Samstarfsnefnd með Akrahreppi

12. fundur 05. mars 2012 kl. 13:00 - 14:00 í Ráðhúsi, Skr.
Nefndarmenn
  • Valdimar Óskar Sigmarsson aðalm.
  • Sigríður Svavarsdóttir aðalm.
  • Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri
  • Herdís Á Sæmundardóttir fræðslustjóri
  • Agnar Gunnarsson oddviti Akrahrepps
  • Þorleifur Hólmsteinsson fulltrúi Akrahrepps
  • Ágúst Ólason grunnskólastjóri
  • Friðrik Margeir Friðriksson sviðsstjóri stjórnsýslu- og fjármálasviðs
Fundargerð ritaði: Herdís Á Sæmundardóttir Fræðslustjóri
Dagskrá
Undir lið 1 sátu María Björk Ingvadóttir og Ótthar Edvardsson.

1.Afgreiðslutími sundlauga 2012

1201153

Rætt um fyrirkomulag opnunartíma sundlaugarinnar í Varmahlíð. Ágústi og Moniku falið að koma með tillögu að opnunartíma sem nýtist sem flestum og rúmist innan samþykktrar fjárhagsáætlunar.

2.Norðurbrún 1 Varmahlíð

1112371

Samþykkt að sveitarfélögin leiti leiða til að leysa til sín 12,5% hlut ríkisins í Norðurbrún 1 og síðan verði eignin auglýst til sölu.

Nefndin beinir því til hlutaðeigandi nefnda Sveitarfélagsins Skagafjarðar að sameignleg málefni sveitarfélaganna fari réttar boðleiðir.

Fundi slitið - kl. 14:00.