Samgöngunefnd

32. fundur 10. maí 2006 kl. 14:00 - 15:50 Kaffi krókur, Sauðárkróki

Miðvikudaginn 10. maí (2006) var samgöngunefnd saman komin til fundar að Kaffi Krók kl. 14:00.

 Mætt voru: Brynjar Pálsson, Valgerður Kjartansdóttir, Örn Þórarinsson, Gunnar Steingrímsson, hafnarvörður, Hallgrímur Ingólfsson, sviðsstjóri og Árni Ragnarsson, arkitekt.

Frá Siglingastofnun voru mættir Kristján Helgason og Sigurður Sigurðsson.

Einnig sátu fundinn nokkrir hagsmunaaðilar tengdir útgerð og fiskvinnslu og áhugafólk um málefnið.

 

Dagskrá:

1. Kynningarfundur með Siglingastofnun um Sauðárkrókshöfn og hugsanlegar framkvæmdir við höfnina.

Sigurður fór yfir athuganir stofnunarinnar varðandi sjólag á Skagafirði og við höfnina á Sauðárkróki. Einnig greindi hann frá eldri líkanathugunum, sem gerðar hafa verið varðandi höfnina, sem miða að því að skapa meiri kyrrð í höfninni.

Kristján Helgason gerði grein fyrir þeim framkvæmdum í höfninni sem eru inni á núverandi áætlun, sem eru trébryggja og dýpkun í smábátahöfn og þvergarður, 20-30 m langur, úr núverandi hafnargarði í stefnu til suðvesturs.

Þessar áætlanir varðandi þvergarðinn fengu góðar undirtektir hjá hagsmunaaðilum.

 

Fleira ekki fyrir tekið, fundi slitið kl. 15,50.

 

Örn Þórarinsson, ritari

Valgerður Inga Kjartansdóttir

Árni Ragnarsson

Kristján Helgason

Sigurður Sigurðsson

Brynjar Pálsson

Hallgrímur Ingólfsson