kjartansdóttur og dagsettir eru 1. mars 2004. Erindið samþykkt enda uppfylli dyrabúnaðurinn 208. gr. byggingarreglugerðar.
 
19.       Hegranesvegur, Sauðárkróksbraut – Helluland. Gunnar H. Guðmundsson umdæmisstjóri Vegagerðarinnar sendir inn  erindi dagsett 6. apríl 2004, til kynningar á endurbótum og lagfæringum á veginum. Nefndin gerir ekki athugasemdir við framkvæmdina, en telur  að skoða eigi færslu á tengingu Hegranesvegar við Sauðárkróksbraut með tilliti til umferðaröryggis.
 
20.       Efri-Ás, Hjaltadal. Sverrir Magnússon, Efra-Ási sækir um leyfi til að breyta fjóshlöðu í legubásafjós og gjafaaðstöðu og setja legubása í núverandi fjós. Meðfylgjandi uppdrættir eru gerðir af Stoð ehf., Braga Þór Haraldssyni, og eru þeir dagsettir í apríl 2004. Erindið samþykkt.
 
21.       Garður í Hegranesi. Jón Sigurjónsson í Garði sækir um leyfi til að byggja íbúðarhús áfast  núverandi íbúðarhúsi í Garði, samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum, sem gerðir eru af  Hallgrími Hallgrímssyni verkfræðingi. Fyrir liggur skriflegt samþykki Þórunnar Jónsdóttur í Garði. Erindið samþykkt.
 
22.       Önnur mál –
 
·        Kaffi Krókur, Aðalgötu 16, Sauðárkróki - vínveitingarleyfi. Óskað er umsagnar nefndarinnar um erindi  Jóns Daníels Jónssonar, veitingamanns, f.h JASK ehf.,  um leyfi til tímabundinna vínveitinga í Kaffi Krók, Aðalgötu 7 á Sauðárkróki. Sótt er um leyfið frá 1. desember 2003  til nóvemberloka 2005. Nefndin gerir ekki athugasemdir við erindið.
·        Þverárfjallsvegur, erindi frá fundi Byggðarráðs í gær, 20. apríl, lagt fram. Þar er því beint til nefndarinnar að hún endurskoði fyrri ákvörðun sína um  veglínu Þverárfjallsvegar yfir Gönguskarðsá. Engin gögn fylgdu erindinu.
 
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1600
                                    Jón Örn Berndsen
                                    ritari fundargerðar.