Samstarfsnefnd með Akrahreppi

23. mars 2005 kl. 13:00 - 15:00 í Varmahlíðarskóla

Samstarfsnefnd um rekstur Varmahlíðarskóla
Fundur haldinn í Varmahlíðarskóla 23. mars 2005 kl: 13:00
 
 
Mættir voru Gísli Gunnarsson, Einar Einarsson, Agnar Gunnarsson, Þorleifur Hólmsteinsson, Rúnar Vífilsson og Páll Dagbjartsson.
 
Dagskrá
1. Kjarasamningur við Pál Dagbjartsson.
2. Sala á Sjónarhóli.
3. Húsaleiga á kennarabústöðum skólans.
4. Bílskúrinn við Sunnuhlíð.
5. Dælukostnaður á heitu vatni hjá Varmahlíðarskóla.
6. Viðhald á skólahúsnæðinu.
 
1. Kjarasamningur við Pál Dagbjartsson, skólastjóra.
Rúnar lagði fram og kynnti drög að nýjum kjarasamningi við Pál Dagbjartsson en á meðan vék Páll af fundinum.  Samningurinn nær frá janúar 2005 til 31. ágúst 2008.  Gerðar voru smávægilegar breytingar og samningurinn síðan samþykktur samhljóma af öllum fundarmönnum og síðan Páli.
 
2. Sala á Sjónarhóli.
Fyrir liggja tvö tilboð, að sömu upphæð, í húsið Sjónarhól.  Ákveðið að ganga til samninga við Valdísi Gissurardóttur og Snævar Hauksson. Gísla Gunnars­syni falið að ganga frá málinu.
 
3. Húsaleiga á kennarabústöðum skólans.
Páll gerði grein fyrir núverandi stöðu mála.  Ákveðið að hækka húsaleiguna í 35.000 kr/mán á einbýlishúsunum og í 25.000 kr/mán á íbúðunum frá og með 1. ágúst 2005.  Frá og með árinu 2006 skal síðan endurskoða leiguna fyrir 1. maí ár hvert þannig að ný leigukjör geti tekið gildi 1. ágúst ár hvert, telji menn þörf á að breyta leigunni.
 
4. Bílskúrinn við Sunnuhlíð.
Páll gerði grein fyrir því að þakið á bílskúrnum við Sunnuhlíð læki verulega og að nauðsynlegt væri að skipta um það.  Sótt var um í þetta verkefni til Umhverfis og tæknideildar 27. október 2004 og á því að vera til kostnaðar­áætlun um verkið.  Agnari falið að fá tilboð í verkið en ekki má fara af stað í breytingarnar fyrr en báðir aðilar hafa samþykkt þær tölur sem verktaki býður.
 
5. Dælukostnaður á heitu vatni hjá Varmahlíðarskóla.
Páll gerði grein fyrir því að meðan heita vatnið var tekið úr gömlu holunni hafi vatnið verið skólanum endurgjaldslaust en eftir að það þurfti að fara að dæla því hefur skólinn greitt dælinguna.  Páll óskaði eftir að samningur milli Varmahlíðarskóla og Skagafjarðarveitna verði endurskoðaður. 
Gísla Gunnarssyni falið að ræða málið við veitustjóra.
 
6. Viðhald á skólahúsnæðinu.
Páll gerði grein fyrir mörgum brýnum viðhaldsverkefnum sem framundan væru við skólahúsnæðið eins og t.d. þakleki.  Jafnframt vildi hann benda á að sín skoðun væri að þegar seldar væru eignir sem tilheyrt hafa skólanum ætti andvirði þeirra að renna til viðhalds á skólahúsnæðinu.
 
 
Fundi slitið kl: 15:00