Skipulags- og byggingarnefnd

32. fundur 16. júlí 2003
Skipulags- og byggingarnefnd  Skagafjarðar
Fundur  32 – 16.07.2003
 
Ár 2003 miðvikudaginn 16. júlí kl. 1600 kom Skipulags- og byggingarnefnd saman til fundar í Ráðhúsinu við Skagfirðingabraut á Sauðárkróki.
           
Mætt voru:      
Bjarni Maronsson, Sigurbjörg Guðmundsdóttir, Gunnar Bragi Sveinsson, Jón Örn Berndsen, skipulags- og byggingarfulltrúi
 
Dagskrá:
1.    Gilstún 19 - Bifreiðageymsla, byggingarleyfi
2.    Efnalaugin – gámur – Guðmundur Óli Pálsson
3.    Litla-Gröf  – utanhússklæðning - Guðlaug  Arngrímsdóttir
4.    Nöf – Hofsósi, endurbygging
5.    Kolkuós – aðstöðuhús, stöðuleyfi
6.    Hafnarsvæðið - skipulag
7.    Björn Svavarsson – Messuholt – byggingarleyfi
8.    Árvist – Stöðuleyfi f. hús. – Hallgrímur Ingólfsson
9.    Ketilás – utanhússklæðning - Hallgrímur Ingólfsson
10.     Hlíðarstígur 1, Sauðárkróki – Umsókn um leyfi til að fjarlægja húsið
11.     Önnur mál
 
 
Bjarni Maronsson setti fund og bauð velkomna fundarmenn.
 
 
Afgreiðslur:
 
1.      Gilstún 19, Sauðárkróki. Hafsteinn Lúðvíksson, Gilstúni 19 sækir um leyfi til að byggja bílgeymslu á lóðinni samkvæmt meðfylgjandi aðaluppdráttum, sem gerðir eru af ArkitektÁrna og dagsettir eru í júní 2003. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits
 
2.      Guðmundur Óli Pálsson fh. Efnalaugar Sauðárkróks óskar heimildar til að staðsetja geymslugám við hús Efnalaugarinnar við Borgarflöt 1. Stöðuleyfi veitt og nánari staðsetning verði í samráði við byggingarfulltrúa.
 
3.      Litla-Gröf á Langholti. Guðlaug  Arngrímsdóttir, Litlu-Gröf, sækir um leyfi til að klæða utan með stálklæðningu íbúðarhús sitt að Litlu-Gröf og setja sólpall sunnan við húsið. Erindið samþykkt
 
4.      Nöf í Hofsósi. Valgeir Þorvaldsson fh Snorra Þorfinnssonar ehf sækir um leyfi til að endurbyggja húsið samkvæmt framlögðum aðaluppdráttum, gerðum af Óla Jóhanni Ásmundssyni arkitekt. Uppdrættir dagsettir 15. maí 2003. Erindið samþykkt með fyrirvara um samþykki eldvarnareftirlits, heilbrigðis- og vinnueftirlits.
 
 
5.      Kolkuós. Valgeir Þorvaldsson fh. Kolkuóss ses sækir, með bréfi dagsettu 10. júlí 2003, um stöðuleyfi fyrir aðstöðuhús á melunum ofan við Kolkuós. Leyfið veitt til eins árs.
 
6.      Hafnarsvæðið – Erindi frá samgöngunefndarfundi 19. júní sl. Þar var tekið fyrir bréf, undirritað af Jóni E. Friðrikssyni f.h. Kaupf. Skagfirðinga þar er óskað eftir samþykki samgöngunefndarinnar að byggja við húseignina Hesteyri 2. Áformuð stækkun hússins er um 600 fermetrar. Skipulags- og byggingarnefnd bendir á að ofangreint erindi kallar á endurskoðun og breytingu á deiliskipulagi Hafnarsvæðisins og óskar eftir fundi með Samgöngunefnd vegna þessa.
 
7.      Björn Svavarsson, Kvistahlíð 1, Sauðárkróki óskar eftir byggingarleyfi fyrir íbúðarhús á lóð sinni úr landi Messuholts. Meðfylgjandi aðaluppdrættir eru gerðir af Guðmundi Þór Guðmundssyni byggingarfræðingi og eru dagsettir 14. júlí 2003. Erindið samþykkt.
 
8.      Árvist – Hallgrímur Ingólfsson, sviðstjóri Umhverfis- og tæknisviðs, óskar heimildar til að flytja einbýlishús í eigu Sveitarfélagsins frá Lambanesreykjum í Fljótum á lóð Árskóla við Freyjugötu. Skipulags- og byggingarnefnd samþykkir stöðuleyfi til eins árs á grundvelli afstöðumyndar.
 
9.      Ketilás í Fljótum. Hallgrímur Ingólfsson, sviðstjóri Umhverfis- og tæknisviðs, óskar heimildar til að klæða utan Félagsheimilið Ketilás samkvæmt meðfylgjandi uppdráttum, sem gerðir eru af ArkitektÁrna á Sauðárkróki og dagsettir eru í maí 2003. Erindið samþykkt.
 
10.  Hlíðarstígur 1, Sauðárkróki. Hallgrímur Ingólfsson, sviðstjóri Umhverfis- og tæknisviðs, óskar heimildar til að rífa íbúðarhúsið og bílgeymsluna að Hlíðarstig 1, Sauðárkróki, sem er í eigu Sveitarfélagsins. Erindið samþykkt.
 
11.  Önnur mál.
Engin.
 
 
Fleira ekki fyrir tekið,
fundargerð upplesin og samþykkt.
 
Fundi slitið kl. 1820
                         
                                      Jón Örn Berndsen
                                      ritari fundargerðar