Samstarfsnefnd með Akrahreppi

36. fundur 25. apríl 2018 kl. 13:30 - 15:15 að Sæmundargötu 7a
Nefndarmenn
  • Gunnsteinn Björnsson aðalm.
  • Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir aðalm.
  • Agnar Halldór Gunnarsson fulltrúi Akrahrepps
Starfsmenn
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs
  • Indriði Þór Einarsson Sviðsstjóri veitu- og framkvæmdasviðs
Fundargerð ritaði: Herdís Á. Sæmundardóttir sviðsstjóri fjölskyldusviðs.
Dagskrá
Þorkell Gíslason sat fundinn f.h. Akrahrepps í stað Jóns Sigurðssonar.

1.Beiðni um fund vegna húsnæðismála leik- og grunnskóla í framhluta Skagafjarðar

1711163

Tekið fyrir erindi frá Foreldraráði leikskólans Birkilundar, foreldrafélagi Birklundar og foreldrafélagi Varmahlíðarskóla, þar sem óskað er eftir fundi með samstarfsnefnd með Akrahreppi og fræðslunefnd Sveitarfélagsins Skagafjarðar til að ræða úrbætur á húsnæði leik- og grunnskóla í framhluta Skagafjarðar. Nefndin samþykkir að verða við beiðni um fund sem fyrst. Sviðsstjóra fjölskyldusviðs falið að boða fundinn þann 27. apríl n.k. kl. 20:30 í Varmahlíð.

2.Skólaakstur skólaárið 2017/2018 - út-Blönduhlíð

1708096

Upplýst var að Sveitarfélagið Skagafjörður mun bjóða út skólaakstur nú í maí til næstu 5 ára. Rætt um mögulegt samstarf vegna sameiginlegra akstursleiða sveitarfélaganna, þ.e. út-Blönduhlíð. Málinu frestað.

3.Sundlaug Varmahlíð - rennibraut

1702015

Indriði upplýsti að framkvæmdir við byggingu á undirstöðum sem og lagnavinnu fyrir rennibraut við sundlaugina í Varmahlíð væru að hefjast. Rennibrautin er komin og verður sett upp um leið og undirstöður eru tilbúnar, sem gæti orðið í lok maí eða byrjun júní.
Indriði Einarsson, sviðsstjóri veitu og framkvæmdasviðs Sveitarfélagsins Skagafjarðar, sat fundinn undir þessum lið.

Fundi slitið - kl. 15:15.