Samstarfsnefnd með Akrahreppi
Dagskrá
Ágúst Ólason skólastjóri Varmahlíðarskóla og umsjónarmaður íþróttamiðstöðvar í Varmahlíð sat fundinn undir dagskrárliðum 1. 2. og 3., og Monika S. Borgarsdóttir, vaktstjóri íþróttamannvirkja í Varmahlíð sat fundinn undir dagskrárlið 1. og 2.
Guðmundur Þór Guðmundsson starfsmaður eignasjóðs hjá Sv. Skagafirði sat allan fundinn.
Guðmundur Þór Guðmundsson starfsmaður eignasjóðs hjá Sv. Skagafirði sat allan fundinn.
1.Afgreiðslutími sundlauga 2012
1201153
Lögð fram tillaga um opnunartíma í íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð fram á sumar. Tilllögur um nýjan opnunartíma samþykktar til og með 31.maí 2012, sumartími óbreyttur en jafnframt samþykkt að vetraropnunartími fyrir haustið 2012 verði endurskoðaður.
2.Aðsókn í sundlaugar árið 2011
1201056
Farið yfir afgreiðslutölur sundlaugar í Varmahlíð. Samþykkt að biðja um nákvæmari talningu sundlaugagesta.
3.Flutningur leikskóla í grunnskólann
1112269
Farið yfir stöðu mála varðandi skoðun á sameiningu leik-og grunnskóla.
4.Endurbætur á skólastjórabústað
1112268
Endurbótum á Laugavegi 17 í Varmahlíð er lokið að innanverðu. Ákveðið að mála hús að utan, lagfæra þakskegg og mála þak á árinu 2012.
5.Sala húsnæðis í Varmahlíð
1112270
Umræður um húsnæði í Varmahlíð
Í lok fundar fóru fundarmenn og skoðuðu Laugaveg 17.
Fundi slitið - kl. 20:00.