Samstarfsnefnd með Akrahreppi
Dagskrá
1.Þjónustusamningur drög
1801228
Farið yfir drög að þjónustusamningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps. Samningurinn er samþykktur með áorðnum breytingum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna beggja sveitarfélaga.
2.Samningur Akrahrepps um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa
1906132
Farið yfir drög að samningi á milli Sveitarfélagsins Skagafjarðar og Akrahrepps um þjónustu skipulags- og byggingarfulltrúa. Samningurinn er samþykktur með áorðnum breytingum, með fyrirvara um samþykki sveitarstjórna beggja sveitarfélaga.
Fundi slitið - kl. 14:00.